Víkurfréttir - 23.10.2003, Page 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útibú Íslandsbanka í Keflavík á 40 ára af-
mæli um þessar mundir. Útvegsbankinn,
sem er einn forvera Íslandsbanka, opnaði
útibú í Keflavík 18. október 1963 og síðar
sama ár opnaði annar forveri bankans,
Verslunarbankinn, afgreiðslu í bænum,
auk Samvinnubankans. Það urðu því mikil
straumhvörf í bankaviðskiptum á svæðinu
fyrir réttum 40 árum. Í upphafi var Út-
vegsbankinn til húsa í leiguhúsnæði við
Tjarnargötu 3, en á árinu 1973 flutti bank-
inn að Hafnargötu 60, þar sem Íslands-
banki er enn til húsa.
Í tilefni afmælisins bauð Íslandsbanki við-
skiptavinum sínum og öðrum bæjarbúum
að líta inn í útibúið og þiggja kaffi og með-
læti.
Innbrot í
Hljómval
Aðfararnótt fimmtu-dags var brotist inn íverslunina Hljómval
við Hafnargötu í Keflavík
og þaðan stolið geisladisk-
um, fjórum Kodak stafræn-
um myndavélum, sjónauka,
25 einnota myndavélum og
20 þúsund krónum í skipti-
mynt. Lögreglunni í Kefla-
vík barst tilkynning um inn-
brotið í gærmorgun, en svo
virðist sem farið hafi verið
inn verslunina í gegnum
opnanlegan glugga. Þeir
sem geta veitt upplýsingar
um málið eru beðnir um að
hafa samband við Lögregl-
una í Keflavík.
Fíkniefna-
áhald í bíl
Á l augardagskvö ldhafði lögreglan íKeflavík afskipti af
fjórum aðilum í bifreið í
Njarðvík sem voru grunað-
ir um vörslu og neyslu fíkni-
efna. Við leit á fólkinu fund-
ust ekki fíkniefni, en í bif-
reiðinni fannst fíkniefnaá-
hald og leifar fíkniefna.
Ökumaður bifreiðarinnar
viðurkenndi að vera eigandi
efnanna.
Eldur í gaskúti
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var fyrir stundu kallað út vegna elds í
gaskút í húsnæði Aalborg Portland við hesthúsabyggðina, rétt utan við
hesthúsabyggðina. Slökkvilið náði að slökkva eldinn og hlaust ekki tjón af.
Gaskúturinn var fluttur út fyrir húsið þar sem hann var kældur með vatni.
Nemendur úr Myllubakkaskóla heimsóttu Víkurfréttir ámánudag, en nemendurnir eru í valáfanga í skólanum þarsem fjallað er um fjölmiðla og kvikmyndir. Hópurinn kyn-
nti sér starfsemi Víkurfrétta og skoðuðu hvernig blaðið er unnið.
Ingiber Óskarsson tölvukennari við Myllubakkaskóla er kennari
hópsins og segir hann að í valáfanganum séu tveir hópar. „Nem-
endurnir í 10. bekk eru 10 talsins og í 9. bekk eru nemendurnir
16.” Ingiber segir að nemendurnir séu mjög áhugasamir í áfang-
anum og sérstaklega hvað varðar kvikmyndaþáttinn. Í áfanganum
er ekki gert ráð fyrir eiginlegu prófi, heldur munu hóparnir vinna
stuttmyndir, auk þess að gefa út blað í lok áfangans.
Nemendur Myllubakkaskóla
heimsækja Víkurfréttir
Áhugasamir nemendur úr Myllubakkaskóla hlýða á Jónas Franz
markaðsstjóra Víkurfrétta.
stuttar
F R É T T I R
Slagsmál og ólæti
meðal unglinga
um helgina
Rétt fyrir miðnætti áföstudagskvöld barstlögreglunni í Keflavík
tilkynning um slagsmál og
ólæti unglinga við Tjarnar-
götu, rétt við skrúðgarðinn. Í
dagbók lögreglunnar kemur
fram að 16 ára piltur hafi
komið á lögreglustöðina og
kært líkamsárás sem átti sér
stað á Kirkjuvegi um kl. 23.
Lögreglumenn fóru á staðinn
og voru þar nokkrir tugir ung-
menna og var talsverður fjöldi
þeirra undir aldri. Í dagbók-
inni kemur fram að einhver
ölvun hafi verið meðal ung-
linganna og voru tíu ungmenni
færð á lögreglustöð þar sem
samband var haft við foreldra
og þeir beðnir um að ná í börn
sín.
Slökkviliðsmaður sprautar á gaskútinn við húsakynni Aalborg Portland.
Íslandsbanki í Keflavík 40 ára og bauð til veislu
Soffía Ólafsdóttir og Una Steinsdótt-
ir með glæsilega blómakörfu - eina
af mörgum sem bárust bankanum.
VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 13:13 Page 22