Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! A tvinnubílstjórar á flutn-ingabílum sem aka dag-lega um Reykjanesbraut eru mjög ósáttir við þá umferð- armenningu sem nú blómstrar á brautinni. Bílstjórar hafa verið í sambandi við Víkur- fréttir allt frá því banaslysið átti sér stað fyrir helgi og lýst áhyggjum sínum af stöðu mála. Þeir hafa síðan verið að hringja sig saman og bera saman bæk- ur sínar. Bílstjórarnir segja það vera daglegt brauð að öku- menn fólksbifreiða láti öllum illum látum með blikki ljósa og bílflauti til að reka flutninga- bílana út á vegaröxlina. Flutn- ingabílstjórar sem Víkurfréttir hafa rætt við segja það ekki koma til mála að aka allt að 49 tonna trukkum út á vegaröxl- ina, enda sé það ekki heimilt. Þeir vilja hins vegar sjá breyt- ingu á hegðun vegfarenda, enda sé ástandið oft skuggalegt og framúrakstur sem sé ekki verjandi. Þá benda bílstjórar, sem þekkja til aksturs víðar á landinu, á að önnur umferðar- menning sé á brautinni en öðr- um vegum landsins. Umferðarstofa hefur tekið saman minnisblað um akstur á vegaröxl- um Reykjanesbrautar og er það birt á vef stofnunarinnar. Minnis- blaðið varðar ákvæði umferðar- laga um heimild bifreiðarstjóra, sem aka um Reykjanesbraut, til þess að víkja af akbrautinni út á vegaröxl og aka eftir vegaröxl- inni til þess að hleypa umferð fram hjá og aka síðan aftur inn á akbrautina. Þar segir m.a.: Þjóðvegir - Vegaröxl. Þjóðvegir hér á landi utan þétt- býlis, sem eru með bundnu slit- lagi, eru flestir þannig byggðir að akbrautin nær yfir mestan hluta vegarins, ein akrein í hvora átt. Akbrautinni er skipt langsum með miðlínu og öðrum merkilín- um á yfirborði akbrautar. Svæðið við vegarbrún, utan við bundið slitlag, er víðast hvar mjó mal- borin ræma sem sjaldnast er nægilega breið til þess að leggja þar ökutæki og jaðar akbrautar er yfirleitt ekki markaður með kant- línu. Reykjanesbrautin er dæmi um þjóðveg þar sem veginum er skipt í akbraut og vegaröxl. Á ak- brautinni er ein akrein í hvora átt og eru akreinarnar aðgreindar með miðlínu og öðrum merkilín- um á sama hátt og á öðrum þjóð- vegum. Mörk akbrautar og veg- araxlar er á Reykjanesbrautinni merkt með brotinni kantlínu í samræmi við ákvæði reglugerð- ar. Á Reykjanesbraut eru veg- araxlir nægilega breiðar til þess að þar megi aka bifreið. Hönnun vegarins sýnist beinlínis gera ráð fyrir að vegaraxlirnar séu notaðar fyrir umferð ökutækja. Verður að ætla að tilgangurinn með þeirri ráðstöfun hafi fremur verið að beina ökumönnum út á vegaröxl í undantekningartilvikum, til þess að hleypa öðrum fram hjá, allt í þeim tilgangi að auka um- ferðaröryggi þegar ekið er fram úr. Líklega hefur sú ráðstöfun helgast af því að ekki sé mikil umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna um vegaraxlirn- ar. Umferðarlögin - Vegaröxl. Í 2. gr. umferðarlaganna eru skil- greind ýmis orð og hugtök sem koma fram í lögunum. Þar er ak- braut skilgreind sem sá hluti veg- ar sem ætlaður er fyrir umferð ökutækja. Skilgreining á vegaröxl kemur ekki fram í 2. gr. laganna en í 1. mgr. 11. gr. kemur fram að veg- aröxl er sá hluti vegar sem er utan akbrautar og er ekki ætlaður fyrir umferð ökutækja. Vegaröxl er fyrst og fremst svæði fyrir umferð gangandi vegfar- enda en einnig öryggissvæði fyr- ir ökutæki sem þarf að stöðva t.d. vegna bilunar. Í niðurstöðum Umferðarstofu segir: Bifreiðastjórum er heimilt samkvæmt umferðarlögunum að hleypa umferð fram hjá sér með því að aka af akbraut út á veg- aröxl enda sýni þeir ýtrustu var- úð og aki varlega. Jafnframt má vera ljóst að þeim er ekki heimilt að aka áfram eftir vegaröxlinni, annað hvort skal aka strax inn á akbrautina eða nema staðar. Þeg- ar ekið er af vegaröxl inn á ak- brautina, skal víkja fyrir umferð um akbrautina. Vegaröxl er sam- kvæmt umferðarlögunum, eins og þegar hefur verið lýst, fyrst og fremst svæði fyrir gangandi veg- farendur en auk þess öryggis- svæði fyrir ökutæki sem t.d. þarf að stöðva vegna bilunar. Landið, sem Reykjanesbrautin liggur um, er víða úfið hraun þar sem erfitt er um vik að víkja af akbrautinni, t.d. ef ökutæki bilar. Umferð um brautina er með þeim hætti að stórhættulegt er að skilja þar eftir ökutæki á akbrautinni. Það fer ekki saman að nota vegaraxlir á Reykjanesbraut fyrir gangandi vegfarendur, fyrir hjólreiðamenn, sem öryggissvæði og sem ak- braut, allt í senn. Banaslys varð er ekið vará bíl sem var kyrrstæð-ur í vegkanti Reykjanes- brautar skammt frá Grinda- víkurafleggjaranum sl. fös- tudag. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og lést annar þeirra er þangað var komið. Það var karlmaður um sjötugt. Í kjölfar slyssins var Reykjanesbrautinni lokað. Bíl- arnir eru mikið skemmdir. Sex hafa látist í umferðarslysum á Reykjanesbraut í umdæmi lög- reglunnar í Keflavík það sem af er þessu ári. Flutningabílstjórar ósáttir við um- ferðarmenningu á Reykjanesbraut ➤ S J Ö T TA B A N A S LY S I Ð Á R E Y K J A N E S B R A U T Á Þ E S S U Á R I Sex manns látist á Reykjanesbraut á árinu 2003 Frá slysstað fyrir helgi. Bílar á vegaröxlinni á slysstað. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:53 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.