Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
Lávarður bókanna stundaði
ekki bóknám sjálfur en lauk
þó grunnskólanámi auk þess
að vera með meirapróf.
Nú er hann kominn á sex-
tugsaldur og situr á skóla-
bekk til að bæta við sig
menntun. Þrátt fyrir að hafa
ekki margar prófgráður upp
á vasann er Gutierrez þó lík-
lega betur lesinn en margir
langskólagengnir auk þess
sem hann hefur aðstoðað ófá
börn við skólanám.
Á tveimur áratugum hefursorphirðirinn Jose AlbertoGutierrez safnað yfir 25
þúsund bókum sem ella hefðu lent í
ruslinu. Eftir að bókasöfnun Gutier-
rez spurðist út fyrir um fimmtán ár-
um síðan hófu honum að berast
bókagjafir og nú rekur hann ansi
myndarlegt bókasafn út frá heimili
sínu í Nueva Gloria hverfinu í Bó-
gótá.
„Ég tók eftir því að fólk var að
henda bókum í ruslið svo ég fór að
hirða þær,“ segir hin 54 ára gamli
Gutierrez í samtali við AFP frétta-
stofuna um upphaf bókasöfnunar
sinnar.
Gutierrez kláraði aðeins grunn-
skólapróf en hefur nú fengið við-
urnefnið „bókalávarðurinn“ í heima-
landi sínu fyrir að hafa tekist að
koma upp veglegu safni bóka af
ýmsu tagi gegnum starf sitt við
sorphirðu í Bógótá.
Bókasafnið hefur í gegnum tíðina
komið sér vel fyrir skólakrakkana í
hverfinu hans þar sem bækur hafa
oft verið af skornum skammti. For-
eldrar hafa því oft getað leitað til
hans þegar börn þeirra eiga að lesa
tiltekin bókmenntaverk fyrir skól-
ann og fengið lánað úr safninu.
Bókasafnið sem annars hefði far-
ið í ruslið hefur að geyma klassískar
perlur á borð við Litla prinsinn,
Hómerskviður og Veröld Soffíu.
Auk þess leynist í safninu fjöldi
bóka eftir kólumbíska höfundinn
Gabriel Garcia Marquez. Þótt bæk-
urnar komi vissulega úr ruslinu eru
þær alls ekkert rusl.
Boðið á bókamessur
Heil hæð í húsi Gutierrez er nú full
af bókum og hann segist glaður að
geta aðstoðað börn við að nálgast
bækur sem annars væri erfitt að
komast yfir. „Það var skortur á
bókum í okkar hverfi svo ég hef
reynt að hjálpa eins og ég get,“ seg-
ir sorphirðirinn en árið 2000 fór
hann þá leið að opna bókasafnið
formlega fyrir fólk úr hverfinu.
Ekkert gjald er tekið fyrir útlán
bóka og sjálfboðaliðar starfa við
safnið. Vanti eitthvað uppá til að
fjármagna reksturinn greiðir Gu-
tierrez það úr eigin vasa. Auk bók-
anna sem fundist hafa í ruslinu hafa
safninu borist bókagjafir víða að.
Fjölskyldunni hefur meira að segja
verið boðið að sækja bókamessur
víða um landið en eiginkonan, Luz
Mery Gutierrez, og börn þeirra þrjú
takan virkan þátt í utanumhaldi
bóksafnsins sem upphaflega kom
uppúr ruslatunnum borgarinnar.
Vegna hins mikla fjölda bóka
hafði safnið nær sprengt utan af sér
húsnæðið. Fjölskyldan brá því á það
ráð að leggjast í ferðalög með hið
gríðarstóra bókasafn og fer nú
reglulega um landið til að gefa fá-
tæku fólki bækur þar sem mest
þörf er á.
„Það var mamma sem gerði mig
upplýstan um mikilvægi bóka,“ seg-
ir Gutierrez en hún las gjarnan fyr-
ir hann þegar hann var lítill og
hann þakkar henni fyrir ástríðu
sína fyrir bókum og vönduðum bók-
menntum.
Bækur fyrir byssur
Fjölskyldan hefur heimsótt mörg
fátækrahverfi og sveitasamfélög í
Kólumbíu á síðustu árum og gefið
bækur. Safninu berast nú ótal bæk-
ur og segir fjölskyldan að því fleiri
bækur sem þau gefi, því fleiri bæk-
ur berist.
Óskir um bókagjafir berast víða
að og bækur úr þessu merkilega
safni hafa jafnvel nýst við að stilla
til friðar ef svo má segja.
Nýverið kom ósk um bækur frá
einum af meðlimum skæruliða-
hreyfingarinnar FARC en hreyf-
ingin skrifaði á síðasta ári undir
vopnahlé við forseta Kólumbíu.
Í kjölfar friðarsamninganna taldi
einn meðlimurinn rétt að setja sig í
samband við bókalávarðinn og ósk-
aði eftir að fá bækur til að hjálpa
fyrrverandi vígamönnum að mennt-
ast og aðlagast nýju lífi, en alls eru
meðlimir hreyfingarinnar um sjö
þúsund.
„Bækur breyttu mér og ég held
að bækur séu tákn um von fyrir
þessa hópa,“ segir Gutierrez sem
varð við beiðni FARC-liðans og
sendi bækur í þeirri von að það
myndi auðvelda umbreytingu
manna, sem hafa varið mörgum ár-
um í að berjast með byssum, yfir í
venjulegt líf. „Bækur eru tákn um
frið.“
Maðurinn
sem bjargar
bókum
Jose Alberto Gutierrez er sorphirðir í Bógótá,
höfuðborg Kólumbíu. Fyrir 20 árum fann hann
eintak af bókinni Anna Karenina eftir Lev Tolstoj
í sorpinu og líf hans tók nýja stefnu.
AFP
Jose Alberto Gutierrez hefur samviskusamlega tínt heillegar bækur úr ruslinu í tvo áratugi og nú hjálpar hann víga-
mönnum að skipta byssum út fyrir bækur. Aðgangur að bókasafni hans er ókeypis og hann gefur líka mikið af bókum.
Vel lesinn
’
Það var skortur á bókum í okkar hverfi svo ég hef
reynt að hjálpa eins og ég get.
Jose Alberto Guierrez, sorphirðir í Bógótá
ERLENT
EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is
ARGENTÍNA
MENDOZAVarnarmaður knattspyrnuliðs
viðurkenndi í vikunni að hafa stungið mótherja
sína nokkrum sinnum með nál í leik, til að gera
þeim lífið leitt. Hann leikur með smáliði Pacifico
sem mætti Estudiantes úr efstu deild í bikar-
keppninni og eftir óvæntan sigur gortaði hann
af athæfinu í útvarps-
viðtali. Sagði leikmenn
verða að sýna öll
möguleg klókindi til að
knýja fram sigur. Þetta
þykir mikið hneyksli og
forseti Pacifico segir
að leikmaðurinn verði
rekinn frá félaginu!
FRAKKLAND
PARÍSTvær litlar vatnslitamyndir
úr sögunni Litla prinsinum, eftir
Frakkann Antoine de Saint-
Exupery, seldust fyrir liðlega hálfa
milljón evra á uppboði í París á
miðvikudaginn. Það er andvirði
tæpra 60 milljóna króna. Bókin,
sem mörgum þykir mikið til koma,
hefur alls verið seld í 145 milljón-
um eintaka og þýdd á 270 tungumál. Hún kom fyrst út 1943.
HONG KONG
Rúmir 660.000 dollarar – tæpar 70 milljónir íslenskra króna – duga víða til að
kaupa snoturt hús. Ekki er það svo gott í Hong Kong, en upphæðin hefur þó
dugað þar til að kaupa litla íbúð. Markaðurinn er hins vegar orðinn svo galinn,
skv. fréttum, að maður nokkur varði þessari upphæð á dögunum í að kaupa
sér bílastæði í kjallara íbúðabyggingar. Kaupandinn er sagður forstjóri fjár-
festingafélags í Hong Kong en þar á bæ neituðu menn að tjá sig um fréttirnar.
BANDARÍKIN
Skondin niðurstaða kom út úr hluta könnunar sem Nýsköpunarmið-
stöð fyrir mjólkurvörur í Bandaríkjunum lét gera í apríl í tilefni Alþjóða
mjólkurdagsins, sem haldinn var 1. júní. Liðlega þúsund manns, 18 ára og
eldri, tóku þátt og meðal þess sem mesta athygli vakti var að 48% voru
ekki viss um hvaðan kókómjólk væri upprunnin. En 7% þessa fullorðna
fólks taldi sig hins vegar vita að kókómjólk kæmi úr brúnum kúm ...