Morgunblaðið - 07.07.2017, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ríkissaksóknari hefur lagt til við
Jón Gunnarsson samgönguráð-
herra að sekt fyrir að tala í farsíma
undir stýri án þess að nota hand-
frjálsan búnað verði áttfölduð; fari
úr fimm þúsund krónum í 40 þús-
und.
Mjög áhugavert mál
Samgönguráðherra var í gær
spurður hvernig honum litist á til-
lögu ríkissaksóknara: „Það er rétt,
þetta erindi frá ríkissaksóknara
hefur borist samgönguráðuneyt-
inu,“ sagði Jón, „og nú er ég á leið-
inni í ráðuneytið. Þetta er eitt af
því sem ég mun skoða með mínu
fólki nú á næstu dögum.
Mér finnst þetta mjög áhugavert
mál og eins og kemur fram í frétt-
inni hjá ykkur í dag er munurinn á
sektarupphæðunum hér og í þeim
löndum Evrópu sem eru með
hæstu sektirnar sláandi. Í Eistlandi
tæpar 50 þúsund krónur en hér á
landi fimm þúsund krónur. Það er
örugglega tímabært að endurskoða
þessa sektarupphæð, ekki síst í
ljósi þess að hún hefur verið svo
lengi óbreytt og er ekki talin virka
í dag. Ég á ekki von á að afgreiðsla
þessa máls í ráðuneytinu taki lang-
an tíma,“ sagði samgönguráðherra.
Spyrja hvar athyglin
hafi verið
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri umferðardeildar lögregl-
unnar, var í gær spurður hvort lög-
reglan gæti gert farsíma upptæka
og kannað notkunina ef ökumaður
sem veldur slysi er grunaður um að
hafa verið að tala í farsímann þeg-
ar slysið varð:
„Nei, við grípum ekki til svo rót-
tækra aðgerða. Umferðardeild
rannsakar ekki árekstra eða um-
ferðarslys, heldur eru það lögreglu-
stöðvarnar og lögreglufulltrúar þar
sem fara með rannsókn mála. Vit-
anlega spyrja lögreglumenn á vett-
vangi hvar athygli ökumanna hafi
verið þegar slysið varð. Sumir við-
urkenna að hafa verið í símanum,
en aðrir ekki,“ sagði Guðbrandur.
„Forvarnargildi sektarinnar fyrir
að tala í síma undir stýri án hand-
frjáls búnaðar er nánast ekkert.
Sektin þarf að vera það há að hún
hafi einhver forvarnaráhrif,“ sagði
Guðbrandur.
Hann sagði að lögreglan hefði
gert tillögur um hækkun þessara
sekta og fleiri. „Mér sýnist sem
ríkissaksóknari hafi horft til okkar
tillögu þegar hún gerði tillögu sína
til samgönguráðherra,“ sagði Guð-
brandur.
Tímabært að
endurskoða
sektina
Segir muninn á sektum hér vegna
farsímanotkunar og í Evrópu sláandi
Jón
Gunnarsson
Guðbrandur
Sigurðsson
Thinkstock
Hætta Til stendur að hækka sekt
fyrir notkun farsíma við akstur.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mlb.is
Viðræður um sameiningu sveitar-
félaga á Norðvesturlandi hefjast
um miðjan mánuðinn að sögn Sig-
ríðar Svavarsdóttur, forseta
sveitarstjórnar sveitarfélagsins
Skagafjarðar. „Málið er á því stigi
núna að við ætlum að hefja form-
legar viðræður við Skagabyggð
um sameiningu og höfum boðið
öllum sveitarfélögum á Norðvest-
urlandi að koma inn í viðræð-
urnar,“ segir Sigríður en tekin var
ákvörðun á fundi byggðarráðs
Skagafjarðar í gær um að hefja
formlegar viðræður en hingað til
hafa farið fram óformlegar við-
ræður milli Skagafjarðar og
Skagabyggðar.
„Enn sem komið er hefur aðeins
Akrahreppur lýst yfir vilja til að
taka þátt í umræðunum ásamt
okkur og Skagabyggð en við von-
um að fleiri sveitarfélög á svæðinu
komi að viðræðunum.“
Blönduós alltaf til í viðræður
Guðmundur Haukur Jak-
obsson, oddviti byggðarráðs
Blönduósbæjar, segir íbúa á
Blönduósi alltaf tilbúna til við-
ræðna um sameiningu en telur
rétt að sveitarfélögin í Austur-
Húnavatnssýslu ræði fyrst á
sameiginlegum fundi um erindi
Skagafjarðar.
„Byggðarráðið er hlynnt samein-
ingu sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra. Það er að mínu mati bæði
skynsamlegt og nauðsynlegt að
fækka sveitarfélögum á svæðinu,“
segir Guðmundur og bendir á að
bara í Austur-Húnavatnssýslu séu
reknir þrír skólar, þrír leikskólar
og sveitarstjórnarmenn séu alls 24
talsins.
„Ef þetta væri fyrirtæki hugsa
ég að menn væru fyrir lifandis
löngu búnir að hagræða. Samein-
ing þýðir hvort tveggja hagræð-
ing en einnig styrking fyrir svæð-
ið. Stærra og öflugra sveitarfélag
er meira gildandi og betur í
stakk búið til að takast á við erfið
verkefni.“
Fyrr í þessum mánuði fjallaði
Morgunblaðið um vægi landshluta
eftir íbúafjölda og kom þar fram að
hlutfall Vestfjarða af íbúafjölda
landsins hefur lækkað úr 7,8% árið
1950 í 2% á þessu ári og að sama
skapi hefur hlutfall Norðurlands
vestra af íbúafjöldanum lækkað úr
7,2% 1950 í 2,1% árið 2017.
Verðum að ákveða hvort
sótt verður fram eða ekki
Guðmundur segir lítið upp úr
því að hafa að einblína á neikvæða
þætti eins og fólksfækkun eða
hlutfall íbúa svæðisins af heildar-
íbúafjölda landsins.
„Ég flutti hingað á Blönduós
árið 2007 og rek mitt eigið fyr-
irtæki. Sveitarfélagið er ekkert
annað en fólkið sem býr hér og
starfar. Við verðum að fara að
ákveða hvort sótt verður fram
eða ekki. Hvort við viljum við-
halda byggð í smærri byggð-
arlögum landsins. Sameining
styrkir svæðið allt og gerir okkur
mögulegt að byggja upp og gera
okkur gildandi.“
Alls búa 7.156 einstaklingar á
Norðurlandi vestra. Sveitarfélagið
Skagafjörður er fjölmennasta
sveitarfélag svæðisins með 3.932
íbúa en Skagabyggð það fámenn-
asta með 101 íbúa. Á Blönduósi
búa 866.
Vilja sameina Norðurland vestra
Sveitarfélagið Skagafjörður býður öllum sveitarfélögum svæðisins til viðræðna um sameiningu
Norðurland vestra - Sveitarfélög
Íbúafjöldi
Akrahreppur 196
Blönduósbær 866
Húnaþing vestra 1174
Húnavatnshreppur 408
Skagabyggð 101
Sveitarf. Skagafjörður 3.932
Sveitarf. Skagaströnd 479
Alls 7.156
Meta þarf betur viðhorf íbúa
Skeiða- og Gnúpverjahrepps til
Hvammsvirkjunar að sögn Björg-
vins Skafta Bjarnasonar, oddvita
sveitarfélagsins.
„Í matsskýrslu sem lögð var
fram á síðasta fundi sveitar-
stjórnar um áhrif Hvammsvirkj-
unar á ferðaþjónustu, útivist,
ásýnd og samfélag er niðurstaðan
óverulega neikvæð með tilliti til
áhrifa á ferðaþjónustu og útivist
og talsvert neikvæð til áhrifa á
landslag og ásýnd lands,“ segir
Björgvin og bendir jafnframt á
að spurningar um áhrif virkjun-
arinnar hafi verið óeðlilega
tengdar fyrirhugaðri brúarfram-
kvæmd rétt hjá Árnesi.
„Aðskilja verður annars vegar
nauðsynlega brúarframkvæmd og
hins vegar fyrirhugaða virkjunar-
framkvæmd. Þó svo brúin komi
eitthvað fyrr ef verður af virkj-
unarframkvæmdum er ljóst að
ein og sér eru áhrif hennar mjög
jákvæð á ferðaþjónustu á svæð-
inu, mannlíf og verslun. Það má
ekki nota brúna til að hafa áhrif
á afstöðu manna til virkjunar.“
Engar tekjur af virkjun
Hvammsvirkjun verður efsta
virkjunin í Neðri-Þjórsá og er
áætlað að hún verði um 95 mega-
vött. Fyrir eru sex virkjanir á
vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár.
Björgvin segir mikilvægt að
skoða vel áhrif virkjunarinnar á
Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sér-
staklega í ljósi þess að sveitarfé-
lagið nýtur engra tekna af virkj-
uninni.
„Virkjunin mun blasa við og
hafa mikil áhrif á útsýni frá okk-
ur séð en hefur minni áhrif á ná-
granna okkar hinum megin við
ána. Þar sem stöðvarhúsið verður
austanmegin við ána renna allar
tekjur til Rangárþings ytra.“
Í bókun sem samþykkt var
samhljóða á síðasta fundi Skeiða-
og Gnúpverjahrepps segir að það
sé mat sveitarstjórnar að skoða
betur mótvægisaðgerðir áður en
lengra er haldið. Einnig segir að
sveitarstjórnin telji ekki eðlilegt
að leggja tilkomu brúar við virkj-
anaáform til grundvallar í spurn-
ingakönnun. vilhjalmur@mbl.is
Endurmeta þarf áhrif virkjunar