Morgunblaðið - 06.06.2017, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
✝ Elísabet AldaPétursdóttir
fæddist á Hraun-
um í Fljótum 15.
janúar 1952. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 10.
maí 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Péturs
Kristófers Guð-
mundssonar,
bónda á Hraunum,
f. á Refsteinsstöðum í Skaga-
firði, og Áslaugar Rósu
Pálmadóttur, bónda og hús-
þau bændur að Hraunum.
Börn Elísabetar eru: 1)
Berglind Rós Magnúsdóttir,
doktor í menntunar- og upp-
eldisfræðum. Eiginmaður
hennar er Ásgrímur Ang-
antýsson, doktor í málvís-
indum. Þeirra dætur eru: a)
Auður og b) Björk. 2) Helen
Inga Sigurðardóttir, hún lést
tæplega tveggja ára að aldri.
3) Telma Ingibjörg Sigurð-
ardóttir læknir. Eiginmaður
hennar er Ívar Örn Lárusson
verkfræðingur. Þeirra dætur
eru a) Helen og b) Arna Kar-
en. 4) Björgúlfur Kristófer
Sigurðsson sálfræðinemi. Eft-
irlifandi eiginmaður Elísabet-
ar er Sigurður Björgúlfsson
arkitekt.
Útför Elísabetar fór fram í
kyrrþey.
freyju, f. á
Reykjavöllum í
Skagafirði.
Elísabet var
önnur af þremur
börnum þeirra.
Elst er Björk,
handavinnukenn-
ari og dúnbóndi,
eiginmaður henn-
ar er Friðrik Gylfi
Traustason, dún-
bóndi og bifreiða-
stjóri. Yngstur er Guðmundur
Viðar, kona hans er Anna
Fríða Kristinsdóttir og eru
Við Elsa frænka mín, sem nú
hefur lagt aftur augun í hinsta
sinn, tengdumst ungar nánum
böndum. Við vorum systradætur
og þekktumst nær alla ævi. Afi
okkar og amma, Pálmi Sveins-
son og Guðrún Andrésdóttir,
voru bændur að Reykjavöllum í
Skagafirði. Þaðan kemur glað-
værðin, söngurinn, dugnaðurinn,
hagmælskan og þrjóskan sem
fylgir mörgum afkomendum
þeirra. Ég var í sveit að Hraun-
um í Fljótum hjá foreldrum
Elsu, þeim Pétri Guðmundssyni
og Rósu Pálmadóttur. Þar var
gott að vera, margt brallað og
sungið á kvöldin og þandi Elsa
þá nikkuna eins og enginn væri
morgundagurinn. Hún var
skemmtilegasta stelpan í sveit-
inni, og langfallegust.
Elsa var glæsileg svo eftir var
tekið og hrókur alls fagnaðar í
vina hópi. Leiftrandi húmorinn
var aldrei langt undan, jafnvel til
hinstu stundar. Hún var traust
vinkona, ráðagóð og hlý en flík-
aði ekki tilfinningum sínum.
Hún var sigld eins og sagt er,
bjó lengi í Danmörku ásamt Sig-
urði Björgúlfssyni manni sínum
og síðar, eftir heimkomuna, fóru
þau m.a. til Indlands og Víet-
nams. Ein langferð enn var i
deiglunni þegar veikindin tóku
völdin.
Frænka mín barðist eins og
hetja í rúmt ár við illvígan sjúk-
dóm, en allt kom fyrir ekki. Nú
er dillandi hláturinn þagnaður
en dýrmætar minningar lifa.
Lífið getur verið ósanngjarnt
og lætur erfiðum spurningum
ósvarað.
Ég bið mína engla að gefa mér gæsk-
unnar byr
er grátandi sit ég í angist og stari í
tómið
ég get ekki sofið og vakandi vitund
mín spyr:
Hvað var það sem lét ykkur slíta upp
fegursta blómið?
(Kristján Hreinsson)
Samúðarkveðjur sendum við
Þorvaldur Sigurði, Björgúlfi,
Telmu, Berglindi, tengdabörn-
um, barnabörnum og öðrum ást-
vinum hennar.
Anna Karitas Bjarnadóttir
Yndisleg Elísabet Alda Pét-
ursdóttir hefur kvatt þennan
heim alltof fljótt eftir erfið veik-
indi. Og sorgmædd verður okkur
vinum hennar hugsað til baka
þegar við kynntumst við nám er-
lendis. Við vorum ung og áttum
allt lífið framundan.
Við vorum í námi í fallegri
Danmörku. Við Ólafur Árnason,
barnsfaðir minn, bjuggum sam-
an í Árósum, nýútskrifuð úr
menntaskólanum og vinur okkar
Sigurður Björgúlfsson var einn-
ig í Árósum í námi og á tímabili
bjó hann hjá okkur Óla áður en
Elísabet kom út til Árósa. Þann-
ig mynduðust falleg tengsl á
milli okkar sem aldrei verða frá
okkur tekin. Það var svo fallegt
að sjá hvað Siggi var yfir sig ást-
fanginn af Lísu. Hann sagði okk-
ur og ljómaði allur að hún væri
fallegasta kona sem hann hefði á
ævi sinni séð og þau voru greini-
lega alveg sköpuð hvort fyrir
annað því þau voru miklir sálu-
félagar.
Ég man eins og það hefði
gerst í gær þegar ég sá Lísu
fyrst. Hún var svo ótrúlega fög-
ur, með tindrandi augu og svo
skemmtilegt glimt í auga og
bros sem bræddi alla nærstadda.
Lísa var alveg geislandi í feg-
urð sinni og hlýju og vakti at-
hygli alls staðar þar sem hún
kom. Hún var eldklár og það var
sama hvað hún tók sér fyrir
hendur, allt lék í höndunum á
henni. Og svo seinna sem móðir
var hún alveg einstök, því hún
var bæði einstaklega ástrík, þol-
inmóð og gefandi.
Lísa skilur eftir sig fallegar
minningar fyrir okkur öll sem
fengum að kynnast henni. Við
erum ríkari fyrir vikið, betri
manneskjur og þakklát fyrir
það. Til Sigga og barnanna
þeirra, Telmu og Björgúlfs,
sendi ég mínar hugheilustu sam-
úðarkveðjur. Megi Guð vera með
ykkur á þessum erfiða tíma.
Valgerður Matthíasdóttir.
Kær samstarfskona og vin-
kona til margra ára Elísabet
Alda Pétursdóttir hefur nú kvatt
þennan heim langt fyrir aldur
fram eftir harða glímu við ill-
vígan sjúkdóm. Enn er skarð
höggvið í okkar góða hóp starfs-
manna sem unnum saman hjá
embætti sýslumanns í Skógar-
hlíð í Reykjavík en innan við ár
er síðan við kvöddum aðra sam-
starfskonu af sama starfsvett-
vangi og á sama aldri sem einnig
féll frá af völdum illvígs sjúk-
dóms. Það er ekki á færi nokk-
urs manns að skilja slíkt.
Elísabet barðist um eins árs
skeið af hörku við veikindi sín en
varð að lokum að láta í minni
pokann. Eftir situr mikill missir
og sár söknuður. Þessi einstak-
lega glæsilega og fallega kona
var góður og traustur félagi,
skemmtileg og ávallt hrókur alls
fagnaðar í leik og starfi. Snögg
og hnyttin tilsvör hennar voru
einstök og eftirminnileg og oft
var glatt á hjalla í kaffihorninu
okkar góða þegar stund gafst
milli stríða í dagsins önn. El-
ísabet hafði einstakt lag og vilja
til að leysa úr fyrirspurnum
þeirra sem þurftu að leita til
embættisins. Með kurteisi, alúð
og hlýju lagði hún sig alla fram
við að leiðbeina og aðstoða eins
og framast var unnt í erilsömu
og vandasömu starfi.
Það var svo innilega vonað og
ráð fyrir því gert að hún kæmi
aftur til stafa á nýja staðinn og
hún hefði svo sannarlega gert
vinnustaðnum gott með sínum
létta húmor og jákvæðni sem
alltaf einkenndi hana. Á lífsleið-
inni langri má búast við höggum
og ekki fór hún varhluta af
þunga þeirra þó lífsgleðin hafi af
henni skinið alla jafna. Við minn-
umst líka með hlýju og þakklæti
allra góðu stundanna í fé-
lagsskap sem við nokkrar fyrr-
verandi og núverandi samstarfs-
konur áttum fyrir utan
vinnutíma, þar var nú ekki rúm
fyrir annað en gleði og kátínu,
en minningin lifir og eins og ein
úr hópnum orðaði það þá var
hún Elísabet stjarnan sem alltaf
skein skærust. Það eru orð að
sönnu og þessi stjarna mun
áfram skína skært.
Elsku Elísabet, vinnustaður-
inn er fátæklegri án þín, hafðu
þökk fyrir samfylgdina og hvíl í
friði kæra vinkona.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Sigga og fjölskyld-
unnar allrar.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
Sýslumanninum á höfuðborgar-
svæðinu
Þuríður Árnadóttir.
Af öllum þeim gæðum sem okkur
veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er
vináttan dýrmætust.
(Epikuros)
Það eru orðin mörg árin síðan
að við systur kynntumst Elsu.
Strax á unglingsaldri tókst með
okkur góð vinátta. Stundum gat
liðið langur tími að við hittumst
en alltaf var vináttan traust. Síð-
ustu ár áttum við því láni að
fagna að sjást nokkuð reglulega
og var stofnað til góðs vináttu-
hóps sem stóð fyrir mörgum
hittingum. Þar ríkti gleðin og
slegið var á létta strengi.
Mikill trúnaður ríkti á milli
okkar vinkvennanna og gátum
við létt á hjartanu við hver aðra
vissar um að algjör trúnaður
ríkti. Elsa hafði oft frumkvæði
að því að við kæmum saman.
Síðast þegar við vorum allar
mættar hressar og kátar hafði
Elsa á orði að við ættum að hitt-
ast mikið oftar. Við værum jú
allar orðnar miðaldra og við
hefðum allar svo gott af samver-
unni við hver aðra. Enga okkar
gat þá grunað að svo skyndilega
yrði höggvið í þennan vin-
astreng. Það var dýrmætt að
eiga Elsu sem vinkonu. Hún var
traust, úrræðagóð en hún opn-
aði ekki hjarta sitt fyrir mörg-
um. Við vinkonur vorum í þeim
hópi sem hún treysti. Elsa var
alltaf hrókur alls fagnaðar, sá
ætíð spaugilegar hliðar á lífinu
og húmoristi var hún mikill. Við
vorum afar stoltar af þessari
glæsilegu vinkonu okkar. Alls
staðar vakti hún athygli og
minnisstætt er þegar hún hélt
upp á 60 ára afmælið og var
hún þá tignarleg sem aldrei
fyrr. Það var því svo að ut-
anaðkomandi uppistandari
sagðist ekki trúa því að um sex-
tuga konu væri að ræða þessi
kona væri ekki degi eldri en 40
ára.
En fegurð hennar var ekki
bara að utan heldur var sál
hennar einnig falleg. Það var
ætíð gott að vera í samvistum
við vinkonu okkar og eðliskostir
hennar voru þannig að hún var
ætíð gefandi en við hinar þiggj-
endur.
Sorgin reisir hallir
í hafdjúpi þinna augna
hafdjúpi hreinu, bláu
meðan hljóðlátt þú grætur.
Útlæg verður gleðin
sem áður þar bjó.
Ekki tjaldar sorgin
til einnar nætur.
segir skáldið Hannes Péturs-
son.
Það var öllum mikið reiðar-
slag þegar Elsa veiktist fyrir
rúmu ári síðan. Skyndilega var
sem dregið fyrir sólu og hún
þurfti að leita sér lækninga. Í
fyrstu var haldið að ekki væri
um alvarleg veikindi að ræða en
síðar kom annað í ljós. Það var
ekki annað hægt en að dást að
henni hvað hún tók tíðindunum
um alvarleg veikindi með miklu
æðruleysi. En það var sárt að
horfa upp á það hvað baráttan
var miskunnarlaus. Hvert áfall-
ið rak annað og ekki var um
neina uppstyttu að ræða. En
lengi var vonin til staðar um
betra líf og meiri lífsgæði. Siggi
maðurinn hennar stóð sem
klettur við hlið konu sinnar í
þessari baráttu og var öllum
stundum hjá henni. Björk systir
hennar kom að norðan og vék
ekki frá systur sinni í nokkra
mánuði.
Að lokum viljum við þakka
elsku Elsu okkar ljúfar sam-
verustundir á mörgum liðnum
árum og vottum við Sigga,
Berglindi, Thelmu, Björgólfi og
fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Fljúgðu hátt fagra sál.
Sigrún J. Þórisdóttir
Sigfríður Þórisdóttir.
Elísabet Alda
Pétursdóttir Faðir okkar,
BIRGIR OTTÓSSON,
lést mánudaginn 15. maí.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd fjölskyldna okkar,
Gunnar Birgisson
Gylfi Birgisson
Unnur Birgisdóttir
Kjartan Birgisson
Guðlaug Hildur Birgisdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BENEDIKTS SVEINSSONAR,
skipasmiðs og aðalbókara,
Hraunvangi 1, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut,
deild 13E.
Þórdís Kristinsdóttir
Steinunn M. Benediktsdóttir Sverrir B. Friðbjörnsson
Svava B. Benediktsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ERLA AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili
Akranesi,
andaðist miðvikudaginn 31. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. júní klukkan 13.
Sigurgeir Sveinsson Dröfn Viðarsdóttir
og ömmubörn
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn,
frændi og vinur,
GÍSLI ÞORLÁKUR JÓNSSON,
Árhóli,
sem lést 27. maí, verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 9. júní
klukkan 13.
Jón Emil Gylfason Sigríður Kristinsdóttir
og fjölskylda
ÞÓRUNN INGÓLFSDÓTTIR
FLYGENRING,
Garðstíg 5, Hafnarfirði,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 26. maí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Starfsfólk Grundar fær alúðarþakkir fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kristín Magnúsdóttir Sigurður Helgason
Ásta Magnúsdóttir Oddur Borgar Björnsson
Okkar elskulega eiginkona og vinur, móðir,
tengdamóðir, amma og dóttir,
KRISTBJÖRG DAGRÚN
ÞORBJARNARDÓTTIR,
Hraunhvammi 2,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 1. júní síðastliðinn í faðmi
fjölskyldu sinnar. Hún verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju föstudaginn 9. júní klukkan
13.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Karítas og Krabbameinsfélagið.
Sigurður Elvar Sigurðsson
Anna Lilja Sigurðardóttir Sæmundur H. Gíslason
Kristín Elva Sigurðardóttir Pétur Valur Pétursson
Esther Ósk Sigurðardóttir Jón Símon Ottósson
barnabörn
Dagrún Kristjánsdóttir