Víkurfréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2003 I 25
Umsóknir skulu berast gegnum vefsí›u Símans, siminn.is. Gætt ver›ur fyllsta
trúna›ar var›andi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar uppl‡singar.
Öllum umsóknum ver›ur svara›. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember. nk.
Síminn hefur frá upphafi símasamskipta
á Íslandi haft frumkvæ›i a› n‡jungum
og tækniframförum í símamálum.
Fyrirtæki› hefur kappkosta› a› n‡ta
tækifærin sem felast í n‡ju samkeppnis-
umhverfi og la›a til sín ungt og hug-
myndaríkt fólk. Síminn hefur tryggt
Íslendingum einhverja bestu fjarskipta-
fljónustu í heimi á ver›i sem stenst vel
samanbur› vi› fla› sem gerist í sam-
keppnislöndum Íslendinga.
fijónustufulltrúi í útibú á Keflavíkurflugvelli
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
0
7
0
2
Síminn óskar eftir a› rá›a fljónustufulltrúa í vaktavinnu í útibú
Símans á Keflavíkurflugvelli.
Starfi› felst í rá›gjöf, sölu og uppl‡singagjöf til vi›skiptavina.
Vi› leitum a› einstaklingi me› stúdentspróf e›a sambærilega
menntun. Vi›komandi flarf a› hafa framúrskarandi fljónustulund,
eiga gott me› a› starfa í hópi, hafa metna› til a› gera vel í starfi og
vera opinn fyrir n‡jungum. Gó› enskukunnátta er skilyr›i.
Tölvuflekking er nau›synleg og reynsla af fljónustustörfum er
æskileg.
Nánari uppl‡singar gefur Jón Halldór í síma 420 1525.
Notfær›u flér Neti› og sæktu um á siminn.is
S igurður Ingimundarson hefur verið ráðinnlandsliðsþjálfari karla í körfuknattleik tilnæstu tveggja ára eða fram yfir riðla-
keppni Evrópumóts landsliða sem lýkur í sept-
ember 2005. Ráðning Sigurðar var tilkynnt á
blaðamannafundi í Laugardal á fimmtudaginn.
Sigurður var leikmaður og þjálfari hjá Keflavík
árum saman og á einnig að baki 27 landsleiki. Þá
var hann um tíma landsliðsþjálfari kvenna. Undir
stjórn Sigurðar hefur Keflavík unnið níu stóra titla í
karlaflokki og átta í kvennaflokki. Síðast stýrði
hann karlaliði Keflavíkur til sigurs bæði á Íslands-
mótinu og í bikarkeppninni á síðustu leiktíð. Sig-
urður sagði þjálfarastarfi sínu hjá karlaliði Keflavík-
ur lausu á haustdögum og Falur Harðarson og Guð-
jón Skúlason tóku við starfi hans þar.
Sigurður tekur við starfinu af Friðriki Inga Rúnars-
syni, en samningur hans við KKÍ rann út eftir Smá-
þjóðaleikana á Möltu í vor. Mál landsliðsins hafa
verið í brennidepli að undanförnu vegna breytingar
á leikjafyrirkomulagi FIBA sem urðu til þess að
engir „alvöru“ leikir eru að dagskrá hjá landsliðinu
fyrr en í september á næsta ári.
Samkvæmt heimasíðu KKÍ mun Sigurður hefja
störf strax og stýra úrvalsliði gegn Catawba háskól-
anum sem Helgi Magnússon leikur með á milli jóla
og nýárs.
Sumarið 2004 verða æfingar og æfingaleikir til
undirbúnings fyrir riðlakeppni Evrópukeppni lands-
liða sem hefst í september 2004 eins og áður sagði,
en dregið verður í riðlana 13. desember næstkom-
andi.
Milli jóla og nýárs 2004 er stefnt að fleiri æfinga-
leikjum, en sumarið 2005 verða æfingar og æfinga-
leikir til undirbúnings fyrir leiki í Evrópukeppninni
í september sama ár. Takist íslenska landsliðinu að
sigra í sínum riðli í Evrópukeppninni fer liðið í úr-
slit gegn sigurvegara úr einhverjum hinna þriggja
riðlanna. Leikið verður heima og heiman og fer sig-
urvegarinn upp í A-riðil.
Gunnar Gunnarsson tor-færukappi úr Keflavíkkosinn akstursíþrótta-
maður ársins 2003 í lokahófi
Landssambands íslenskra
akstursíþróttamanna sem
haldið var um helgina.
Gunnar Gunnarsson fékk einnig
afhenta bikara fyrir Íslands- og
heimsbikartitilinn í torfæru.
Gunnar sagði í samtali við Vík-
urfréttir að þetta væri mikill
heiður. „Ég er gríðarlega ánægð-
ur með þessa viðurkenningu og
þetta hvetur mann áfram,“ sagði
Gunnar en hann er að jafna sig
eftir erfitt mótorhjólaslys eins og
greint var frá í Víkurfréttum á
dögunum.
E inhver bið verður á þvíað Helgi Jónas Guð-finnsson, landsliðsmað-
ur í körfubolta, geti beitt sér af
fullum krafti eftir að meiðsli
sem hann hefur verið að eiga
við að undanförnu tóku sig
upp aftur. Friðrik Ingi, þjálfari
Grindavíkur, er að vonum von-
svikinn með þetta bakslag. „Jú,
það eru bólgur og sýking sem
hann hefur verið að berjast við
að undanförnu sem hafa tekið
sig upp að nýju. Ég er að vona
að hann verði búinn að ná sér
fyrir bikarleikina um helgina
en það er alls óvíst. Þrátt fyrir
þetta höldum við okkar striki.
Helgi er búinn að vera meira
og minna frá í allt haust og við
höfum staðið okkur ágætlega“.
Steinar Arason verður líka frá
keppni í einhverjar vikur eftir að
hafa meiðst í KR-leiknum en
Friðrik segir að hans menn séu
samt hvergi smeykir. „Restin af
mannskapnum þarf bara að
þjappa sér betur saman. Það
verða hvað sem öðru líður tíu
menn í gulum treyjum og það
skiptir öllu“, segir hann að lok-
um.
Siggi Ingimundar landsliðsþjálfari
Þrefaldur meistari
Helgi Jónas
vonandi klár
um helgina
VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:05 Page 25