Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 4
Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r stuttar f r é t t i r ➤ E L L E F U H R O S S Á Þ J Ó Ð V E G I Í M Y R K R I Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 22-23 í Víkurfréttum í dag A flífa þurfti hross eftirslys á Miðnesheiði áþriðjudagskvöld. Bifreið var ekið inn í hóp hrossa á Sandgerðisveginum með þeim afleiðingum að eitt hrossanna fótbrotnaði. Það var flutt í hesthús á Mánagrund þar sem dýralæknir skoðaði það. Fót- brotið var það alvarlegt að af- lífa þurfti dýrið. Myrkur var skollið á þegar slysið varð. Minnstu munaði að fleiri hross yrðu fyrir bílum því björg- unarsveitarbílar Sigurvonar í Sandgerði rétt sluppu við að aka á hrossahópinn á leið sinni í út- kall á Keflavíkurflugvelli. Björg- unarsveitarfólk úr Sandgerði að- stoðaði á slysstað. Engin slys urðu á fólki en eignatjón er nokkuð. 105 fá upp- sagnarbréf eftir helgina Uppsagnir 105 starfs-manna Varnarliðsinsá Keflavíkuflugvelli verða tilkynntar eftir helgi, en samráðsfundur Varnar- liðsins og stéttarfélaga á Suðurnesjum var haldinn í vikunni. Guðbrandur Ein- arsson formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja sagði í samtali við Víkur- fréttir að samráði Varnar- liðsins og stéttarfélaganna væri lokið. „Að mínu mati skilaði samráðið árangri í morgun, sérstaklega hvað varðar félagslega stöðu þeirra sem sagt var upp störfum. En að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um efni fundarins sem er trúnaðar- mál samkvæmt lögum.“ Um síðustu mánaðarmót var 90 starfsmönnum Varnarliðs- ins sagt upp störfum en fáum dögum síðar voru uppsagnirn- ar dregnar til baka að kröfu stéttarfélaganna. Áhyggjur vegna uppsagna Áþingi Landssam-bands Íslenskra versl-unarmanna sem fram fór í Reykjavík um helgina var samþykkt álykt- un um uppsagnir Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Ályktunin hljóðar svo: „24. þing LÍV lýsir áhyggjum vegna fyrirhugaðra uppsagna starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fundur- inn skorar á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar samráð við stéttarfélög og sveitarstjórnir á Suðurnesjum, um aðgerðir sem dregið gætu úr afleiðing- um þessara uppsagna. Það er óviðunandi fyrir starfsfólk að búa við þessa óvissu sem nú ríkir og nauðsynlegt að henni sé eytt. Strax verði hugað að uppbyggingu í atvinnumálum á Suðurnesjum vegna þeirra breytinga sem nú eru greini- lega að verða á starfssemi Varnarliðsins.“ Leikmaður Keflavíkurvar fluttur á sjúkra-hús í Reykjavík eftir samstuð tveggja leikmanna í leik Keflavíkur og Tinda- stóls í körfuknattleik á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór fram í Keflavík.Að sögn lögreglunnar í Keflavík bar leikmaðurinn við minnis- leysi. Hann mun hafa fengið högg á háls og sagðist finna til í öxlum. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi BárðarsonHross aflífað á Miðnesheiði Minnislaus körfuknattleiks- maður fluttur á sjúkrahús Vatnsholt 1a, Keflavík. Glæsilegt 169m2 endaraðhús ásamt bílskúr, 3 svefnh. sól- stofu, verönd og heitur pott- ur. Gott útsýni. Allt nýlega tekið í gegn. 18.900.000,- Ásabraut 1, Sandgerði. Gott einbýli um 143m2, þar af er 2ja herb. íbúð í kjallara 53m2, sem hægt er að leigja út. Bílskúr ca 32m2. Eign sem er töluvert endurnýjuð. 12.700.000,- Hæðargata 6, Njarðvík Um 136m2 einbýli ásamt 32m2 bílsk. Allt nýtekið í gegn. Ný gólfefni, nýjar innréttingar, nýjar innihurðir og skápar, nýtt þakjárn, nýjar lagnir og allir gluggar eru nýir. Topp eign. 18.500.000,- Lágmói 21, Njarðvík Sérlega fallegt einbýli, 4 svefnh. Fallegar innréttingar og gólfefni. Bílskúr er 40m2, fullgerður. Vel ræktuð lóð, afgirtur sólpallur. 21.000.000,- VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:06 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.