Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2003 I 21                                           !"#$%%   &         '        & & (' & Næsta föstudag, þann 21.nóvember, mun Lúðra-sveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda haust- tónleika. Tónleikarnir verða í Kirkjulundi og hefjast kl. 19.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Mikil gróska er í lúðrasveitastarfi skólans. Lúðrasveitin er í vetur starfrækt í tveimur deildum, yngri og eldri. Yngri sveitin hef- ur sjaldan verið fjölmennari og öflugri og töluverð fjölgun hefur einnig orðið í eldri sveitinni. Svo mun að öllum líkindum byrj- endasveit taka til starfa í febrúar n.k., en hún verður skipuð nem- endum sem hófu nám á blásturs- og slagverkshljóðfæri seint síð- asta vetur og nú í haust. Þetta fyr- irkomulag með byrjendalúðra- sveit hefur verið viðhaft í skólan- um undanfarin ár, með góðum árangri. Starfsemi lúðrasveitanna yfir skólaárið er umfangsmikil og verkefnin fjölmörg. Farið er í æf- ingabúðir, haldnir æfingadagar og tónleikar í samvinnu við aðrar skólalúðrasveitir. Slíkur dagur er fyrirhugaður í febrúar fyrir yngri sveitina, í samvinnu við aðrar skólalúðrasveitir á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu. Lúðrasveit skólans hefur tekið þátt í öllum landsmótum Sam- taka íslenskra skólalúðrasveita, SÍSL, nú síðast á Akureyri í júní s.l.. Eldri sveitin er ekki einungis skólalúðrasveit heldur bæjar- lúðrasveit Reykjanesbæjar og leikur hún fyrir sveitarfélagið á öllum opinberum tillidögum. Svo er af og til farið í tónleika- ferðir til útlanda, og fer nú að styttast í næstu ferð. Á þessu öllu er ljóst að hér eru á ferðinni duglegir nemendahópar og er mikill áhugi og góður andi meðal nemendanna í lúðrasveit- unum. Metnaðurinn er mikill, enda einkennir það efnisskrá sveitanna, sem munu leika efnis- skrár sínar á tónleikunum í Kirkjulundi n.k. föstudag, undir styrkri handleiðslu hljómsveitar- stjóranna Eyþórs I. Kolbeins, Inga G. Erlendssonar, Karenar J. Sturlaugsson, og Láru L. Magn- úsdóttur. M.a. munu tónleika- gestir fá að heyra tónlist úr söng- leikjum eins og Grease. Suður- nesjamenn eru eindregið hvattir til að mæta á tónleikana. Kvenfélagið Njarðvík gafHeilbrigðisstofnun Suð-urnesja á dögunum fjög- ur Thomson sjónvörp sem not- uð verða á D-deild stofnunar- innar. Sigríður Snæbjörnsdótt- ir framkvæmdastjóri HSS sagði við þetta tilefni að gjafir sem þessar til stofnunarinnar væru gríðarlega mikilvægar. „það sem skiptir kannski mestu máli er hugurinn sem liggur að baki slíkum gjöfum,“ sagði Sigríður. Forsvarsmenn kvenfélagsins hafa undanfarið selt jólakerti og hafa viðtökur verið mjög góðar og vildu þær koma á framfæri þökk- um til allra sem keypt hefðu kerti og stutt þannig starf kvenfélags- ins. Jasskvartett Ómars Guðjóns- sonar verður með tónleika í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.00. Kvartett- inn skipa Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á ten- ór saxófón, Þórður Högnason á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Ómar Guðjónsson starfar sem kenn- ari við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og eru þessir tónleik- ar styrktir af Reykjanesbæ. Aðgangseyrir er kr. 800 en frítt fyrir nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Lúðrasveitatónleikar í Kirkjulundi Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Gáfu fjögur sjónvörp Tónleikar í Duushúsum Haukur Ingi/Myndarfólk VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:17 Page 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.