Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Íþróttabandalag Reykjanesbæjar sigr-aði örugglega í bikarkeppni Sundsam-bands Íslands, SSÍ, sem lauk á sunnu- daginn í Sundhöll Reykjavíkur. Bæði karla -og kvennalið ÍBR sigruðu í sínum flokk- um og var sigurinn aldrei í hættu. ÍRB hafði forystu eftir fyrsta dag og að loknum öðrum degi var munurinn 1.400 stig á næsta lið. Þegar upp var staðið hafði ÍRB unnið til 11 gullverðlauna, 9 silfurverð- launa og 5 bronsverðlauna. Liðsmenn ÍRB unnu sér samtals inn 29.300 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar hafnaði í öðru sæti með 26.771 stig eftir æsispennandi bar- áttu við Ægi sem varð í þriðja sæti með 26.596. KR hreppti fjórða sæti, Breiðablik það fimmta og Vestri varð neðstur og fellur því í aðra deild. Sundfélag Akraness, sem sigraði í 2. deild, tekur sæti Vestra í 1. deild. Óðinn frá Akureyri kom á eftir SA og Fjölnir var í þriðja sæti. Guðni Emilsson ÍRB bætti eigið drengjamet í 100 m bringusundi um rúma sekúndu. Hilmar Pétur Sigurðsson úr ÍRB sigraði í 1500m skriðsundi karla í 1. deild á tímanum 16:38,76 og bætti sig þar um 20 sekúndur. Helena Ósk Ívarsdóttir úr ÍRB sló telpnamet þegar hún synti í 100m bringusundi á tíman- um 1:14,00 og bætti þar með met stöllu sinn- ar úr ÍRB, Erlu Daggar Haraldsdóttur um rúmlega hálfa sekúndu. Tími Helenu er ein- nig undir lágmarki SSÍ fyrir Evrópumeistara- mót unglinga sem er á næsta ári. Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB, var að vonum í skýjunum með árangurinn. Þrír krakkar úr ÍRB náðu lágmörkum fyrir Norð- urlandameistaramót unglinga sem fer fram í Osló í byrjun desember nk., en það voru Birkir Már Jónsson, Erla Dögg Haraldsdóttir og Hilmar Pétur Sigurðsson. „Þetta var frá- bært og margir voru að standa sig mjög vel eins og Helena Ósk, Erla, Karitas Heimisdótt- ir og Guðni Emilsson sem voru að bæta sig mjög mikið. Reyndari sundmennirnir okkar voru kannski ekki að ná mjög góðum tímum miðað við sitt besta, en þau eru að fara út með landsliðinu á Evrópumótið og munu ef- laust toppa þar.“ Frá því að Keflavík og Njarðvík fóru að keppa saman undir merki ÍRB hefur vel- gengni þeirra verið mikil og hefur félagið unnið nær alla titla sem hafa verið í boði hér á landi. „ÍRB er ósigrandi um þessar mundir!“ , segir Steindór. „Ég held að þessi velgengni okkar sé algert einsdæmi, en við höfum unnið alla bikara sem eru í boði nema AMÍ mótið og það er bara vegna þess hvað við erum fá- liðuð, en við setjum stefnu á að vinna það mót eftir tvö ár.“ Stigabikar Sundssambandsins, sem veittur er fyrir mestu framfarir milli meistaramóta, hlaut Sindri Snævar Friðriksson í SH. Sund- hallarbikarinn svokallaða féll Erni Arnarsyni ÍRB í skaut, fyrir besta afrek sem unnið er á hverju ári í Sundhöllinni, en hann vann til fjögurra gullverðlauna á mótinu. Kennarafélag Fjölbrauta-skóla Suðurnesja ályk-taði á fundi sínum þann 13. nóvember sl. um styttingu náms til stúdentsprófs. Félagið lýsir yfir stuðningi við ályktan- ir Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskólakenn- ara um hugmyndir mennta- málaráðuneytisins um stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Þá telur kennarafélagið að nauð- synlegt sé að nákvæm úttekt sé gerð á innihaldi og skipulagn- ingu náms á unglingastigi grunnskóla og á framhalds- skólastigi, bæði hvað varðar bóknám og iðnnám, og það skoðað með hliðsjón af sam- bærilegu námi í nágrannalönd- unum Ályktunin er svohljóðandi í heild sinni: Kennarafélag Fjölbrauta- skóla Suðurnesja lýsir yfir stuðn- ingi við ályktanir Kennarasam- bands Íslands og Félags fram- haldsskólakennara um hugmynd- ir menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdentsprófs. Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja telur að nauðsynlegt sé að nákvæm úttekt sé gerð á innihaldi og skipulagningu náms á unglingastigi grunnskóla og á framhaldsskólastigi, bæði hvað varðar bóknám og iðnnám, og það skoðað með hliðsjón af sam- bærilegu námi í nágrannalöndun- um. Félagið mótmælir þeirri ein- földu aðferð að telja klukku- stundir þegar borið er saman nám unglinga á Íslandi og í nágranna- löndunum, án þess að skoða á sama tíma atriði eins og kjör og kennsluskyldu kennara, aðstæður nemenda í skólum og annað sem hefur áhrif á námsframvindu, svo sem aukna þörf fyrir tungumála- kennslu. Slakur árangur nemenda við lok grunnskóla og mikið brottfall nemenda úr framhaldsskóla er al- varlegt vandamál í skólakerfinu. Ekki er ljóst hvaða gagn styttra nám í framhaldsskóla hefði hvað varðar þetta vandamál. Þegar námskrá framhaldsskólanna var breytt fyrir fáum árum, var nem- endum veitt aukið sjálfstæði í námsvali sínu og það talið skref í því að draga úr brottfalli. Nú á að stíga skref í gagnstæða átt og ekki er ljóst af hverju sú breyting hefur orðið. Stytting framhalds- náms um eitt ár mun draga úr sveigjanleika í námsvali og auk þess draga úr möguleikum skóla til þess að marka sér sérstakan bás. Kennarafélagið telur að hug- myndirnar eins og þær eru settar fram séu á skjön við þær grunn- hugmyndir sem mótuðu nýja námskrá fyrir nokkrum árum. Svo viðamikil breyting sem þessi aðgerð er hlýtur að kalla á gagn- gera skoðun á öllu kerfinu og nýtt mat á því hvers skal krafist af nemendum á framhaldsskóla- stigi. Samþykkt samhljóða. ➤ B I K A R K E P P N I S U N D S A M B A N D S Í S L A N D S Kennarar í FS álykta um styttingu náms til stúdentsprófs Yfirburðir Reykjanesbæjar í sundi Ó löf Gunnarsdóttir ogVilmar Guðmunds-son duttu í lukku- pott Samkaupa í síðustu viku, en þau unnu sitthvorn farmiðann til einhverra af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu. Fjölmargir tóku þátt í lukkuleiknum í vik- unni, en vinningar eru dregnir út á þriðjudögum. Fjöldi aukavinninga eru einnig dregnir út í hverri viku og eru nöfn vinnings- hafa birt í Víkurfréttum. Frá og með deginum í dag gildir græni miðinn sem kemur með Víkurfréttum. Komið með miðann, heftið strimilinn á þegar búið er að versla og setjið í kassa sem staðsettir eru á af- greiðslukössum. Aukavinninga fengu: Þórey Brynja Jónsdóttir Kristín Guðnadóttir Einar Haraldsdóttir Dagbjört Þórey Ævarsdóttir Sigríður Hauksdóttir Kolbrún Aradóttir Anna Lilja Lárusdóttir Guðbjörg Samúelsdóttir Eiríkur Hansen Halldór Þórðarson Lukkuleikur Samkaupa: Ólöf og Vilmar til Evrópu VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:39 Page 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.