Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
✝ Dóra OttesenJósafatsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. júlí 1917. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Mörk 24.
maí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Jónasdóttir, f. 18.
nóvember 1880, frá
Galtarholti í Borg-
arhreppi á Mýrum,
d. 25. janúar 1936, og Jósafat
Sigurðsson, f. 6. maí 1876, frá
Miðhúsum í Álftaneshreppi á
Mýrum, d. 31. desember 1967.
Dóra átti níu systkini. Þau voru
1) Óskar Jónas, f. 17. janúar
1905, d. 12. júlí sama ár. 2) Stef-
anía Ósk, f. 1. júní 1906, d. 14.
mars 1986. 3) Þórunn, f. 14.
um á Akranesi, f. 22. nóvember
1894, d. 9. maí 1974, og Jónas
Magnússon, f. í Reykjavík 23.
ágúst 1888, d. 17. apríl 1946.
Dætur Dóru og Haraldar eru: 1)
Erla, f. 2. júlí 1943, maki Sigurð-
ur Einarsson, f. 7. apríl 1943.
Dætur þeirra eru a) Thelma, f.
1965, maki Jón Otti Jónsson, f.
1965, börn þeirra Viktor, f.
1993, og Tara, f. 2001. b) Hrönn,
f 1969, maki Haraldur V. Har-
aldsson, f. 1969, börn þeirra
Brynja Líf, f. 2001, og Hinrik, f.
2003. 2) Jóna, f. 11. október
1950, maki Gunnlaugur Einars-
son, f. 9. nóvember 1948, d. 15.
mars 2014. Börn þeirra eru a)
Margrét, f. 1973, maki Sig-
urhans Vignir, f. 1969, börn
þeirra eru Jóna Rut, f. 1998,
Tómas, f. 2004, og María, f.
2004. b) Halldór, f. 1977, maki
Hildur Sveinsdóttir, f. 1981, syn-
ir þeirra eru Óttar, f. 2010, Rú-
rik, f. 2012, og Grímur, f. 2014.
Útför Dóru fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 6. júní 2017,
og hefst athöfnin klukkan 11.
október 1907, d. 18.
október sama ár. 4)
Ragnhildur, f. 1.
júlí 1909, d. 29. maí
1973. 5) Þórunn
Jósefína, f. 26. júlí
1912, d. 10. júlí
1922. 6) Sigríður
Svava, f. 9. desem-
ber 1913, d. 22. maí
2004. 7) Sesselja
Ottesen, f. 6. febr-
úar 1916, d. 18.
október 1999. 8) Pétur Ottesen,
f. 22. júlí 1919, d. 10. október
2006. 9) Haukur Ottesen, f. 24.
október 1922, d. 16. júní 2016.
25. maí 1940 giftist Dóra Har-
aldi Jónassyni, f. í Reykjavík 25.
júlí 1918, d. 10. september 1984.
Foreldrar hans voru hjónin Vil-
helmína Tómasdóttir frá Sönd-
Nú hefur elskuleg tengda-
móðir mín kvatt þennan heim.
Það eru rúm 50 ár síðan ég
kynntist Dóru, þegar við Erla
dóttir hennar fórum að draga
okkur saman. Dóra var heima-
vinnandi alla tíð og annaðist
Halla og dætur sínar tvær, hélt
heimilinu tandurhreinu og
snyrtilegu. Henni var snyrti-
mennskan í blóð borin og var
alltaf vel til höfð og flott kona.
Hún var næstyngst systkina
sinna og hélt miklu og góðu
sambandi við þau alla tíð, ræddi
nánast daglega við eitthvert
þeirra, en þau eru nú öll látin.
Ég stend í mikilli þakkar-
skuld við Halla og Dóru, ekki
aðeins tóku þau mig inn á heim-
ili sitt einu sinni heldur tvisvar,
gættu dætra okkar þegar á
þurfti að halda og studdu okkur
alla tíð.
Við fjölskyldan eigum margar
góðar minningar frá aðfanga-
dagskvöldum í Ljósheimunum
þegar Dóra vildi ganga frá öllu
eftir hátíðarmatinn og hafa sig
til áður en jólapakkarnir yrðu
opnaðir. Á meðan biðu barna-
börnin óþreyjufull í meira lagi.
Í áraraðir fóru Halli og Dóra
suður á Spán, á Costa del Sol, og
dvöldu þar í mánuð í senn hvert
haust, oftast á íbúðarhótelinu El
Remo, sem margir eldri sólar-
landafarar kannast sjálfsagt við.
Enn fremur fóru þau í heim-
sóknir til systurdóttur Dóru sem
búsett var í Bandaríkjunum. En
lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá Dóru. Í ágúst 1984 var öll
fjölskyldan saman komin á
Costa del Sol, Dóra og Halli,
dæturnar, tengdabörn og barna-
börn og nutu lífsins saman í
þrjár vikur. Skömmu eftir brott-
för fjölskyldnanna heim fékk
Halli hjartaáfall og lést þar ytra.
Þá kom best í ljós hversu sterk
og æðrulaus Dóra gat verið, hún
huggaði og hughreysti sína nán-
ustu og var eins og klettur á
þessum sorgartíma.
Dóra bjó áfram í Ljósheim-
unum eftir andlát Halla en færði
sig um set og flutti í litla íbúð á
sömu hæð sem hentaði henni vel
og dvaldi þar í áraraðir þar til
hún flutti fyrir þremur árum á
hjúkrunarheimilið Mörk. Þar
leið Dóru mjög vel og talaði oft
um hversu allir væru góðir við
sig bæði starfsfólk og heimilis-
fólk og viljum við færa starfs-
fólki heimilisins alúðarþakkir
fyrir frábæra umönnun og vin-
semd sem henni var sýnd.
Blessuð sé minning Dóru.
Þinn tengdasonur,
Sigurður
Einarsson.
Elsku amma Dóra, við kveðj-
um þig með bæninni sem þú
hafðir alltaf hjá þér.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi
eins og hann er,
eins og Jesús gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt
á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega
hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
Hvíldu í friði, elsku amma
Dóra. Takk fyrir allt.
Thelma og Hrönn.
Elsku fallega amma mín. Ég
veit að þú ert sátt við hvíldina.
Þú varst svo oft búin að segja
mér að þetta væri alveg komið
gott. Að þú værir svo sátt við
allt og alla og þakklát fyrir lífið
og fólkið þitt.
Að ná næstum 100 ára aldri
er stórmerkilegt og að hugsa til
þess hvernig heimurinn hefur
breyst á þeim tíma sem þú lifðir
er ótrúlegt. Ég veit að lífið var
ekki alltaf dans á rósum þegar
þú varst að alast upp í stórum
systkinahópi á þessum árum.
Þegar þú kynntist afa varð hann
stóra ástin í lífi þínu. Þið voruð
stórglæsilegt par og bjugguð um
ykkur í stórri glæsilegri íbúð í
Ljósheimunum. Þið ferðuðust
mikið og það var alltaf veisla
þegar þið komuð frá Spáni eða
Ameríku. Til ykkar í Ljósheim-
ana var alltaf gaman að koma og
þaðan á ég svo margar góðar
minningar. Við krakkarnir fund-
um okkur alltaf eitthvað til að
dunda við. Lágum á gólfinu og
hlustuðum á kassettur með Elly
Vilhjálms og Villa Vill, hjálpuð-
um afa að telja mynt og losa frí-
merki af umslögum og setja inn í
frímerkjabækurnar, lékum okk-
ur með litla leikhúskíkinn sem
var uppspretta margra leikja og
fengum mjólk og kex hjá þér
þess á milli.
Hjá ykkur á ég líka minn-
ingar um æsku minnar jól.
Minningu um jól sem voru svo
stórkostleg. Allir samankomnir í
matarveislu, hrúga af pökkum
við jólatréð og lætin eftir því
þegar pakkarnir voru opnaðir.
Þú í útsaumaða stólnum þínum
eins og drottning og alltaf svo
flott og vel til höfð. Þú varst allt-
af svo fín og smekklega klædd.
Með flottar neglur og varalit og
fórst í lagningu þannig að hárið
var alltaf fullkomið. Og þannig
varstu fram á síðasta dag.
Það eru ekki nema um þrjú ár
síðan þú fluttir úr Ljósheimun-
um og fórst á hjúkrunarheimilið
Mörk. Mér fannst svo notalegt
að vita af þér þar með mömmu
og ég veit að þú varst svo glöð
og þakklát fyrir að geta verið
þarna hjá henni og Hauki bróð-
ur þínum.
Jákvæðni þín og þakklæti
smitaði fólkið í kringum þig og
ég upplifði alltaf að allir vildu
allt fyrir þig gera. Þú varst bara
þannig, elsku amma.
Ég kveð þig með söknuði og
þakklæti, elsku amma mín. Hvíl
í friði.
Margrét
Gunnlaugsdóttir.
29. júlí næstkomandi hefði
Dóra amma, eins og hún var
alltaf kölluð, orðið 100 ára. Síð-
ustu ár talaði hún alltaf um að
þetta væri alveg orðið gott.
Henni liði vel, skorti ekkert og
væri sátt við menn og dýr. Þetta
lýsir Dóru ömmu ákaflega vel.
Hún var alltaf jákvæð og fann
jákvæðar hliðar á öllu. Amma
var glæsileg kona og ávallt vel
til höfð allt til síðasta dags, fór í
lagningu einu sinni í viku og
steig varla út úr húsi nema setja
á sig varalit. „Það er aldrei að
vita hvern maður hittir í lyft-
unni,“ sagði hún alltaf og brosti.
Amma var með mjög smitandi
bros sem bræddi alla og brosið
og jákvæðnin varð til þess að öll-
um líkaði ákaflega vel við ömmu
og vildu allt fyrir hana gera.
Við amma höfum átt margar
góðar stundir saman og margar
þeirra í Ljósheimunum þar sem
amma og afi bjuggu. Eftir að afi
dó þegar ég var sjö ára bjó
amma þar áfram, allt þar til hún
varð 97 ára, geri aðrir betur.
Það er því heill hellingur af
minningum sem rifjast upp og
ómögulegt að koma þeim öllum
fyrir hér. Það mátti t.d. aldrei
byrja að opna pakkana á jól-
unum fyrr en amma var búin að
taka af sér svuntuna og setja á
sig varalit. Það voru ávallt erf-
iðar mínútur fyrir ungan og
óþreyjufullan pjakk eins og mig.
Þegar ég var unglingur fór ég
oft í heimsókn til ömmu. Á jól-
unum setti ég saman jólatré fyr-
ir hana og jólaljós á svalirnar á
meðan við hlustuðum á jólatóna
Bings Crosby, sem var og er í
uppáhaldi hjá okkur báðum.
Þetta var jólahefðin okkar. Það
var líka alltaf notalegt að kasta
sér í sófann hjá ömmu og taka
smá lúr. „Halldór, næst þegar
þú kemur skaltu koma við og
kaupa handa okkur kjúkling.“
Amma var mjög hrifin af kjúk-
lingi og ég hef ekki tölu á því
hversu oft við sátum í eldhúsinu,
spjölluðum saman og borðuðum
Kentucky-kjúkling. Þarna fór
amma oft á flug og sagði mér frá
alls konar hlutum sem mér
fannst ákaflega gaman. Mér
fannst amma alltaf ótrúlega
fyndin og við hlógum mikið sam-
an. Ég man að eitt skiptið talaði
amma mikið um ástina og gaf
mér heilræði sem ég hef ávallt
haft fyrir mig og mun gera það
áfram. Það var mikið sem maður
lærði af þessum samtölum okkar
í gegnum tíðina.
Að hafa átt góðan vin eins og
ömmu er mér ákaflega dýrmætt.
Á stórum stundum í mínu lífi
hefur mér alltaf fundist ómiss-
andi og gaman að segja ömmu
fréttirnar. Það lifnaði alltaf svo
yfir henni og hún varð ákaflega
ánægð og stolt. Amma var afar
stolt af fjölskyldu sinni og ekki
síst öllum barna- og barnabarna-
börnum og fylgdist vel með þeim
öllum í leik og starfi.
Ég veit að ömmu líður vel
núna, er í góðum félagsskap og
fylgist með okkur öllum.
Takk fyrir heilræðin, allan
kjúklinginn og samverustundirn-
ar, elsku amma mín.
Halldór.
Dóra Ottesen
Jósafatsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Dóra. Nú
ert þú farin frá okkur. Það
var svo gaman að koma í
heimsókn til þín, allt svo
fínt hjá þér og þú svo hress,
skemmtileg og fyndin. Þú
varst alltaf svo sæt og fín,
með bleikt naglalakk og
bleikan varalit í stíl. Við
söknum þín en vitum að þú
ert sátt við Guð og menn
eins og þú sagðir alltaf.
Hvíldu í friði, elsku besta
langamma okkar. Þín,
Viktor, Tara, Brynja
Líf og Hinrik.
✝ FranklínAndri Bene-
diktsson fæddist
að Steinadal í
Fellshreppi í
Strandasýslu 31.
júlí 1941. Hann
lést 25. apríl 2017
á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi.
Foreldrar hans
voru Benedikt
Þorbjarnarson, f. 20. sept-
ember 1898, d. 10. janúar
1948, frá Steinadal, og Að-
alheiður Franklínsdóttir, f. 9.
júní 1914, d. 13. september
dóttir, f. 2. apríl 1949, börn
hennar frá fyrri sambúð með
Ara Ólafssyni, f. 1950, 1) Hösk-
uldur Þór, f. 1971, kvæntur
Halldóru Reykdal Tryggva-
dóttur, f. 1971, börn þeirra
Hafsteinn Reykdal, Tryggvi
Ólafur Reykdal og Hafey Mar-
grét Reykdal. 2) Hildur Björg,
f. 1973, gift Guðna Hafsteins-
syni, f. 1971, synir þeirra Haf-
steinn, Óttar Atli og Björgvin
Nói.
Börn Franklíns og Hall-
fríðar eru 1) Andrea Hlín, f.
1975, gift Jóni Sindra Stef-
ánssyni, f. 1975, börn þeirra
Jóhann Andri, faðir Þórarinn
Jóhannsson, f. 1972, Haddý
María og Stefán Muggur. 2)
Ragnar Friðrik, f. 1977, sam-
býliskona Bergljót Ólafía Ein-
arsdóttir, f. 1987, börn þeirra
Benedikt Kári, móðir Val-
gerður Rós Karlsdóttir, f.
1986, Ragnhildur Svanhvít
og Guðmundur Franklín.
Franklín bjó í Steinadal
fram yfir fermingu þá fluttist
fjölskyldan á Akranes, vann
hann þar við hin ýmsu störf.
Rúmlega tvítugur flutti
Franklín til Þorlákshafnar og
keypti sér hús við Skálholts-
braut og í kaupunum fylgdi
sjoppa, rak þá sjoppu í þrett-
án ár. Franklín og Hallfríður
keyptu tveggja hæða hús við
Knarrarberg 2 og var húsið
bæði heimili þeirra og vinnu-
staður í tæpa fjóra áratugi,
það var sannkallað fjöl-
skyldufyrirtæki. Franklín
naut sín hvergi betur en fyr-
ir aftan búðarborðið. Síðustu
ár átti hann við veikindi að
stríða sem ágerðust síðasta
sumar og lést hann af völd-
um þeirra.
Útförin fór fram í kyrrþey.
2012, frá Litla-
Fjarðahorni.
Systkini hans, Þor-
björn Jón, f. 1934,
Hallfríður Krist-
rún, f. 1936, d.
2008, Jón Andrés,
f. 1938, d. 2016,
Sverrir Gunnar, f.
1943, Stefán Heið-
ar, f. 1946.
Fyrri eiginkona
Alda Kjartans-
dóttir, f. 1942, þau skildu. Son-
ur þeirra er Benedikt Heiðar,
f. 1967.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Hallfríður María Höskulds-
Elsku afi minn, núna getum
við ekki rifist og þrætt um hluti
eins og þér fannst gaman að, sjá
hversu þrjósk ég var og að ég
vildi ekki hafa rangt fyrir mér.
Ég mun sakna þess að sjá glottið
á þér þegar þú fannst eitthvað
sniðugt til að stríða mér með, til
dæmis með að setja mynd af mér
í lyklakippu og segjast hafa selt
strákunum í þorpinu til þess að fá
viðbrögð frá mér sem þú svo
sannarlega fékkst. Þú hættir
ekki að gantast þrátt fyrir öll
veikindin. Sakna þín, þú kenndir
mér svo margt, eins og að láta
ekki orð frá fólki hrjá mig svona
og ekki sýna þeim viðbrögð því
þá vinna þau en ekki ég, því sama
hvað fólk sagði um þig þá varstu
alltaf bara þú og því varstu ein af
mínum helstu fyrirmyndum. Þú
reyndir að múta mér til að borða
fisk fyrir pening sem gekk ekki
svo vel, en stundum náðirðu að
ljúga að mér hvað væri í matinn
til að fá mig til að smakka eitt-
hvað nýtt eins og önd sem ég
borðaði með bestu lyst. Ég notaði
stundum að þú myndir taka í
strákana ef þeir myndu stela
hjólinu mínu og stríða mér. Þú
gerðir allt fyrir okkur systkinin.
Fyrsta vinnan mín var hjá ykkur
í búðinni og ég átti alltaf sama-
stað hjá ykkur ömmu eftir skóla.
Minning þín lifir. Þín,
Haddý María.
Elsku hjartans Franklín minn.
Mikið er skrýtið að hugsa til þess
að þú sért farinn frá okkur. Þú
munt alltaf eiga risastóran stað í
hjarta mínu enda fór ég snemma
að venja komur mínar í Knarr-
arberg 2 og leið mikið vel þar.
Það var jú ekki langt að fara, eitt
létt skokk yfir götu og dyrnar
alltaf opnar mér.
Þú opnaðir ekki bara dyrnar
að heimilinu þínu, sjoppan þín
var mér alltaf opin, sem betur fer
segi ég nú bara því þú geymdir
lykilinn að heimilinu okkar á
Knarrarbergi 1 í peningakassan-
um þar. Ég trítlaði ósjaldan yfir í
sjoppuna til þín þegar ég hafði
læst mig úti og þú áttir það til að
hlæja að mér fyrir það.
Elsku Franklín, þú varst mér
alltaf svo ofboðslega góður. Ef þú
og Haddý heyrðuð af því að litla
prinsessan á Knarrarbergi 1 væri
lasin þá var samstundis sendur
poki yfir götuna stútfullur af góð-
gæti og nýjustu VHS-myndun-
um. Ég átti mér þann draum
heitastan sem barn að verða
sjoppukona þegar ég yrði stór, ég
vildi verða eins og Franklín. Auð-
vitað létuð þið Haddý þann
draum rætast þegar mér, á ung-
lingsaldri, var boðin vinna á laug-
ardögum í sjoppunni.
Þú hafðir mikið gaman af
hversu matvönd ég var sem barn
og þú varst ekki í vandræðum
með það hvernig hægt væri að
koma lýsi ofan í mig. Þú borgaðir
mér bara tvo gullpeninga fyrir og
ég var alsæl þó ég hafi kúgast á
sopanum þér til mikillar gleði.
Hingað til hefur engum öðrum
tekist þetta og ég hyggst hafa
það þannig. Þetta var okkar. Ég
biðst innilegrar afsökunar á því
að hafa ekki tekið skötuboðinu
þínu þegar þú bauðst mér aftur
tvo gullpeninga fyrir að fá mér
skötubita. Ætli ég fái mér ekki
einn skötubita þér til heiðurs um
næstu jól. Ég skola því svo að
sjálfsögðu niður með kóki í gleri
og lakkrísröri.
Elsku Franklín, nú ertu kom-
inn til elsku Heiðu mömmu þinn-
ar. Þú mátt knúsa hana fast frá
mér. Hvíldu í friði elsku vinur.
Takk fyrir að vera alltaf svona
góður við mig. Ég held áfram að
passa nafnið þitt.
Anna Margrét
Káradóttir
(Anna Magga).
Í huga mínum himinninn er fjarri,
og held ég fái að vera hér um sinn.
Þó englar Guðs mér þrái að vera nærri,
þeir fá þó bara að svífa um huga minn.
Þín návist Guð mér gefur allt svo
mikið,
og gakk þú með mér ævi minnar veg.
Ég vildi þú gætir aldrei frá mér vikið,
og bið þú verndir mig meðan ég er.
Það veit ei nokkur ævi sína alla,
og án þín Guð er lífið búið spil.
Því á þig einhver engillinn mun kalla,
þá endar þetta líf ef rétt ég skil,
Þú velja skalt þann veg sem virðist
greiður,
þinn vilji mun þig leiða í rétta átt.
Lof hjarta þínu að tala sértu leiður,
Og lífi þínu tak í gleði og sátt.
Svo vil ég minna á ljósið sem þér lýsir,
þá leið sem Guð þér fylgir alla tíð.
Þú anda hans í hjarta þínu hýsir,
og heldur fast í hann um ár og síð.
Það veit ei nokkur ævi sína alla,
og án þín Guð er lífið búið spil.
Því á þig einhver engillinn mun kalla,
þá endar þetta líf ef rétt ég skil,
(Óli Trausta)
Minning þín lifir hjá okkur uns
við hittumst á ný. Takk fyrir okk-
ur. Þín,
Andrea, Sindri,
Jóhann Andri og
Stefán Muggur.
Franklín Andri
Benediktsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar