Morgunblaðið - 07.07.2017, Page 12

Morgunblaðið - 07.07.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is F yrir okkur snýst þetta rosalega mikið um að gera íslenska landbún- aðinum hærra undir höfði. Okkur finnst við vera svolítið aftarlega á merinni, samanborið við sjávarútveginn,“ segir Hildur Þóra Magnúsdóttir sem árið 2015 stofnaði skagfirska sprotafyrirtækið Pure Natura sem keppir um þessar mundir um Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn. Um er að ræða matvælaverðlaun sem bændasamtök á Norðurlönd- unum standa að í samvinnu við nor- rænu ráðherranefndina. Pure Nat- ura keppir í flokknum matvælafrumkvöðull Norður- landanna 2017 en fyrirtækið fram- leiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat og kirtlum úr ís- lenskum lömbum, villtum jurtum og grænmeti. En hvernig skyldi þetta hafa byrjað? „Ég sendi tillögu inn í hug- myndasamkeppni um þurrkun og nýtingu skjaldkirtla sláturdýra. Ég vann þá keppni og þá kom fyrsti styrkurinn. Í kjölfarið sótti ég um og fékk fleiri styrki til þess að rann- saka þetta viðfangsefni.“ Hildur fór síðar á námskeið hjá Sigríði Ævarsdóttur og við það fóru hjólin að snúast. „Ég fékk hana til liðs við mig því hún hefur þekk- inguna á bak við allar vörurnar og býr til blöndurnar. Við lentum fyrst á hindrun sem við komumst ekki yf- ir varðandi hráefni þannig að við stigum eitt skref aftur á bak og hugsuðum upp á nýtt, hvernig við Langar að nýta skepnuna alla betur Hildur Þóra Magnúsdóttir er eigandi sprotafyrirtækisins Pure Natura sem nú keppir fyrir Íslands hönd um ein stærstu matvælaverðlaun Norðurlandanna, Embluverðlaunin. Fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat úr íslenskum lömbum. Ekkert annað fyrirtæki í Evrópu er með slíka starfsemi. Frumkvöðull Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins. Sauðfé Pure Natura framleiðir matvæli úr innmat úr íslenskum lömbum. Listakonurnar Margrét Jónsdóttir listmálari og Arna Gná Gunnarsdóttir munu opna myndlistarsýninguna Blóðbönd í Grafíksalnum, Tryggva- götu 17, n.k laugardag 8. júlí. Á sýn- ingunni verða sýnd málverk eftir þær Margréti og Örnu sem unnin eru á pappír og skúlptúra, unna úr mjúku efni. Listakonurnar, sem starfa bæði á Íslandi og í Frakklandi, vinna út frá hefðum og gömlu handverki. Mun sýningin standa yfir frá 8. júlí til 23. júlí og verður opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðu sýningarinnar. Málverk og skúlptúrar verða til sýnis í júlímánuði Blóðbönd í Grafíksalnum Morgunblaðið/Kristinn Listakona Arna Gná er önnur þeirra sem mun sýna í Grafíksalnum. Nýjar rannsóknir virðast benda til þess að karlmenn sem eignast börn síðar á lífsleiðinni eru líklegri til þess að eignast gáfaða syni. Þetta kemur fram á vef BBC. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að synir eldri feðra voru einbeittari og þóttu síður lík- legir til þess að láta það angra sig ef þeir féllu ekki inn í ákveðinn hóp. Athygli vakti að aldur mæðra virtist ekki skipta máli. Þá náðu niðurstöð- urnar ekki yfir dætur eldri feðra. Rannsóknin náði til 15 þúsund tví- bura sem flestir voru 12 ára gamlir. Horft var til greindarvísitölu þeirra, getu til þess að einbeita sér og fé- lagslegra þátta. Allan Pacey, prófessor við háskól- ann í Sheffeld, segir þó að fólk sem ætli sér að eignast börn, eigi ekki að bíða með það til þess að auka líkurnar á því að eignast gáfuð börn. „Það fylgir því viss áhætta að bíða með barneignir. Aukin hætta á fósturláti, erfiðleikar við að geta barn, erfðagallar í börnum og fleira slíkt,“ sagði Pacey. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar Eldri feður taldir líklegri til að eignast gáfaða syni Reuters Faðir Woody Allen er einn af þeim sem hafa eignast börn seint á lífsleiðinni. Sumar 2017 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga frá 10-18 Það tekur enga stund að rétta nágrönnum okkar og vinum á Grænlandi hjálparhönd. Hringdu í 907 2003 og leggðu til 2.500 krónur í hjálparstarfið. Söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334-26-056200, kennitala 450670-0499.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.