Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2003 I 17
Guðbjörg Jóhannsdóttirtók við starfi atvinnu-ráðgjafa hjá Sambandi
sveitarfélaga á Suðurnesjum
fyrir stuttu, en Guðbjörg hefur
mikla reynslu og þekkingu af
frumkvöðlum og áhrifum
þeirra í atvinnuuppbyggingu.
Guðbjörg hefur lokið við-
skiptafræðinámi við Háskóla
Íslands og M.s. námi í alþjóða-
markaðsfræðum þar sem hún
lagði sérstaka áherslu á hlut-
verk frumkvöðla og atvinnu-
uppbyggingu. Guðbjörg hefur
mikla trú á Suðurnesjum í at-
vinnulegu tilliti og segir að
margt spennandi sé að gerast í
þeim málum á svæðinu.
Í hverju felst starf atvinnufull-
trúa?
Starf atvinnuráðgjafa SSS fellst í
að styðja og efla atvinnulíf á
starfssvæðinu til langs tíma. Það
eru ótal leiðir að því markmiði
en nefna má m.a. með hand-
leiðslu, miðlun upplýsinga og leit
að nýjum tækifærum. Samvinna
og samþætting eru veigamiklir
þættir í starfi atvinnuráðgjafa.
Hvernig líst þér á atvinnumálin
á Suðurnesjum?
Ég lít á atvinnulíf á Suðurnesjum
sem áhugavert viðfangsefni í
breytingafasa um þessar mundir.
Við lifum á tímum breytinga,
það má segja að starfsmenn geti
gengið að einu vísu - stöðugar
breytingar innan sem utan fyrir-
tækja. Alþjóðavæðing leiðir af
sér nýjar leiðir í rekstri fyrir-
tækja, harðari samkeppni og
breytt lífsmynstur. Sú þróun sem
fylgir alþjóðavæðingunni kemur
fyrr en síðar einnig til Íslands og
Suðurnesja. Það er því áherslu
atriði að greina stöðu í atvinnu-
lífi á Suðurnesjum og í framhaldi
af því móta ákveðna stefnu sem
vinna á að í þeim tilgangi að
skapa öflugt og fjölbreytt at-
vinnulíf.
Eru einhverjar sérstakar
áherslur sem þú beinir helst
sjónum þínum að?
Það er mikilvægt að þekkja um-
hverfi og aðstöðu á svæðinu í
þeim tilgangi að nýta þær auð-
lindir eða þau tækifæri sem hér
er að finna eða leita inn á svæð-
ið. Framtíðin verður að leiða í
ljós hvernig atvinnuumhverfi hér
byggist upp, þarfir fyrirtækja eru
gríðalega misjafnar og ómögu-
legt að staðhæfa um eitt eða
neitt. Vert er þó að hafa í huga
að aðgengi að starfsfólki á ein-
stökum sviðum geta takmarkað
möguleika fyrirtækja er varðar
innkomu á svæðið sem og fjöl-
margir aðrir þættir.
Hvaða framtíð telurðu að Suð-
urnesin eigi í atvinnulegu til-
liti?
Segja má að Suðurnesin sem slík
sé eitt stórt áhugavert verkefni í
atvinnulegu tilliti, hver dagur hjá
atvinnuráðgjafa er einstakur. Það
sem ég veit í dag er að ég kem til
með að leita leiða til frekari
ávinninga í atvinnumálum á
þessu atvinnusvæði.
Guðbjörg Jóhannsdóttir
tók við starfi atvinnuráðgjafa
hjá Sambandi sveitarfélaga á
Suðurnesjum fyrir stuttu.
SPURT&SVARAÐ
Mörg spennandi tæki-
færi á Suðurnesjum
-nýráðinn atvinnuráðgjafi á Suðurnesjum
FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1
Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð.
Þú færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með.
Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna.
Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík
Unglingar í GolfklúbbiSuðurnesja hafa hafiðsölu á lukkumiðum
sem fjáröflun fyrir æfingaferð
til Spánar næsta vor.
Tilefnið er 40 ára afmæli
klúbbsins. 14 glæsilegir
vinningar eru í boði, þar á meðal
eru tvær flugferðir til útlanda.
Miðaverð er 500 krónur og eru
útgefnir miðar einungis 550.
Dregið verður 17. desember og
birtast vinningsnúmerin hér í
Víkurfréttum. Suðurnesjamenn
takið vel á móti okkar ungu og
efnilegu golfurum.
Unglinganefnd Golfklúbbs
Suðurnesja
VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:46 Page 17