Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Spólan í tækinu Bókaormurinn Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is SPÓLAN Í TÆKINU OG BÓKAORMUR VIKUNNAR Upptekinn í þjálfun og á vídeóleigunni Óskalisti í smíðum Laugardaginn 22. nóvem-ber efnir KarlakórKeflavíkur til stórtón- leika í tilefni 50 ára afmælis kórsins. Tónleikarnir verða haldnir í Íþróttahúsi Keflavík- ur við Sunnubraut og hefjast kl 17:00. Karlakórinn Fóstbræður og Karlakórinn Þrestir munu heiðra kórinn með þátttöku í tónleikun- um með því að syngja nokkur lög, auk þess sem allir kórarnir munu enda tónleikana með sam- söng 150 söngvara. Í tilefni afmælisins kemur út nýr geisladiskur með Karlakór Kefla- víkur sem ber heitið Tónaberg. Eitt laganna á geisladisknum ber sama nafn, en lagið er eftir Sigur- óla Geirsson við texta Þorsteins Eggertssonar. Stjórnandi er Vil- berg Viggósson og undirleikarar Ágota Joó og Ester Ólafsdóttir og einsöngvari er Steinn Erlings- son. Áður hefur kórinn gefið út hljómdiskinn „Suðurnesjamenn“ árið 1996 og hljómplötu, sem bar nafn kórsins, á árinu 1981. Páll Hilmarsson kórfélagi hefur haft veg og vanda að þessu verk- efni. Steinn Erlingsson formaður karlakórsins sagði í samtali við Víkurfréttir að von væri á stór- góðum tónleikum, sem enginn mætti láta fram hjá sér fara. Karlakór Keflavíkur var stofnað- ur 1. des. 1953 og fagnar því um þessar mundir hálfrar aldar af- mæli sínu. Jón Tómasson var fyrsti formaður kórsins. Karlakór Keflavíkur er með elstu starfandi kórum landsins í dag og hefur hann starfað óslitið frá stofnári sínu. Fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir um vorið 1955. Stjórnandi var Guðmund- ur Norðdahl og undirleikari Fritz Weisshappel. Einsöngvarar á þessum tónleik- um voru Kristinn Hallsson og kórfélagarnir, Böðvar Pálsson, Guðjón Hjörleifsson og Sverrir Olsen. Það var lagið „Ísland“ eftir Sigurð Þórðarson, við ljóð Huldu sem var fyrst á söngskrá kórsins. Ótal raddir hafa lagt kórnum lið- styrk sinn á löngum ferli. .Hauk- ur Þórðarson hefur verið lengst formaður kórsins í 20 ár. Núver- andi formaður er Steinn Erlings- son. Stjórnendur kórsins hafa verið margir þeir sem lengst stjórnuðu honum voru þeir Guð- mundur Nordal. Herbert H. Ágústsson og Sigurður Demenz. Ragnheiður Skúladóttir var und- irleikari í yfir 20 ár. Stjórnandi kórsins nú er Vilberg Viggósson og undirleikari Ester Ólafsdóttir Víða hefur verið komið við, jafnt innanlands sem utan. Með- al þeirra landa sem kórinn hefur heimsótt á söngferðalögum sín- um eru; Írland, Kanada, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Færeyjar. Síðasta utanferð kórsins var vor- ið 2000, en þá voru frændur okk- ar Færeyingar heimsóttir og mun sú ferð lengi lifa í hugum kórfé- laga, fyrir metnaðarfullan vel- heppnaðan söng kórsins, en þó ekki síst fyrir frábærar móttökur. Frá upphafi hafa árlegir vortón- leikar kórsins verið fastur liður í starfsemi kórsins og þannig hefur kórinn skilað afrakstri hvers vetr- ar til bæjarbúa, þó reyndar hafi kórinn á síðustu árum farið með þá dagskrá bæði til nágranna- sveitarfélaga, sem og höfuðborg- arinnar og öðru hverju lengra út á landsbyggðina. Þá hefur kórinn verið virkur í þátttöku á hinum ýmsu kóramótum. Stórtónleikar í tilefni af 50 ára afmæli Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ með ýmsum hætti í síðustu viku. Þar sem dagurinn bar upp á sunnudegi hafa skólarnir fært til hátíðardagskrá í tilefni af deginum en í þessari viku hefjast próf hjá þremur grunnskólum Reykjanesbæjar sem starfa eftir þriggja anna kerfi. Nemendur í Heiðarskóla lásu fyrir aðra bekki skólans og átta nemendur sem tilnefndir voru í ljóðasamkeppni Þallar heimsóttu bekki og lásu upp ljóð sín. Stóra upplestrarkeppnin meðal nemenda í 7. bekk hófst víðsvegar um landið sunnudaginn 16. nóvember en markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upp- lestri og framburði og að allir nemendur lesi upp sjálfum sér og öðrum til ánægju. Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar munu taka þátt í keppninni og koma fram á lokahátíð sem haldin verður í Njarðvíkur- kirkju í byrjun mars, segir á vef Reykjanes- bæjar. Stóra upplestrarkeppnin að hefjast ➤ K A R L A K Ó R K E F L A V Í K U R Magnús Haraldssonskrifstofustjóri Spari-sjóðsins í Keflavík seg- ist ekki vera mikill bóka- ormur í orðsins fyll- stu merk- ingu. Síð- asta bók sem hann las er bókin Hafnir á Reykjanesi eftir Jón Þ. Þór og hann segist ætla að lesa Ofvitann eftir Þór- berg Þórðarson fljótlega, en það var hans uppáhaldsbók á hans yngri árum. Ertu mikill bókaormur? Nei, nei, ekki í orðsins fyllstu merkingu, en ég les þó nokkuð. Ég er ekki skipulagður í mínum bókalestri, er yfirleitt með nokkr- ar bækur í takinu í einu. Mér gengur illa að taka bók og lesa hana til enda í einni lotu, vil heldur grípa til hennar af og til. Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu núna? Landneminn mikli, ævisaga Stephans G. Stephanssonar ligg- ur efst í bunkanum. Ég fékk Andvökur, kvæðabækur skálds- ins í fermingargjöf frá afa og ömmu fyrir nær fimmtíu árum, og þótti kannski ekki mikið koma til þá. Ég hef kunnað betur að meta þær með árunum og les þær með nýju hugarfari eftir lest- ur ævisögu skáldsins. Aðrar bæk- ur eru Vísnabók Káins, Að sigra heiminn, kvæðakver Steins Steinars, og Kvæði og ljóð eftir Kristinn Reyr Pétursson, en það er skemmtilestur fyrir gamla Keflvíkinga að fletta þeirri bók. Einnig eru á borðinu nokkrar „heilsubækur” með ráðlegging- um um hreyfingu og hollt matar- æði. Ég er alltaf á leiðinni í átak, orð eru til alls fyrst !! Hvaða bók lastu síðast? Hafnir á Reykjanesi, eftir Jón Þ. Þór. Hún kom út í sumar og er fróðleg og skemmtileg lesning. Hver er þín uppáhaldsbók? Ég á held ég enga sérstaka uppá- haldsbók. Ég hélt lengi uppá Of- vitann eftir Þórberg á mínum yngri árum. Það væri sennilega góð hugmynd nú að rifja upp gömul kynni. Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni? Ég er svona að koma mér upp óskalista fyrir jólin. Á honum er bækur eins og Lífsþorsti og leyndar ástir, svipmyndir úr lífi Gríms Thomsens, Síðasti Fjöln- ismaðurinn, ævi Konráðs Gísla- sonar og auðvitað Andvökuskáld, seinna bindið af Stephani G Hvaða bókaorm skorarðu á næst? Þorstein Marteinsson í Bókabúð- inni, mér dettur svona í hug að hann kíki í bækur. Friðrik Ingi Rúnarssonþjálfari úrvalsdeildarliðsGrindavíkur í körfu- bolta og eig- andi mynd- bandaleig- unnar Víd- eóvík í Njarðvík er mikill áhugamað- ur um kvik- myndir. Síð- asta mynd sem Friðrik Ingi leigði sér er Magdalene Sisters. Hvaða kvikmynd sástu síðast í bíó? X - Men 2 Hver er uppáhaldskvikmyndin sem þú hefur séð? Þær eru nokkrar góðar og erfitt að gera upp á milli. The Shaws- hank Redemption er stórkostleg mynd og svo verð ég að segja The Prince of Tides með Nick Nolte og Barbara Streisand, sú mynd hreif mann mikið og síðast en ekki síst One Flew Over The Cuckoo’s Nest þar sem Jack Nicholson fór á kostum. Hver finnst þér vera besti leik- ari/leikkona sem nú er á lífi? Jack Nicholson og Susan Sar- andon Hvað ferðu oft í bíó á mánuði? Ég fer of sjaldan, er gjarnan upp- tekinn að þjálfa á kvöldin og vinna á Vídéóleigunni Hvaða spólu leigðirðu þér síð- ast? Magdalene Sisters, frábær mynd. Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til? Mystic River, væntanleg í kvik- myndahús. Hvern skorarðu á í næsta blaði að svara þessum spurningum? Ég ætla að skora á Nökkva Má Jónsson héraðsdómslögmann, ég veit að hann leysir þetta með stakri prýði. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:26 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.