Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 26
KFÍ-KEFLAVÍK Keflavík vann stórsigur á KFÍ í heimsókn sinni til Ísafjarðar á sunnudaginn 84-116. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik var Keflavík með eins stigs for- skot 40-41, en í seinni hálfleik óðu Keflvíkingar yfir gestgjaf- ana. „Við vorum svolítið lengi í gang en þegar pressan fór að ganga upp hjá okkur rúlluðum við bara yfir þá.“, sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur. Stigahæstur Keflvíkinga var Derrick Allen sem skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Jón Norðdal átti líka frábæran leik og skoraði 24 stig, sem er perónu- legt met hjá honum og Nick Bradford kom næstur með 20 stig. Hjá KFÍ var Adam Spanich at- kvæðamestur með 29 stig og tók 12 fráköst. Jeb Ivey kom næstur með 27 stig og hann gaf einnig 8 stoðsendingar. NJARÐVÍK-ÍR Njarðvík vann ÍR í Intersport- deildinni á fimmtudaginn 102- 73. Eins og tölurnar segja til um var sigur Njarðvíkur í Ljóna- gryfjunni sannfærandi og leiddu þeir allan tímann. ÍR liðið gat ekki mætt með sitt sterkasta lið þar sem lykilmenn eins og Eirík- ur Önundarson og Kevin Grand- berg voru fjarverandi vegna meiðsla og þjálfarinn, Eggert Garðarsson, lá veikur heima. „Þetta var létt!“, sagði Friðrik Ragnarsson að leik loknum, „Þá vantaði auðvitað menn en ég gat leyft mörgum af mínum strákum að spila og þeir komu allir mjög vel út úr leiknum..“ Stigahæstir Njarðvíkur voru Brandon Woudstra með 22 stig og Friðrik Stefánsson með 19 stig. Reggie Jessie var stigahæstur ÍR- inga með 22 stig. GRINDAVÍK-KR Grindavík vann góðan sigur gegn KR á laugardaginn, 88-83 eftir spennandi leik. Grindavík leiddi frá byrjun og var með góða for- ystu í hálfleik 44-30. Í þriðja leikhluta hrukku KR-ingar þó í gang og fyrir síðasta fjórðung var staðan jöfn 60-60. Þá tóku heimamenn aftur við sér og tryggðu sér sigur að lokum. Páll Axel Vilbergsson var stiga- hæstur Grindvíkinga með 27 stig og tók einnig 11 fráköst. Daniel Trammel kom honum næstur með 21 stig og 10 fráköst og Darrel Lewis skoraði 20 stig. Chris Woods átti stórleik fyrir KR þar sem hann skoraði 31 stig og tók 15 fráköst. 26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ■ Intersport-deildin í körfuknattleik / úrslit karla ■Karfan / Evrópukeppni bikarhafa ■Evrópukeppnin / Keflavík - CAB Madeira Keflavík tapaði 107-91gegn franska liðinu Tou-lon í bikarkeppni Evr- ópu í körfuknattleik á fimmtu- daginn en leikið var í Frakk- landi. Heimamenn komust í 15-4 í upphafi leiks og þann mun náði Keflavík aldrei að vinna upp. Staðan í hálfleik var 55-47. Skyttur Keflavíkur náðu sér ekki á strik, þannig að þriggja stiga nýtingin var einungis 9 af 28. Falur Harðarson náði sér því miður ekki á strik í sókninni og missti marks í öllum 7 þriggja stiga skotum sínum. Að sama skapi hitti Nick Bradford illa fyr- ir innan þriggja stiga línuna, ein- ungis 2 af 9, og missti boltann líka oft. Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavík- ur, sagði að eftir að liðið lenti undir í byrjun leiks hafi leikurinn verið jafn en þeir náðu aldrei að brúa bilið. Undir lokin hafi Kefl- víkingar verið að taka sénsa og misstu því Frakkana enn lengra fram úr sér, þannig að 16 stiga tap er full stórt miðað við gang leiksins. „Við vorum að tapa boltanum of oft og svo voru menn ekki að hitta vel, sem er út af því að við vorum ekki að fá nógu góð færi. Við vorum allan leikinn að bíða eftir því að detta í gang en það bara gerðist ekki, en þetta eru hreint ekki slæm úrslit því heimavöllurinn á að skila um 10-15 stigum í viðbót, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist á okkar heimavelli. Þó Toulon sé miklu stærri klúbbur og eyði á einu ári því sem við getum eytt á fimmtán árum er munurinn ekki meiri en þetta“. Að loknum tveimur umferðum eru öll liðin í riðlinum jöfn með einn sigur og eitt tap. Stigahæstir Keflvíkinga voru: Derrick Allen með 29 stig og 11 fráköst, Magnús Gunnarsson með 17 stig og 6 stoðs. og Nick Bradford sem skoraði 15 stig. Hjá Toulon var Laurent Legname stigahæstur með 19 stig, en á hæla hans komu Néno Asceric með 18 stig og Wade Gugino með 16. Ámiðvikudaginn mætirKeflavík portúgalska lið-inu CAB Madeira í Evr- ópukeppni bikarhafa í Íþrótta- húsinu við Sunnubraut. Að loknum tveimur umferðum eru öll lið riðilsins jöfn að stigum með eitt tap og einn sigur. Madeira sigraði Toulon óvænt en ástæðan fyrir því var sú að Tou- lon gátu ekki lent á Madeira, sem er eyja úti í miðju Atlantshafi, fyrr en á leikdag. Þannig komu þeir beint úr flugvélinni í leikinn en slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Engu að síður þarf Keflavíkurlið- ið að eiga mjög góðan leik til að sigra Madeira og skiptir þar miklu máli að Keflvíkingar og nærsveitarmenn mæti á völlinn til að styðja sína menn. Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, er bjartsýnn fyrir leikinn. „Við vilj- um pottþétt fá sigur í þessum leik. Þó að þeir hafi tapað tvisvar fyrir Ovarense á síðustu vikum eru þeir með fínt lið.“ Leikmenn Madeira eru nokkuð hærri þar sem þeir eru með sex leikmenn sem eru tveir metrar á hæð eða hærri. Sá leikmaður sem hefur verið þeirra bestur í leikjunum tveimur er Nate John- ston, sem er 2.06 á hæð og getur líka skotið vel utan af velli. Hann lék á sínum tíma 21 leik fyrir Portland Trailblazers í NBA deildinni og hefur skorað 20 stig í báðum leikjunum. Körfuknattleiksdeildin hyggst vera með ýmsar uppákomur í sambandi við leikinn eins og ljósasýningu, skotkeppni og tón- listaratriði. Slíkt verður kynnt betur þegar nær dregur leik, en víst er að stemmningin verður ekki minni en síðast. Skytturnar náðu sér ekki á strik í Frakklandi Stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli Páll Axel með 27 stig og 11 fráköst Elsku Lovísa Ýr. Til hamingju með 6 ára afmælið í dag, 20. nóv. Mamma og Elli. Elsku Gauja. Til hamingju með 16 ára afmælið 21. nóv. Mamma og pabbi. P.s. Siddý, til hamingju með 40 árin og Valdi til ham- ingju með 50 árin. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:01 Page 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.