Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! BÓN & RYÐVARNARÞJÓNUSTA Brekkustíg 38 • Njarðvík • Sími 11550 ■ Intersport-deildin í körfuknattleik / úrslit karla Suðurnesjaliðin unnu öllleiki sína í Intersport-deildinni í fyrrakvöld. KEFLAVÍK-TINDASTÓLL Keflavík vann góðan heimasigur á Tindastóli á þriðjudagskvöld. Lokastaða var 101-90 en liðin stóðu jöfn í hálfleik 51-51. Eins og tölurnar segja til um, var vörnin hjá Keflavík í fyrri hálf- leik ekkert til að hrópa húrra fyrir, en í seinni hálfleik hrukku þeir í gang og unnu sanngjarnan sigur sem hefði getað verið stærri. Guðjón Skúlason var sæmilega sáttur við leikinn. „Jú, það er gott að vinna leikinn, en við vorum ekki að spila vel framan af. Við mætum þeim aftur í Hópbíla- bikarnum um næstu helgi þannig að þessi leikur var ágætur til að finna veikleika þeirra og sjá hvar okkar möguleikar okkar liggja.“ Meiðsli vörpuðu þó skugga á sigur Keflavíkur þar sem Arnar Þór fékk slæmt höfuðhögg og missti minnið og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til að- hlynningar og er vonandi að meiðsli hans séu ekki alvarleg. Derrick Allen var atkvæðamestur Keflvíkinga með 23 stig og 12 fráköst, en Nick Bradford sko- raði 21. Clifton Cook fór fyrir Stólunum með 30 stig og Nick Boyd setti 28. ÞÓR-GRINDAVÍK Grindavík lagði Þórsara í heim- sókn sinni til Þorlákshafnar 76- 86. Grindvíkingar voru mistækir til að byrja með en fundu svo taktinn og höfðu forystu í hálfleik sem þeir héldu út leikinn. „Þetta var svolítið skrítinn leikur.“ sagði Friðrik Ingi hjá Grindavík. „Eftir að við náðum 10 stiga forystu gekk ekkert hjá hvorugu liðinu. Við vorum að klúðra boltum og hittum illa og leikurinn varð bara einhver- skonar hnoð. Við höfðum þetta þó, en ekki var það á sókninni.“ Stigahæstur Grindvíkinga var Daniel Trammel, sem skoraði 22 stig og tók 14 fráköst. Þar á eftir kom Darrel Lewis með 20 stig og Páll Axel Vilbergsson skoraði 17 stig. Hjá Þór var Robins með 19 stig og Brisport með 17 og tók 12 fráköst. BREIÐABLIK-NJARÐVÍK Njarðvík vann mikilvægan útisigur á Breiðabliki 85-97. Njarðvíkingum gekk illa í fyrri hálfleik og vörnin hriplak í öðrum fjórðungi þar sem Blikar skoruðu 31 stig. Í seinni hálfleik lagaðist leikur gestanna og lönd- uðu þeir loks góðum sigri. Friðrik Ragnarsson var feginn að ná tveimur stigum í hús. „Við vorum ekki að spila mjög vel en við höfðum þetta þótt við þyrft- um að hafa fyrir þessu. Ég er bara feginn að hafa ekki tapað þessum leik í einhverjum vit- leysugangi eins og í Hamars- leiknum um daginn.“ Brandon Woudstra var stigahæst- ur Njarðvíkinga með 36 stig og þar á eftir kom Páll Kristinsson með 21 stig. Stigahæstur Blikanna var Cedrick Holmes sem skoraði 39 stig og tók 11 fráköst. Að lokinni 7. umferð deildar- innar er Grindavík enn efst og ósigrað með 14 stig en Kflavík, Njarðvík og Snæfell fylgja í humátt á eftir þeim með 10 stig. Á botninum sitja ÍR, KFÍ og Breiðablik með 2 stig hvert. Þreifað á Tindastóli fyrir bikarátök helgarinnar sport FJÓRAR SÍÐUR AF ÍÞRÓTTUM Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 • sport@vf.is Það er fjör hjá yngri krökkunum í boltaíþróttunum. Þessar myndir voru teknar í „turneringu“ um sl. helgi í íþrótta- húsinu í Grindavík. Fjögur lið kepptu þennan dag, Grindavík, Keflavík, Njarðvík og Hörður frá Vesturbyggð. Grindavíkurstúlkur undir styrkri stjórn Páls Axels Vilbergssonar unnu alla sína leiki og eru mjög sterkar. Myndirnar eru úr leik Keflavíkur og UMFG en heimastúlkur unnu örugglega. Auglýsingasíminn 421 0000 VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:11 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.