Víkurfréttir - 23.10.2003, Síða 14
Íþar síðustu viku var blaða-viðtal í Víkurfréttum viðformann Útvegsmannafé-
lags Suðurnesja, Þorstein Er-
lingsson, bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðismanna í Reykjanesbæ.
Höfundur fylltist bjartsýni eft-
ir lestur viðtalsins því nú mátti
ætla að ljós væri í myrkrinu til
að hefja útgerð á vitrænum
grunni. Eftir að hafa skundað
á milli skipamiðlara sem bæði
buðu báta með kvóta eða án
kom í ljós við nánari skoðun að
allt sat við það sama og verið
hefur síðustu árin. Báturinn
klár ef veðsetningar á eigur
kaupanda væru nægilega
tryggar og uppáskriftir
ábyrgðaraðila fyrir því sem
upp á vantaði. Þegar farið var
ofan í saumana á því sem sölu-
maðurinn bauð og spurt hver
væri arðsemi fjárfestinganna
fyrir umstangið við sjóinn og
með hliðsjón af skuldsetning-
unni, varð minna um svör.
Vegna þessa óskar höfundur
eftir raunhæfri rekstraáætlun
hefðbundins vertíðarbáts (dag-
róðrabáts) sem hægt væri að
styðjast við svo ungir menn
jafnt og aðrir kaupendur gætu
séð hvort hægt væri að hefja
sjálfbæra útgerð í þessu marg-
rómaða kvótakerfi.
Línuívilnun eða
peningaívilnun?
Línuívilnun er hugsuð út á líkan
hátt og línutvöföldunin var hér
áður, þ.e.a.s. útgerðir fengu upp-
bót á úthlutaðan veiddan afla á
línu og í því sambandi oft talað
um tonn á móti tonni. Línu-
tvöföldunin gaf líka af sér árvisst
uppgrip í landi og ekki síst fyrir
beitningarmenn. En svo fer oft
fyrir góðum hugmyndum að þær
eiga það til hverfa ofan í svelg
skyndigróðahyggju og verða að
engu. Og áður en nokkur uggði
að sér var línutvöföldunin komin
á boðstólana sem ný veisluhöld
fyrir kvótagreifana. Nú óttast
stórútgerðarmenn að línuívilnun-
in til smábátaútgerðanna verði til
þess að smábátaútgerðarmenn fái
að búa sér til reynslu innan þess
kerfis sem síðar muni hljóta
sömu örlög og línutvöföldunin
forðum daga. Margur heldur
mig sig. Ríkisstjórnin er tvístíg-
andi í málinu að efna þetta kosn-
ingaloforð.
Hvað er að í íslenskum
sjávarútvegi?
Íslenski fiskiskipaflotinn er mjög
stór og afkastamikill í dag. Því er
skiljanlegt upp að ákveðnu marki
að skuldir útgerða séu verulegar,
en hvað varð um þá hagræðingu
og innstreymi sem kvótakerfið
átti að gefa af sér? Gróðahyggj-
an á sér nefnilega margar systur.
Þessar miklu umframskuldir eru
tilkomnar vegna fjármögnunar
kvótabraskkerfisins að stórum
hluta og til að greiða fyrri eig-
endum út í hönd þau ímynduðu
verðmæti sem þeim var úthlutað
vegna veiðireynslu sinnar við
fiskveiðar 3 síðustu árin á undan
kvótakerfinu.
Og oftast voru það stórútgerðirn-
ar sem keyptu þessa ímynd, kvót-
ann og sitja nú eftir með skuld-
irnar á bakinu. Talið er að ein-
staklingar og einkahlutafélög
tengd þeim séu búin að selja sig
út úr greininni fyrir allt að 50
þúsund milljónir. Skipastóllinn
hefur aldrei verið stærri og óum-
hverfisvænni vegna aukinnar
notkunar á togveiðarfærum og
eyða því meiri olíu á per kg. af
fiski en áður þegar strandveiði-
flotinn var við lýði. Fiskistofn-
arnir hafa ekki áður verið í svo
langvarandi lægð eins og nú og
sjá má dæmi um í skýrslum Haf-
rannsóknarstofnunar. Vaknar
því sú spurning hvort skipin séu
orðin of stór og afkastamikil og
raski lífríkinu svo verulega að
náttúran hafi ekki undan að end-
urnýja sig eða hafi ekki getu til
þess vegna eyðileggingarinnar á
hafsbotninum sem botnvörpurnar
valda?
Um eignarhaldsrétt útgerðar-
félaga á kvóta.
Lög nr. 38 1990 1. gr. „Nytja-
stofnar á Íslandsmiðum eru sam-
eign íslensku þjóðarinnar. Mark-
mið laga þessara er að stuðla að
verndun og hagkvæmri nýtingu
þeirra og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu. Út-
hlutun veiðiheimilda samkvæmt
lögum þessum myndar ekki eign-
arrétt eða óafturkallanlegt for-
ræði einstakra aðila yfir veiði-
heimildum.”
Staðreyndin er að kvóta er úthlut-
að af breytilegum forsendum frá
ári til árs til útgerðaraðila. Út-
hlutun fiskikvóta hefur alltaf ver-
ið í höndum sjávarútvegsráð-
herra, með hliðsjón af ráðlegg-
ingum Hafrannsóknarstofnunar,
og hefur aldrei leikið vafi á um
rétt hans til þeirra aðgerða. Um-
ræða um eignarhald er því út úr
kortinu því stöðug afskipti sam-
félagsins af þessum verðmætum
er til staðar. Því getur hefðarrétt-
ur aldrei myndast um kvóta.
Í ofangreindu viðtali segir Þor-
steinn: „Við útgerðarmenn höf-
um í gegnum árin tekið á okkur
skerðingu til að byggja upp fiski-
stofnana og njóta þess. Það er
búið að taka af okkur útgerðar-
mönnum 26% af þorskkvótanum
frá því að kvótakerfið var fyrst
sett á.”
Maður sem hefur fengið úthlutað
þeirri sérstöðu að afla 10 tonna
fyrir samfélagið og fær úthlutað
eitt árið 9 tonnum hefur ekki orð-
ið fyrir skerðingu á verðmætum
heldur tekist á við þann áhættu-
hluta sem alltaf hefur fylgt sjáv-
arútvegi t.d. minnkandi fisk-
gengd við landið. Þetta er jafn
innbyggt í sjávarútveginn og and-
rúmsloftið er umhverfi okkar. Sá
sami hefur ekki heldur hlotnast
happdrættisvinningur þegar árið
þar á eftir færir honum til verks
að afla 11 tonna í formi kvóta
fyrir samfélagið. Tilkall til þessa
viðauka er ekkert frekar hans en
samfélagsins því yfirráðin yfir
auðlindinni kemur frá þeim sem
úthlutar í nafni þjóðarinnar og er
kosinn til þess af almenningi.
Ég held við höfum eytt alltof
miklum krafti og tíma í baráttuna
um það hver á að veiða og hver
telji sig kvótann eiga. Eins og
segir hér að ofan í 1 grein laga
um stjórn fiskveiða er kvótinn
eign þjóðarinnar og þannig hefur
það verið síðan þetta kerfi kom á
og svo skal vera um auðlind okk-
ar alla tíð.
Byggðarsjónarmið og al-
mannaheill.
Það er ekki vel ígrundað hjá
hæstvirtum sjávarútvegsráðherra
sem segir að það komi vel til
greina að heimamenn kaupi út-
gerðirnar aftur, vegna þess að
þegar kvótakerfið var sett á
fengu útgerðirnar þennan kvóta
til afnota fyrir óverulegt gjald en
ekki til eignar. Þess vegna er
ekki hægt að selja það sem menn
hafa aldrei eignast þ.e.a.s. veiði-
heimildirnar. Þau kaup hins veg-
ar manna á milli í gegnum tíðina
á þessum ímyndum verðmæta í
kvótalíkingu, varðar okkur sam-
félaginu ekkert um. Þeir gerðu
þessi viðskipti sín á milli, án
samráðs við þjóðfélagið, gegn
vilja settra laga og því alfarið á
þeirra ábyrgð.
Þar sem við erum veiðisamfélag
er byggðastefna í raun sú leið til
að viðhalda og auka velferð okk-
ar hér á landi. Til þess að mögu-
legt sé að fylgja því eftir verða
íbúar byggðarlaganna að njóta
þeirra auðlinda sem þeim standa
næst. Ekki hvað síst á ég hér við
um byggðarlögin við sjávarsíð-
una.
Það ljós í myrkrinu sem ég sé
hvað skærast fyrir samfélagið og
hinar dreifðu byggðir er að byrja
á sóknardagakerfi með veiðar-
færastýringu sem allra fyrst á
smæstu skipunum, þeim sem eru
með kyrrstæð veiðarfæri (hér er
átt við smábátaflotann og stærri
dagróðrabáta). Úthlutaðir sókn-
ardagar bátanna verða að vera
með öllu óseljanlegir. Ég tel þetta
vera fyrstu aðgerð til að komast
út úr kvótabraskkerfinu. Þá færi
strax að færast líf í hafnir og
bryggjur landsins.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ.
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ Þ O R S T E I N I E R L I N G S S Y N I S VA R A Ð
Er nú borð fyrir báru
að hefja útgerð?
VF 43. tbl. 2003 hbb loka 22.10.2003 13:50 Page 14