Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! S iðfræðingurinn DietrichBonhoeffer var fanginasista á stríðsárunum og síðan tekinn af líf i í lok stríðsins. Í einni bóka sinna, sem hann skrifaði í fangelsinu spyr hann eftirfarandi spurn- ingar: „Hver er ég? Þeir segja oft við mig að ég komi út úr fagnaklefanum, rólegur, glaður og styrkur, eins og aðalsmaður sem gengur út úr höll sinni. Er ég í raun og veru það sem aðrir segja mig vera. Eða er ég það sem ég veit um sjálfan mig?: Órólegur, fullur eftirvæntingar, eins og sjúkur fugl í búri. Hver er ég? Þessi eða hinn? Er ég einn í dag og annar á morgun, eða þeir báðir til samans?” Síð- an segir hann: „Þú þekkir mig, ó Guð, ég er þinn”. Það er al- veg ljóst að Bonhoeffer hefði ekki geta staðið gegn nasistun- um ef hann hefði ekki átt trúna á Guð. Fólk lendir í kreppu í lífinu við slys og ástvinamissi. Trúin á Guð hjálpar okkur að standast slík áföll. Þegar kútter Ingvar fórst árið 1921 horfði fjöldi fólks á sjómennina farast. Þetta var eins og Neyðarlínan (Rescue 911) í beinni útsendingu og atburður greipti sig vitund fólksins. Þegar á reynir í lífinu spyr fólk um sjálfsímynd sína: Hver ég ég? Sérhver maður mætir fyrr eða síðar þessari spurningu. Hún leit- ar á í sambandi við áhugamál okkar og markmið í líf inu. Staða og hlutverk gefur til kynna hvað við erum í augum annarra. Hjá hinum fullorðnu eru þau at- riði komin á hreint, en ekki hjá unglingum. Það er því brýnt að læra að þekkja sjálfan sig og það gerist í samskiptum við aðra. Þannig styrkjum við sjálfsímynd- ina. Það er reyndar hægt að beita ýmsum aðferðum til þess að komast að raun um hver við erum. Við getum íhugað það út frá líffræðilegu, lögfræðilegu, sálfræðilegu, félagslegu og trúar- legu sjónarmiði. Hvert þessara sviða felur í sér sannindi, enda þótt það sé ekki allur sannleikur- inn um okkur sjálf. Dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, mun flytja fyrirlestur í Kirkjulundi n.k. laugardag, 25. okt. frá kl. 10 árd. til kl. 12. Kaffisopi verður í boði kl. 11-11:15 og síðan verður boð- ið upp á léttan hádegisverð í há- deginu á vægu verði, 300 kr. Dr. Sigurlína mun fjalla um hvað verður um sjálfsímyndina í áföll- um og sorg. - Allir eru velkomn- ir. Í slandsmótið í Boccia, ein-staklingskeppni var haldið íLaugardalshöll helgina 10. -11. október sl. Íþróttafélag NES, félag fatlaðra á Suður- nesjum sendi alls 26 keppend- ur til leiks og var keppt í sjö deildum ásamt rennuflokki. Alls voru á þriðja hundrað keppendur á mótinu. Í sjöundu deild komst Arngrímur Arnarsson í úrslit og endaði þar í fjórða sæti. Í sjöttu deild komst Gestur Þor- steinsson í úrslit og gerði sér lítið fyrir og sigraði. Í fimmtu deild komst Margeir St. Karlsson í úrslit og náði þriðja sætinu. Í þriðju deild komst Konráð Ragnarsson í úrslit og endaði í 4. sæti. Í annarri deild komust Sigríður Ásgeirsdóttir, Vilhjálmur Þór Jónsson og Guðný Óskarsdóttir í úrslit. Sigríður náði öðru sætinu, Vilhjálmur fjórða sæti og Guðný fimmta sæti. Þess má geta að í hverri deild eru fimm riðlar og kemst sigurvegari í hverjum riðli í úrslit. Þetta var mikið og stórt mót og er gaman að taka þátt og voru keppendur frá NES til sóma eins og ávallt innan vallar sem utan. Að vera með er takmarkið og að komast í úrslit er plúsinn því þá flyst ein- staklingurinn í næstu deild fyrir ofan. Kveðja, stjórn NES. ➤ K E F L AV Í K U R K I R K J A Hvað verður um sjálfs- ímyndina í áföllum og sorg? Íþrottafélagið NES með átta í úrslitum, þrír á verðlaunapall Gestur Þorsteinsson Íslandsmeistari í 6. deild Íslandsmótið í Boccia einstaklingskeppni: Stafnes KE selt til Grindavíkur Þorbjörn Fiskanes í Grindavík hefur keypt fyrirtækin Ugga ehf. og Fiskverkun Hilmars og Odds ehf. í Keflavík en fyrir- tækin eiga bátinn Stafnes KE, 197 tonna stálbát sem smíðað- ur var í Hollandi árið 1965. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands segir að stefnt sé að samruna félaganna um næstu áramót. Sandgerði fær tæp 93 tonn í byggða- kvóta Sandgerðisbær fær úthlutað tæpum 93 tonnum í byggða- kvóta frá Sjávarútvegsráðu- neytinu á þessu fiskveiðiári en alls voru 1.500 tonn til úthlut- unar á yfirstandandi fiskveiði- ári. Gerðahreppur fær úthlutað tæpum 17 tonnum í byggða- kvóta, en Gerðahreppur og Sandgerðisbær eru einu sveit- arfélögin á Suðurnesjum sem fá úthlutað slíkum kvóta. Þingeyri fær úthlutað tæpum 119 tonnum og það er mesta úthlutunin að þessu sinni, en Sandgerðisbær fær næstmesta úthlutun. VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 12:50 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (23.10.2003)
https://timarit.is/issue/395862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (23.10.2003)

Aðgerðir: