Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Síða 29
Götuhorn við Via Stabiane.
hafa verið gerðar. Fiorelli varð sama ár einnig forstjóri
Fornleifasafns Napolíborgar, en þangað voru fluttir
verðmætustu munirnir frá Pompei.
2,5 milljónir ferðamanna til Pompei á ári
Rústirnar í Pompei gefa fornleifafræðingum einstakt
tækifæri til að rannsaka lifnaðarhætti hinna fornu róm-
verja. Mikið af mósaík, veggmyndum, leirmunum og
styttum hefur varðveist furðu vel. Búið er að grafa upp
um 45 hektara af þeim 66 hekturum sem talið er að borg-
in hafi verið þegar hún grófst undir, en áætlað er að íbú-
ar hafi verið um 11.000 manns. Árlega flæða meira en
tvær og hálf milljón ferðamanna um Pompei og fjölgar
þeim sífellt. Stór hluti svæðisins er lokaður almenningi
vegna verndunar og viðgerða. Rústirnar í Herculaneum
og Stabiae eru einnig opnar fyrir ferðamenn.
Undirritaður tók lestina frá Róm til Napoli Centrale,
um tveggja tíma ferð. Í næstu byggingu við Napoli Cent-
rale er Stazione Napoli Piazza Garibaldi, en þaðan legg-
ur af stað héraðslestin Circumvesuviana sem gengur
milli Napolí og Sorrento. Lestin sú var troðfull og stopp-
ar víða, en stansar bæði við Herculaneum (Ercolano
Scavi) og Pompei (Pompei Scavi). Dagsferð til Pompei er
alveg sérstök upplifun, en 2 dagar væru betri. Fyrir þá
sem hyggja á svona rústaskoðun er gott að hafa í huga að
vera vel skóaður.
Mósaíkmynd sem táknar orrustu Alexanders mikla við Dareius
Persakonung. Hér er eftirmynd. Frummyndin er í fornleifasafn-
inu í Napolí, Museo Archeologico Nazionale di Napoli.
Granai del Foro, korngeymsla borgarinnar, hefur verið yfirbyggð og hýsir nú
mikið af þeim lausamunum sem fundist hafa í rústunum.
Horft eftir Via di Mercurio. Fremst er Arco di
Caligola, sigurbogi til heiðurs hinum skelfilega
keisara Kaligula sem ríkti á árunum 37-41.
Í baðhúsinu Terme del Foro. Á veggjum voru myndir af
sjávarlífverum, en þær eru verulega farnar að láta á sjá.
Fólk sem grófst undir í gosinu skildi eftir holrúm í storknuðum gosefnunum
þegar líkin eyddust í tímans rás. Giuseppe Fiorelli hóf að gera afsteypur með
því að dæla gifsblöndu inn í holrúmin.
Casa del Poeta Tragico. Í húsi hins harmþrungna skálds eru
veggmyndir furðu heillegar eftir 2.000 ár. En allt liggur undir
skemmdum eftir að raki og súrefni komst að listaverkunum.
Horft í átt til eldfjallsins frá Via delle Scuole. Vesúvíus
blasir ógnandi við í 8 km fjarlægð. Eftir hamfarirnar miklu
árið 79 hefur gosið nokkrum sinnum, síðast 1944.
18.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104
Full búð af
NÝJUMVÖRUM
Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani