Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 6

Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir við lagningu há- spennulína frá Þeistareykjavirkjun til iðnaðarsvæðisins á Bakka og til Kröflu eru nú í hámarki. Unnið er að slóðagerð og gerð undirstaða á síð- ustu köflunum og á allri línuleiðinni er verið að setja saman möstur og reisa. Í gær var síðan byrjað að hengja einangrara á háspennu- möstrin og draga vír á þau. Meira liggur á að tengja virkjun- ina við Kröflu en Bakka því ekki er hægt að hefja prófanir á vélum Þeistareykjavirkjunar fyrr en hún hefur verið tengd við meginflutn- ingskerfi landsins. Þrátt fyrir allar tafirnar eru framkvæmdir við þá línu aðeins mánuði eða einum og hálfum á eftir áætlun. Landsvirkjun féllst á að fresta prófunum frá áætl- uðum tíma en ljóst er að ekki má neitt óvænt gerast á síðustu metrun- um til þess að þær áætlanir standist. „Við erum að vinna í kappi við tím- ann. Eins og staðan er núna virð- umst við ætla að ná að koma línunni í rekstur á réttum tíma, þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við höfum ver- ið að glíma við,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Lands- nets. Meira liggur á Kröflulínu Búið er að reisa allflest háspennu- möstur Kröflulínu 4, fyrir utan syðsta kaflann, í landi Reykjahlíðar sem mestu deilurnar hafa staðið um. Verktakar hófu í gær vinnu við að hengja einangrara og útdráttarhjól á möstrin. Það er fyrsti undirbún- ingur þess að strengja leiðarana (vírana) á milli mastranna og spennusetja línuna. Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri hjá Landsneti, segir að þetta sé vanda- verk. Leiðararnir megi ekki snerta jörðu því þá sé hætta að þeir rispist og skemmist. Vegslóðinn er kominn í gegnum Leirhnjúkshraun og langleiðina í gegnum land Reykjahlíðar. Jafn- framt er grafið fyrir undirstöðum þar. Þórarinn segir stefnt að því að ljúka undirstöðum í byrjun ágúst og þá verði hægt að reisa möstrin og strengja línuna. Stefnt sé að því að spennusetja Kröflulínu 4 í byrjun september og þá verði hægt að hefja prófanir á Þeistareykjavirkjun. Ekki liggur eins mikið á að ljúka uppsetningu Þeistareykjalínu 1 sem tengir virkjunina við iðnaðarsvæðið á Bakka og Húsavík. Rúmur helm- ingur af framleiðslu virkjunarinnar fer til kísilvers PCC. Verið er að reisa möstur í þeirri línu og ljúka undirstöðum næst Þeistareykjum. Stefnt er að því að spennusetja lín- una í október, vel tímanlega fyrir gangsetningu kísilversins sem áformuð er í desember. Háspennumöstrin eru mikil mannvirki. Samt er ótrúlega létt yfir þeim í landslaginu, þar sem þau sjást í röð, að vísu án víranna. Þriðja framkvæmdin er bygging þriggja tengivirkja (spennistöðva), á Bakka, Þeistareykjum og í Kröflu. Þau eru yfirbyggð. Guðmundur Ingi segir að það hafi reynst hagkvæmari kostur, þegar heildarmyndin var skoðuð, en að hafa þau undir beru loft, óvarin fyrir veðrum. Þótt stofn- kostnaður sé meiri við yfirbyggðar stöðvar dragi það fyrirkomulag úr skemmdum og kostnaði og auki rekstraröryggi flutningskerfisins. „Þetta er einnig útlitsmál. Við viljum hafa tengivirkin í fallegum húsum,“ segir Guðmundur. Byrjað að draga víra á möstur  Framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Þeistareykjavirkjun í hámarki  Unnið í kappi við tímann á deilulandi Reykjahlíðar  Þeistareykjavirkjun tengd við landskerfið í byrjun september Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reising Starfsmenn verktaka reisa nyrsta háspennumastur Þeistareykjalínu, það sem næst er tengivirkinu við Bakka. Verksmiðjuhús PCC sést í baksýn. „Mér finnst vel hafa tekist til. Menn gera sitt allra besta til að fella slóðana að landinu og reyna að hafa eins lítið rask og hægt er,“ segir Guðmundur Ingi Ás- mundsson, forstjóri Landsnets, í skoðunarferð um Leirhnjúkshraun í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit í fyrradag. Deilur og málaferli hafa verið um lagningu háspennulínu þar um. Eftir að Landsnet fékk loks umráð yfir landi undir slóða og línu eftir málaferli við Landvernd og tvo land- eigendur hófst undirbúningur fyrir lagningu Kröflu- línu 4 á þessum stað af fullum krafti. Lagður hefur verið línuslóði í gegnum hraunið og verið er að grafa fyrir möstrum. Lega slóðans er ákveðin í sameiningu af fulltrúum Landsnets og Umhverfisstofnunar og verktakinn og jafnvel einstaka landeigendur leggja einnig gott til. Meðal annars er haft í huga að hann sjáist lítið eða alls ekki frá viðkomustöðum ferðafólks í nágrenninu. Guðmundur segir að reynt verði að vanda frágang eftir að línan hefur verið lögð og gerð verði umhverf- isúttekt í lokin til að fá álit hagsmunaaðila á því hvort eitthvað megi gera betur. „Við vöndum okkur eins vel og við getum,“ segir Guðmundur. Tenging Þeistareykjavirkjunar við Kröflu og þar með flutningskerfi landsins er mikilvæg fyrir Lands- virkjun. Framkvæmdinni á deilukaflanum í landi Reykjahlíðar hefur seinkað mikið vegna málaferlanna. Guðmundur Ingi segir að tafirnar og málaferlin hafi einnig kostað Landsnet talsverða fjármuni. Ákveðnir angar í deilumálunum eru þó enn óútkljáðir fyrir dóm- stólum og í stjórnkerfinu. Vöndum okkur eins og við getum VEGUR UM LEIRHNJÚKSHRAUN Í Leirhnjúkshrauni Þórarinn Bjarnason, Guð- mundur Ingi Ásmundsson og Árni Jón Elíasson í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið. Þrætuland Gamli Landsvirkjunarslóðinn liggur inn í Leirhnjúkshraun. Í framhaldi af honum leggur Landsnet sinn slóða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.