Morgunblaðið - 07.07.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.07.2017, Qupperneq 10
Samfélag við hungurmörk Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fornleifafræðingar ljúka í þessari viku uppgreftri í fornum kirkjugarði við bæinn Keflavík í Hegra- nesi í Skagafirði. Þetta er þriðja sumarið sem rannsóknir þar fara fram, en á undanförnum ár- um hefur verið grafið í þremur kirkjugörðum heima við bæi í Skagafirði, auk þess sem um- fangsminni rannsóknir hafa verið gerðar á öðrum stöðum. Segja má að niðurstöður þessara rann- sókna séu allar í sömu áttina, það er að á 11. öld var ungbarnadauði var algengur, meðalaldur lág- ur og erfiðisvinna hlutskipti flestra eins og sést á miklum vöðvafestingum þeirra beinagrinda sem fundist hafa. Tennur í beinagrindum sem fundist hafa benda jafnframt til að fólk hafi stundum liðið fæðuskort. Hringlaga veggur og kirkja í miðju „Mér hefur fundist þessi rannsókn mjög árang- ursrík og hér í Keflavík hefur margt óvænt komið fram,“ segir Guðný Zoëga, fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagafjarðar. Starf þetta er hluti af Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsókninni sem ýtt var úr vör árið 2015 sem þriggja ára sam- starfsverkefni byggðasafnsins og UMASS- háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Rannsóknin hefur að markmiði að kanna tengsl landnáms, byggðaþróunar og kirkjusögu í Hegranesi og eru styrktar af Fornminjasjóði og bandaríska rann- sóknarráðinu. Undir merkjum rannsóknarinnar hefur einnig verið grafinn samtíða heimiliskirkjugarður á Stóru-Seylu á Langholti en áratug fyrr hafði sams konar garður fundist við framkvæmdir og verið grafinn í Keldudal í Hegranesi. Á þessum tveimur stöðum svo og í Keflavík eru megin- drættirnir þó alltaf hinir sömu; innan hlaðins hringlaga torfveggs er kirkjugarður 15-17 í þver- mál og lítil kirkja í honum miðjum. 130 heimakirkjugarðar í Skagafirði Öskulög og önnur kennimörk benda til þess að jarðsett hafi verið í heimakirkjugörðunum í Skagafirði frá því um árið 1000 fram yfir 1100. Þegar þar var komið sögu lögðust kirkjugarðar þessir, sem jafnvel voru á hverjum bæ, af og farið var að jarðsetja látna í formlegum kirkjugörðum. „Árið 1100 var heil öld liðin frá því kristni var lög- tekin á Íslandi og kirkjan þar með orðin sterkari stofnun í samfélaginu. Það væntanlega skýrir að greftrun fluttist heiman frá bæjum,“ segir Guðný Zoëga. Alls eru heimakirkjugarðar í Skagafirði frá fyrri öldum taldir vera um 130, en 15 af þeim hafa verið rannsakaðir. Fimm ár eru síðan kirkjugarð- urinn í Keflavík fannst, en það var þegar starfs- menn RARIK voru að plægja niður jarðstreng í heimatúninu. Í því túni sést líka djarfa fyrir útlín- um víkingaaldarskála. Skálinn gæti tengst kirkju- garðinum, sem í hafa fundist beinagrindur 39 ein- staklinga. Talið er að sjö til viðbótar séu í garðinum sem allur hefur verið skimaður með jarðsjám en myndir úr þeim hafa skilað mörgu áhugaverðu. Afla upplýsinga um daglegt líf og heilsu Af þeim beinagrindum sem fundist hafa í Kefla- vík er helmingurinn af ungabörnum sem flest náðu ekki eins árs aldri. Ungbarnadauðinn dreg- ur meðalaldur fólks sem þar hvílir mjög niður, en margir náðu þó sextugu eða urðu jafnvel eldri. „Tennur og bein geta líka sagt okkur mikið um líf fólks, í Skagafirði ráðum við af þeim að þetta samfélag hafi stundum verið nærri hungur- mörkum en að almennt hafi lífsskilyrði verið vel viðunandi. Svo höfum við fundið ýmsar athyglis- verðan grafarumbúnað. Til dæmis hafa steinar verið lagðir til á margvíslegan hátt bæði ofan á og í gröfum. Allt er þetta forvitnilegt með tilliti til þess að við erum að afla frum upplýsinga um dag- legt líf og heilsu fólks á 11. öld,“ segir Guðný sem í Keflavík starfar með fjórum fornleifafræð- ingum, tveimur íslenskum og tveimur Banda- ríkjamönnum. Frekari rannsóknir hefjast svo í næstu viku í Hegranesi og þá verða 20 manns við störf.  Rannsaka kirkjugarð í Keflavík í Hegranesi í Skagafirði  Tugir grafa frá 11. öld  Fæðuskortur og erfiði  Skimað með jarðsjá  Útlínur víkingaaldarskála Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hegranes Guðný Zoëga með þarfaþingið múrskeiðina og kirkjugarð, vettvang rannsóknar, í baksýn. Rannsókn Margrét Hallmundsdóttir fornleifa- fræðingur við beinagrind sem fannst í moldinni. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Poulsen ehf. | Skeifan 2 | IS-108 Reykjavík | 530 5900 | poulsen.is BREMSUHLUTIR MINTEX Lögreglumaður hefur verið dæmd- ur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á fanga í fanga- geymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í maí á síðasta ári og náðist á myndband. Lög- reglumaðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið offari í starfi og ekki gætt lögmætra aðferða auk þess að hafa ráðist á fangann og veitt hon- um áverka. Atlagan var að mati hér- aðsdóms tilefnislaus og ekkert í fari fangans gaf tilefni til hennar. Fang- inn var bundinn og varnarlaus í höndum lögreglumannsins og á myndbandi sést að hann reyndi ekki að veita mótspyrnu á nokkurn hátt. Lögreglumaður dæmdur í fangelsi Icelandair flutti 488 þúsund far- þega í júnímánuði en það er 13% aukning frá sama mánuði í fyrra. Framboðsaukning nam 11% en auk þess batnaði sætanýting fyrirtæk- isins og var 85,4% samanborið við 83,7% í fyrra. Þá fjölgaði farþegum Air Iceland Connect (Flugfélags Íslands) um 9% en 33.145 farþegar ferðuðust með félaginu í júní. Var sætanýting svipuð og í fyrra eða um 67%. Seldum gistinóttum félagsins fjölgaði um 5% og voru rúmar 40.000. Á sama tíma fjölgaði fram- boðnum gistinóttum um 11% og því ljóst að herbergjanýting var minni en í júní í fyrra. Fluttu hálfa milljón far- þega í júní Morgunblaðið/Ernir Icelandair Betri sætanýting í júní. Önnur vindmylla fyrirtækisins Bio- kraft í Þykkvabæ brann til kaldra kola í gær. Eldsupptök eru enn ókunn en Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft, útilokar ekki að eldingu hafi slegið niður í mótor- húsið. Fyrir viku fór fram reglu- bundin skoðun á vindmyllunum. Steingrímur segir tjónið hlaupa á tugum milljóna en hann er tryggð- ar fyrir tjóni sem þessu. Þrjú ár eru síðan myllurnar voru reistar, en þær voru keyptar notaðar frá Þýskalandi. agunnar@mbl.is Útilokar ekki eldingu Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.