Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fyrirhugað er að stækkaFlugstöð Leifs Eiríksson-ar á árunum 2004 til 2005 til að mæta auknum far- þegafjölda sem fer um flug- stöðina á ári hverju. Gert er ráð fyrir að kostnaður við stækkunina nemi um 600 til 700 milljónum króna. Á árinu 2001 fóru 1,4 milljónir farþega um flugstöðina og var fjöldi fluga á því ári 12,200. Árið 2025 er gert ráð fyrir að far- þegar verði tæpar 4,5 milljónir og fjöldi fluga verði 34,200. Í dag eru flugvélastæði 14 tals- ins, en gert er ráð fyrir að þau verði 27 árið 2025. Fimmtán hundruð bílastæði eru nú við flugstöðina en árið 2025 er gert ráð fyrir tæplega 5 þúsund stæðum. Í skýrslu sem Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar hefur látið gera þar sem fjallað er um leiðir til að mæta auknum farþegafjölda og bæta þjónustustig farþega kemur fram að bilið á milli afkasta- og álags- stigs hafi aukist. Gert var ráð fyrir að álagsstigið yrði 1.100 farþegar á klukkustund árið 2010, en þeir hafa nú þegar náð þeim fjölda. Álag er á hraðri uppleið vegna fjölgunar brottfara flugvéla á háannatíma, en um helmingur farþega fer um flug- stöðina milli klukkan 6 og 8 á morgnana. Á öðrum tímum dagsins nýtist flugstöðin verr. Fyrirhugaðar aðgerðir á árunum 2004 til 2005 eru að stækka inn- ritunarsal, stækka komusal, end- urinnrétta landgang, fjölga bíla- stæðum, stækka komuverslun, bæta möguleika fyrir sjálfsaf- greiðslu og stækka 3. hæð norð- urbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrirhugað er að skrifstofur verði fluttar þangað upp en það svæði sem í dag er nýtt undir skrifstofur á 2. hæð verður notað til að stækka brottfararsvæðið. Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar framkvæmdastjóra flugstöðvar- innar er mikill kostnaður því fylgjandi að mæta þessum álagstoppum með stækkun bygg- ingarinnar því er nauðsynlegt að grípa til fleiri aðgerða. Unnið er að því í samráði við hagsmuna- aðila að dreifa álagi í flugstöð- inni betur með það að markmið að bæta þjónustu við farþega. Tillögur að stækkuninni verða lagðar fljótlega fyrir byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd Varnarsvæða. „Ef við getum ekki dreift álagstoppunum betur en við ger- um í dag þá er ljóst að sú fjárfest- ing sem flugstöðin þarf að ráðast í verði um 2,5 til 3 milljarðar króna á næstu árum, samkvæmt áætlunum. Það er því um brýnt hagsmunamál að ræða að dreifa álaginu á morgnana,“ sagði Höskuldur í samtali við Víkur- fréttir. ➤ H U N D R U Ð M I L L J Ó N A Í B R E Y T I N G A R Á L E I F S S T Ö Ð 2 0 0 4 - 2 0 0 5stuttar f r é t t i r Jón Gunnarsson alþing-ismaður tók til máls áAlþingi í síðustu viku í umræðum um skýrslu utan- ríkisráðherra um utanríkis- mál. Jón gagnrýndi utanrík- isráðherra mjög í ræðu sinni fyrir að hafa ekki minnst einu orði á uppsagn- ir og samdrátt hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Jón sagði meðal annars í ræðu sinni að hann hefði vonast til að ráðherra myndi fjalla um málið þegar hann kynnti skýrsluna. Í ræðu sinni sagði Jón að hann hefði miklar áhyggjur af stöðu mála og að hann byggist við fleiri uppsögn- um. Vísaði hann meðal ann- ars í umfjöllun Víkurfrétta um samdrátt hjá Varnarlið- inu og aðrar fréttir sem blaðið hefur greint frá. Jón Gunnarsson sagði í and- svari við umræðurnar að utan- ríkisráðherra væri reiður, leið- ur og pirraður á því að vakið væri máls á ástandinu. „Mér finnst að við eigum ekki að ræða um eins alvarleg mál á þeim nótum sem ráðherra gerði. Stjórnmálamenn eiga að geta rætt málin á málefna- legan hátt og taka ákvarðanir með staðreyndir fyrir framan sig. Mér finnst utanríkisráð- herra og stjórnvöld skulda bæði þeim sem vinna upp á flugvelli og eins okkur sem þarna búum, skýringar á því af hverju ekki hefur verið brugðist við. Ég kalla eftir þeim viðbrögðum og mun á Alþingi eftir helgi óska eftir frekari umræðum um atvinnu- mál á Suðurnesjum,” sagði Jón Gunnarsson í samtali við Víkurfréttir. Atvinnumál á Vellinum á Alþingi Þ ann 19. október fagn-aði Sólveig Sigurðar-dóttir, Suðurgötu 51 í Keflavík, 90 ára afmælisdegi sínum. Af því tilefni tók hún á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar. Hún vill þakka öllum þeim sem glöddu hana með gjöfum og nærveru sinni og biður þeim allrar blessunar um ókomin ár. Sólveig er fædd í Keflavík og hefur átt þar heima allan sinn aldur. Foreldrar hennar voru Sigurður Erlendsson skipstjóri og fiskmatsmaður í Keflavík og kona hans Ágústa Guðjónsdótt- ir húsmóðir. Sólveig giftist 18. desember 1938 Jens Ingva Jóhannssyni fæddum 26. febrúar 1917. Sól- veig missti mann sinn 27. júlí árið 1951 frá fjórum dætrum þeirra. Dætur þeirra eru Halldóra Ingi- björg, Helga Magnea, Eyrún, Sveinbjörg Eygló og Jóhanna. Afkomendur Sólveigar eru orðnir 65 og af þeim eru 64 á lífi. Þrátt fyrir háan aldur hefur hún haldið heimili og séð um sig sjálf þar til hún varð veik fyrir nokkrum mánuðum. Hún dvelur enn á heimili sínu og nýtur aðstoðar dætra sinna. Sólveig Sigurðardóttir 90 ára Stórframkvæmdir framundan í Leifsstöð Fyrirhugað er að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árunum 2004 til 2005 til að mæta auknum farþegafjölda sem fer um flugstöðina á ári hverju. Gert er ráð fyr- ir að kostnaður við stækkunina nemi um 600 til 700 milljónum króna. Á árinu 2001 fóru 1,4 milljónir farþega um flugstöðina og var fjöldi fluga á því ári 12,200. Framtíðarsýn: Leifsstöð árið 2025 Leifsstöð í dag. Ljósmynd: Mats Innanlandsflugstöð Norðurlandgangur Suðurlandgangur Breikkun núv. landgangs Norðurbygging stækkuð Bílastæðahús Hótel VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:19 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.