Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 22
Rabarbarinn er nú í blóma og mér finnst alltaf fyrstauppskeran best,“ segir Marentza og gefur blaða-manni dýrindis rabarbaradrykk. „Það er óendan- lega hægt að nota rabarbara, eins og í salat, pæ og sultur.“ Margir fastagestir Tuttugu ár eru liðin frá því að Marentza opnaði Flóruna. „Þetta hefur vaxið af sjálfu sér. Ef maður stendur sig vel þá spyrst það út og það er betra en nokkur auglýsing,“ segir hún. Inni í gróðurhúsinu er notalegt að vera. Marentza segir Flóruna ekki einungis vera veitingastað heldur einnig plöntusafn. „Það eru margir sem fara héðan með góðar hugmyndir, bæði hvað varðar mat og plöntur.“ Opið er frá maí og út september og er Flóran því sum- arstaður. „Viðskiptavinir eru flestir Íslendingar og finnst þeim gott að koma hingað af því þetta er aðeins út úr. Það hefur alla tíð verið nóg að gera og margir bíða eftir að maður opni 1. maí,“ segir hún og bætir við að margir fastagestanna búi í nágrenninu. Smurbrauðið alltaf vinsælt Maturinn hjá Marentzu er ferskur og lífrænn og margt af því sem boðið er upp á er ræktað á staðnum. Marentza hefur líka gaman af því að skreyta réttina með ætum blómum. Marentza segir matseðilinn fjölbreyttann og eitthvað við allra hæfi. „Við erum alltaf með vegan súpu og með smurbrauð dagsins, af því að það er mitt sérsvið. Svo eru daglega þrjú salöt í boði og þar af er alltaf kjúklinga- salat sem hefur verið á matseðlinum frá upphafi. Sumt verður bara að fá að vera alltaf eins, líkt og með vöfflurnar á Mokka. Svo er líka „pulled pork“ fyrir karlana og græn- metisbökur ýmiskonar. Smurbrauðið er alveg svakalega vinsælt ásamt kjúklingasalatinu,“ segir Marentza. Marentza Poulsen skreytir gjarnan matinn með ætum blómum. Morgunblaðið/Ásdís Blómlegur matur í tvo áratugi Veitingastaðurinn Flóran í grasagarðinum í Laugardalnum er tutt- ugu ára á árinu. Marentza Poulsen stendur þar enn vaktina og nýtur þess að skapa nýja og fallega rétti úr lífrænu og fersku hráefni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is FETAOSTSKREM 100 g fetaostur, ekki í olíu 50 g rjómaostur Hrærið vel saman og smakkið til með salti og pipar. Einn- ig er gott að bæta ferskum krydd- jurtum saman við eftir smekk. BALSAMIK- BAKAÐAR RAUÐRÓFUR 1 rauðrófa smá olía smá balsamik smá hunang salt og pipar ferskt rósmarín Skrælið rauðróf- una og skerið í bita. Setjið olíu, balsam- ikedik, smá hun- ang, salt, pipar og ferskt rósmarín í eldfast mót. Setjið rauðrófuna í mótið og blandið vel sam- an við olíublönduna og bakið við 170°C í 20 mínútur eða þar til rauðrófan er farin að mýkjast. Fetaostskremi er sprautað á brauð- ið, rauðrófu- sneiðum er raðað fallega ofan á osta- kremið og síðan skreytt með dilli, radísum og ætum blómum, til dæmis fjólum eða morg- unfrú. Smurbrauð með rauð- rófum og fetaostskremi MATUR Ef þú átt afgangs sósu er gott að hella henni í ísmolabakka og frysta.Þá er hægt að taka út smá í einu ef þú ætlar að fá þér miðnætursnarl. Einn moli af sósu passar vel á brauðsneið með kjötáleggi og eggi. Ísmolabakki nýtist vel 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017 Rabarbaralímonaði 1,5 kg af rabarbara (fínskorinn) 1 l af vatni 3 sítrónur sítrónubörkur af 3 sítrónum (í bitum, ekki rifinn) 5 cm af engifer (skorið og rifið) 0,5 kg af sykri Blandið saman vatni, sykri, sí- trónu, sítrónuberki, rabarbara og engifer. Hitið fram að suðu og leyfið því að malla í 20 mín- útur, þar til það tekur á sig fal- legan bleikan lit. Sigtið í fín- gerðu sigti og hitið aftur upp að suðumarki. Leyfið því svo að kólna, bætið við meiri sí- trónu og sykri ef þörf er á. Berið fram með sódavatni og klaka. 2 skornar rabarbarastangir, skornar í þunnar sneiðar ½ tsk af chili-flögum ½ bolli af vatni 2 msk af sykri Blandið saman sykri, chili og vatni. Hitið upp að suðu og leyfið því að malla þangað til að það breytist í sýróp. Setjið rabarbara út í 30 sek og takið svo upp úr og leyfið að þorna. TAHINI-DRESSING 2 tsk tahini 4 tsk ólífuolía 1 tsk hunang 1 tsk sítrónusafi salt og pipar SALATIÐ 1 kúrbítur (þunnskorinn) 1 salathaus (baby gem) rukóla-salat radísa, skorið þunnt mangó, skorið í fína strimla pomegranate-fræ sesam-fræ pecan-hnetur, muldar rabarbari (sjá að ofan) Blandið rukóla-salati, „baby gem“-salati og dressingu saman. Hafið „baby gem“-salatið neðst og blandið svo öllu hinu saman og setjið yfir. Setjið að lokum hnet- urnar og fræin og kannski smá meiri dressingu. Salat með rabarbara og tahini-dressingu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.