Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2003 I 27 ■Karfan / 1. deild kvenna - næstu leikir ■Karfan / 1. deild kvenna - úrslit ÍR-KEFLAVÍK Keflavík vann öruggan sigur á ÍR í 1. deild kvenna í Seljaskóla í dag. Lokastaðan var 62-93 fyrir Keflavík eftir að þær höfðu leitt allan leikinn og haft yfir í hálf- leik 35-52. Keflavík spiluðu mjög góða vörn og héldu góðri pressu á ÍR-inga ásamt því að þeim gekk afar vel í sókninni eins og tölurnar gefa til kynna. „Við náðum að leysa 1-3-1 svæðisvörnina þeirra mjög vel og komum okkur þess vegna í góð skotfæri sem við nýttum ágætlega“, sagði Hjörtur Harðar- son, þjálfari Keflavíkur. Stigahæst hjá Keflavík var Anna María Sveinsdóttir, en hún skor- aði 21 stig, tók 15 fráköst og stal 5 boltum. Þar á eftir komu Rann- veig Randversdóttir, með 16 stig, og Kristín Blöndal sem skoraði 14. Eplunus Brooks bar lið ÍR á herðum sér og skoraði 30 stig og tók 19 fráköst. NJARÐVÍK-GRINDAVÍK Njarðvík lagði Grindavík á heimavelli sínum á föstudags- kvöld, 61-58, eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Grindavíkurstúlkur byrjuðu leik- inn með látum og náðu góðri for- ystu en þegar um fimm mínútur voru eftir náðu Njarðvíkingar forystunni og héldu henni til loka. „Það var bara eins og stelpurnar trúðu ekki að þær gætu unnið svona stórt og við fórum að missa boltann alltof oft. Svo tók Gaines af skarið fyrir Njarðvík og þær kláruðu leikinn.“ sagði Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur. Andrea Gaines var stigahæst hjá Njarðvík með 22 stig, tók 10 frá- köst og gaf 7 stoðsendingar, en næst henni var Guðrún Karls- dóttir með 13 stig. Sólveig Gunnlaugsdóttir fór fyrir Grind- víkingum með 23 stig og tók auk þess 11 fráköst. KEFLAVÍK-KR Á mánudaginn mætast Keflavík og KR í 1. deild kvenna. Leikur- inn fer fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, en Keflavíkurstúlkur eiga harma að hefna úr síðasta leik liðanna sem KR vann óvænt. Þrátt fyrir að Keflavík hafi spilað mjög vel síðustu leiki munu stig- in tvö ekki verða auðsótt, þar sem KR hefur fengið til liðs við sig erlendan leikmann að nafni Katie Wolfe sem stóð sig vel í sigurleik KR-inga gegn toppliði ÍS á dögunum. Hjörtur Harðar- son, þjálfari Keflavíkur, játaði að KR-liðið væru vissulega sterkari en þegar þær unnu fyrr í vetur. „Þær eru með mjög sterka bak- verði en við erum mun sterkari undir. Ég vona bara að mínir bakverðir standi sig í vörninni og geti tekið við í sókninni ef KR fara að dekka betur undir körf- unni.“ Ef þessir þættir ganga upp má búast við því að Keflvíkingar nái að velgja KR verulega undir ugg- um. GRINDAVÍK-ÍS Grindavík mun leika við ÍS í 1. deild kvenna á mánudaginn. Leikurinn mun fara fram á heimavelli Grindavíkur, en ÍS, sem er í toppsæti deildarinnar, vann fyrri leik liðanna í haust. „Ég er ekki svartsýnn fyrir þenn- an leik en þetta verður erfitt fyrir okkur.“ segir Pétur Guðmunds- son, þjálfari Grindavíkur, „ Í síð- asta leik liðanna vorum við að spila vel þó að við höfum ekki unnið og við höfum verið að taka framförum í hverjum leik okkar, þannig að ég kvíði engu.“ Liðin eru hvort á sínum enda deildarinnar, ÍS á toppnum og Grindavík á botninum, en Grindavík hefur verið að bæta sig verulega í síðustu leikjum. Skothittni liðsins hefur batnað auk þess sem liðið hefur verið að taka mun fleiri fráköst, þannig að leikurinn er alls ekki unninn fyr- irfram hjá ÍS. ÍR-NJARÐVÍK Leikur ÍR og Njarðvíkur í 1. deild kvenna fer fram í Selja- skóla á miðvikudaginn. Jón Júlí- us Árnason, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, segir að leikurinn leggist vel í sitt lið, en Njarðvík vann fyrri leikinn nokkuð örugg- lega á heimavelli sínum. „Von- andi blekkjast stelpurnar ekki af stöðunni í deildinni, því þótt við séum með fleiri stig verðum við að berjast fyrir sigrinum. Við get- um unnið leikinn og eigum að gera það og ég er sannfærður um að það gengur eftir ef við mætum með réttu hugarfari.“ Fyrir leikinn er Njarðvík í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig en ÍR er í næst-neðsta sæti með 4 stig. Um helgina verður leikiðtil úrslita um Hópbíla-bikar karla í körfu- knattleik. Á föstudaginn verða undanúrslitaleikirnir og úr- slitaleikurinn sjálfur er á laug- ardaginn.Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. GRINDAVÍK-NJARÐVÍK Í fyrri leik undanúrslitanna mæt- ast Grindavík og Njarðvík og er óhætt að lofa stórleik. Þegar liðin mættust í fyrstu umferð Inter- sport-deildarinnar réðust úrslit ekki fyrr en eftir tvær framleng- ingar þegar Grindavík náði að kreista fram sigur. Í samtali við Víkurfréttir átti Friðrik Ingi hjá Grindavík von á hörkuviðureign. „Þessi lið eru klárlega í hópi bestu liða landsins og það er góð stemmning í okkar liði fyrir leik- inn. Síðasti leikur liðanna var auðvitað frábær en nú er Brenton farinn að spila með þeim eftir meiðsli og það styrkir Njarðvík mikið en við kvíðum ekki fyrir að mæta þeim.“ Friðrik Ragnars- son hjá Njarðvík tekur í sama streng og er viss um að helgin verði frá- bær fyrir körfu- knattleiks- áhuga- menn. „Þetta eru fjögur frábær lið og ég er viss um að við mun- um sjá hágæðabolta í úrslitunum sama hvaða lið fara áfram. Ég er bara að vona að við verðum þar. Annars leggst þetta bara vel i mig. Við erum með ungt lið en við erum hungraðir í titla eftir að hafa ekkert unnið í fyrra, en Grindavík er auðvitað með gott lið og við þurfum að eiga topp- leik til að vinna þá.“ KEFLAVÍK-TINDASTÓLL Í seinni undanúrslitaleiknum eigast Keflavík og Tindastóll við. Liðin öttu kappi á þriðjudaginn var þar sem Keflavík hafði betur, þannig að Stólana þyrstir eflaust í að jafna metin. Keflavíkurliðið hefur verið undir ákaflega miklu álagi vegna þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa, en hafa notið þess að hafa mjög breiðan hóp sem gerir þeim mögulegt að dreifa álaginu og hvíla lykil- menn. Falur Harðarson, annar þjálfara Keflavíkur, segir sína menn vera vel stemmda fyrir helgina. „Við mætum til leiks til að vinna. Það er ekki spurning. Þrátt fyrir að við leggjum höfuðáherslu á Evrópukeppnina eins og stendur ætlum við að sigra þessa keppni. Breiddin hjá okkur gefur okkur gott svigrúm til að rótera mannskapnum og við eigum alveg að geta teflt fram okkar sterkasta liði.“ Gaines tók af skarið fyrir Njarðvík Keflavíkurstúlkur eiga harma að hefna Leikið til úrslita í Hópbílabikarnum VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:03 Page 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.