Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Side 2

Víkurfréttir - 23.10.2003, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ V A R N A R S T Ö Ð I N Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I : ➤ AT V I N N U U P P B Y G G I N G : Tíð barnslát á Keflavíkurflug- velli vekja upp spurningar Ádögunum voru fulltrúar japönsku fyrir-tækjanna Japan Capacitor Industrial ogNippon Light Metal hér á landi að skoða hugsanlega staði fyrir álþynnuverksmiðju sem fyrirtækin hafa áform um að reisa í sameiningu. Meðal þeirra staða sem fulltrúar fyrirtækjanna skoðuðu var Helguvík, en einnig var skoðuð að- staða í Straumsvík og Rangárvöllum við Akur- eyri. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun ákvörðun fyrirtækjanna liggja fyrir um áramót, en einnig er verið að skoða möguleika á byggingu verksmiðj- unnar í Kína. Talið er að stofnkostnaður við að reisa verksmiðju af þessu tagi sé fjórir til fimm milljarðar og er orku- þörf miðað við full afköst um 45 MW. Undir starf- semina þyrfti 60 þúsund fermetra lóð og er talið að við verksmiðjuna muni starfa á milli 50 til 60 manns. Álþynnur sem framleiddar eru í slíkri verksmiðju eru notaðar í svokallaða rafeindaþétta sem eru í öll- um rafmagnsvörum. Álþynnurnar eru svipaðar við- komu og álpappír, en nokkuð þykkari og verða þær fluttar úr landi til Kína eða Japan til frekari vinnslu verði af áformum um byggingu slíkrar verksmiðju hér á landi. Frá því í febrúar á þessuári hafa fimm börnvarnarliðsmanna látist í móðurkviði eða strax eftir fyr- irtímafæðingu. Eitt barnið fæddist fyrir tímann eftir að- eins 23 vikna meðgöngu, tvö létust í móðurkviði eftir 25 og 32 vikna meðgöngu og tvíbur- ar fæddust 12 vikum fyrir tím- ann og létust á spítala í Reykja- vík. Læknar sem Víkurfréttir hafa rætt við segja að tíðni fyr- irburafæðinga innan Varnar- liðsins undanfarið sé mikið áhyggjuefni og tilefni til frekari rannsókna. Í yfirlýsingu frá Varnarliðinu vegna fréttarinn- ar segir að þetta séu ekki talin óeðlilega mörg tilvik af þessu tagi Atli Dagbjartsson yf irlæknir vökudeildar Landspítala Há- skólasjúkrahúss staðfesti í sam- tali við Víkurfréttir að börnin þrjú hafi öll fæðst á 23. til 27. viku meðgöngu, en eðlilegur meðgöngutími er 38 til 42 vikur. Atli segir að 12 til 15 fyrirbura- fæðingar barna sem vega minna en 1000 grömm við fæðingu, en sú fæðingarþyngd svarar til 28 vikna meðgöngu, eigi sér stað á Íslandi á ári. Það er um 0,3% fæðinga, en fæðingar á Íslandi eru alls um 4.400 á ári. „Börn sem fæðast fyrir 38. viku með- göngu eru fyrirburar og 5% fæð- inga eru fyrir þann tíma. Litlar sem engar líkur eru á að barn sem fæðist fyrir 24. viku lifi og eru lífsmöguleikamörk fyrirbura eftir fullgengnar 24 vikur,” segir Atli. Í yfirlýsingu frá Varnarlið- inu segir að fyrirburafæðingar séu ekki óalgengar og að líkur séu ávallt háar á fyrirburafæðing- um tvíbura. „Hlutfall látinna barna í móðurkviði í þessu tilviki er einungis 0,64% miðað við 1- 2% sem er meðaltal í Bandaríkj- unum. Meðgöngur og fæðingar hjá Varnarliðinu eru að jafnaði um 80 á ári,” segir í yfirlýsing- unni. Atli segir að miklar vangaveltur séu um það hvað komi af stað fyrirburafæðingu. „Ýmsir þekktir þættir koma til eins og t.d. að legvatnið fer og það er einstöku sinnum þekkt að fæðing fari af stað við slys eða áföll. Á síðustu tveimur áratugum hafa læknar hinsvegar farið að beina sjónum sínum að sýkingum á meðan á meðgöngu stendur. Menn telja nú að þeim fyrirburafæðingum sem engin skýring finnst á fari mjög fækkandi og á sama tíma eykst vitneskja um að sýkingar valdi fyrirburafæðingum. Sýk- ingin fer upp í leghálsinn og í vefjunum verða efnabreytingar sem losna úr læðingi og við það linast vefurinn og leghálsinn gef- ur sig og fæðing fer af stað.” Um 25% íslenskra kvenna hafa sýkingu í leggöngum sem or- sakast af bakteríutegundinni hemólýtískum streptókokkum af flokki B, en í Læknablaðinu var nýlega skrifuð grein um rann- sókn sem greindi frá þessum nið- urstöðum. Atli segir að um 1% af börnum kvenna sem ganga með sýkinguna veikist alvarlega af völdum bakteríunnar. „Um það bil einu sinni á ári fáum við börn með sýkinguna sem veikjast á fyrsta sólarhring og er það jafnan mjög erfitt viðfangs. Í sumum nágrannalöndum er leitað að þessari bakteríu á meðgöngu og konunum gefið sýklalyf í fæð- ingu til að komast hjá sýkingu í litla barninu. Í athugun er að gera slíkt hið sama hér á Íslandi.” Læknar sem Víkurfréttir hafa rætt við segja að um ákveðinn topp geti verið að ræða í þessum tilfellum innan Varnarliðsins. -fimm börn varnarliðsmanna hafa látist í móðurkviði eða í fæðingu frá því í febrúar á þessu ári. Áhyggjuefni og tilefni til frekari rannsókna segja læknar. Kostnaður við byggingu álþynnu- verksmiðju 4 til 5 milljarðar króna - Helguvík einn af þremur mögulegum byggingarstöðum á Íslandi Frá Keflavíkurflugvelli. Mynd: Mats VF 43. tbl. 2003 hbb loka 22.10.2003 15:20 Page 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.