Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 6
stuttar f r é t t i r 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M Í F Y R I R TÆ K J U M Á S U Ð U R N E S J U M ➤ G R I N D A V Í K MUNDI Verða sem sagt ekki ljón og apar í Sandgerði? Kveikt á jóla- skreytingum 1. desember Undirbúningur aðfyrsta sunnudegi að-ventu þann 30. nóv- ember n.k. er hafinn og er nú unnið að því að setja upp jóla- skreyt- ingar í miðbænum. Hafnargatan mun skarta sínu fegursta um þessu jól enda hefur hún tekið á sig nýja mynd. Framkvæmdum við Tjarn- argötu og torg við Hafnar- götu mun ljúka um mánað- armót sem og framkvæmd- um við efri hluta Hafnar- götu frá Faxabraut og að Vatnsnesvegi. Framkvæmd- ir munu liggja niðri á að- ventunni en hefjast að nýju eftir áramót. Kveikt verður á jólatrjám og jólaskreyting- um 1. desember n.k. að venju, segir á vef Reykjanes- bæjar. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylk-ingarinnar í Suðurkjördæmi sagði íumræðum á Alþingi í síðustu viku um sædýrasafn að slíkt safn ætti vel heima í Sandgerði við hlið Fræðasetursins, en þingsályktunartillaga um stofnun slíks safns var lögð fram á Alþingi á þriðjudag. Með tillögunni er ríkisstjórninni falið að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt verði á höfuðborgarsvæðinu veglegt sæ- dýrasafn. Í tillögunni sem Lára Margrét Ragnarsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram segir að sædýrasafnið yrði í senn lifandi fiskasafn og fróðleiksnáma um lífríki Norður- Atlantshafsins, rannsóknir og vísindi, vernd- un og nýtingu fiskstofnanna og umgengni við landi. Í máli Láru Margrétar kom fram að það mætti búast við a.m.k. 250 þúsund gestum á ári og að tekjur af aðgangseyri, minjagripum og veitingum gæti numið um 200 - 350 millj- ónum króna á ári. Töluverðar umræður urðu um tillöguna og sagði Jón Gunnarsson þingmaður Samfylk- ingarinnar að hann teldi ekki rétt að lagt yrði til að sædýrasafnið yrði á höfuðborgarsvæð- inu, ekki væri rétt að einskorða tillöguna ein- göngu við það svæði. Jón sagði að hann teldi að ef sædýrasafn yrði reist í Reykjavík myndi það ganga að starf- semi Fræðasetursins í Sandgerði dauðri. „Nær væri að skoða möguleikann á að efla það safn með því að setja upp, í þeirri að- stöðu sem þar er og nýrri aðstöðu sem reist yrði, sædýrasafn á heimsmælikvarða. Ég tel að það væri okkur til sóma að velta fyrir okk- ur slíkum aðgerðum nú þegar við horfum upp á hvernig kvótinn hefur flust frá Sandgerði og að þar er full þörf á nýjum atvinnutækifær- um,“ sagði Jón m.a. við umræðurnar á Al- þingi á þriðjudag. Jón sagði einnig við um- ræðurnar að í ljósi frétta um samdrátt hjá Varnarliðinu væri skynsamlegt að auka fjöl- breytni atvinnulífs á Suðurnesjum og gæti sædýrasafn verið liður í þeirri viðleitni. Þingsályktunartillögu um stofnun sædýra- safns var vísað til samgöngunefndar Alþingis. Una Steinsdóttir útibússtjóri Íslandsbanka í Keflavík las tvo kafla úr bókinni Innansveitar- kronika eftir Halldór Laxness fyrir starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja í lestraráskorunarkeppn- inni sl. þriðjudag. Um 20 manns hlýddu á lestur- inn og skoruðu starfsmenn Hitaveitunnar á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja í kepninni. Næsta þriðjudag mun svo starfsmaður Hitaveitu Suð- urnesja lesa fyrir starfsmenn Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja í áskorendakeppninni. Sædýrasafn byggt í Sandgerði? Lesið fyrir hitaveitustarfsmenn M iklar breytingar hafa verið gerðar á verslun Samkaupa í Grindavík upp á síðkastið.Anddyriverslunarinnar hefur verið lýst upp, gangstétt fyrir utan löguð, aðkoma fatlaðra bætt og þaká anddyrinu lagað. Verslunin hefur verið stækkuð og þrjár nýjar deildir bæst við. „Við höf- um bætt við búsáhaldadeild, skódeild og fatadeild,” segir Sólveig Óladóttir verslunarstjóri Samkaupa í Grindavík. „Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með breytingarnar, en við höfum einnig breytt bakaríinu hjá okkur og stækkað grænmetisborðið.” Breytingar í Samkaupsversluninni í Grindavík Þórunn Eva og Berglind Ýr starfsmenn nýju deildarinnar í Samkaup. Sólveig við endurbætt anddyri Samkaupa í Grindavík. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 14:57 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.