Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 15
Frjálshyggjufélagið heldur opinn fund í Keflavík miðvikudaginn 26. nóvember næstkomandi í sal Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Fundur- inn hefst klukkan 20:00. Fram- sögumenn á fundinum verða Haukur Örn Birgisson formaður og Gunnlaugur Jónsson stjórnar- maður. Fundarstjóri verður Frið- björn Orri Ketilsson fram- kvæmdastjóri félagsins. Frjáls- hyggjufélagið var stofnað þann 10. ágúst í fyrra og í næstu al- þingiskosningum hyggst félagið bjóða fram til Alþingis. Friðbjörn Orri Ketilsson segir í viðtali við Víkurfréttir að haldnir hafi verið fundir víða um land og að félaginu hafi verið tekið vel. Fyrir hvað stendur Frjáls- hyggjufélagið? Frjálshyggjufélagið var stofnað 10. ágúst 2002. Félagið hyggst starfa að fræðslu um frjálshyggju á Íslandi. Í næstu kosningum er ætlunin að bjóða fram í kosning- um til Alþingis. Félagið hefur unnið ötult starf að undanförnu í uppfræðslu víða um land. Það eru reglulegir atburðir á vegum félagsins oft margir í mánuði hverjum. Málfundir, myndbanda- kvöld, útgáfustarfsemi, vefrit, ferðir út á land o. s. frv. Einnig er margt á döfinni hjá félaginu og ber þar helst að nefna ræðunám- skeið sem hefst um jólaleytið, opnun á nýjum vef o.fl. sem fólk getur fylgst með á vefsíðu okkar: http://www.frjalshyggja.is. Lengi hefur verið talað um að það vanti stjórnmálaflokk sem sé frjálslyndari en núverandi flokkar. Er Frjálshyggjufélagið vísir að slíkum flokki? Já klárlega. Við munum bjóða fram til Alþingis í næstu kosn- ingum. Flokkurinn er ekki stund- arflokkur líkt og aðrir sem hafa farið af stað í kringum einstök mál og fjarað svo út. Við höfum hreina hugsjón og skýra stefnu að okkar markmiðum. Slíkt er vænlegt til langs tíma. Nú hafa ýmsir gagnrýnt vænd- isfrumvarpið svokallaða. Hver er afstaða Frjálshyggjufélags- ins til þess frumvarps? Við höfnum því frumvarpi alfar- ið. Að okkar mati er það ekki hlutverk ríkisins að segja einstak- lingum hvernig þeir ráðstafa lík- ama sínum eða með hvaða hætti. Við teljum að hverjum einstak- lingi eigi að vera frjálsar allar þær athafnir sem ekki skaða aðra með ofbeldi. Kynlíf gegn greiðslu með samþykki allra málsaðila ber því að heimila. Við höfnum aftur á móti nauðung og ofbeldi og erum alfarið á móti slíku. Margt bendir sterklega til þess að þar sem vændi er heimilt sé ástandið mun betra. Ofbeldi á þeim sem það stunda er minna og heilbrigðiseftirlit betra. Með því að færa þetta á yfirborðið er fótunum kippt undan ólöglegri starfsemi eins og mansali. Frá Svíþjóð, sem bannað hefur kaup á vændi, berast fréttir um fjölgun ofbeldisglæpa í tengslum við vændi í kjölfar þess að það færð- ist í undirheimana. Finnurðu fyrir áhuga fólks á félaginu? Já, það geri ég. Það gerist mjög reglulega að fleiri og fleiri koma til liðs við félagið til að berjast fyrir auknu frelsi á öllum svið- um. Þetta er fólk af öllum aldri með mismikla pólitíska fortíð. Það sem sameinar hópinn í verki og starfi er hugsjón um frelsi ein- staklingsins. Slík hugsjón hefur fylgt mannkyni frá örófi alda og ekkert í seinni tíð sem breytir þeirri þrá fólks að njóta frelsis. Það er algengt að fólk sé á móti nauðung og fylgjandi frelsi. Hverjir verða framsögumenn á fundinum í Keflavík? Haukur Örn Birgisson formaður félagsins mun halda tölu sem og Gunnlaugur Jónsson stjórnar- maður. Báðir þessir menn hafa mikla reynslu í pólitísku starfi sem og ræðuhöldum. Við höfum m.a. farið út á land og haldið fundi þar sem og í Reykjavík við góðan orðstír og ánægjulegar undirtektir. Frjálshyggjan nær til allra óháð aldri eða búsetu. Það er okkar reynsla. VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2003 I 15 FRJÁLSHYGGJA BOÐUÐ Í KEFLAVÍK Friðbjörn Orri Ketilsson. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:56 Page 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.