Víkurfréttir - 04.12.2003, Qupperneq 2
➤ K E F L A V Í K U R F L U G V Ö L L U R
Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum!
Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 38-39 í Víkurfréttum í dag
Fasteignasalan Ásberg,
sími 421 1420
Norðurvellir 30, Keflavík.
Mjög gott 186m2 parhús með
3-4 svefnh. parket og flísar á
gólfum og bílskúr. Sólpallur og
hitalögn í stéttum.
17.900.000.- Laust strax.
Eignamiðlun Suðurnesja
Sími 421 1700
Hraunholt 6, Garður.
Mjög gott 132m2 einbýlishús
ásamt 38m2 bílskúr.
Nýtt parketlíki á stofu.
Húsið nýmálað að utan.
12.500.000.-
Fasteignasala G.Ó.
sími 421 8111
Vatnsholt 16, Keflavík.
Glæsilegt parhús um 102m2
ásamt bílskúr um 47m2. Góðar
innréttingar, parket og flísar á
gólfum.Góður sólpallur á bak-
lóð. 16.500.000,-
Fasteignasalan Stuðlaberg
sími 420 4000
Brekkustígur 17, Njarðvík.
Um 116m2 4 herb.íbúð á
neðstu hæð í þríbýli. Nýlegt
þakjárn og gluggar, endur-
nýjaðar skolp- og ofnalagnir.
9.900.000.-
stuttar
f r é t t i r
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Muggur GK70 fékkveiðarfærin í skrúfunasl. fimmtudag og ósk-
uðu skipverjar eftir aðstoð
björgunarsveitarinnar Sigur-
vonar í Sandgerði. Jóhann
Jónsson skipverji á Muggi
hafði þá reynt að skera sjálfur
úr skrúfunni. „Ég fór í sjóinn í
björgunargalla og reyndi að
skera línuna úr skrúfunni, en
það gekk ekki þannig að við
kölluðum á björgunarsveitina.
Það versta við þetta er að við
erum með hálfa línuna í sjó,“
sagði Jóhann í samtali við Vík-
urfréttir.
Kafari frá björgunarsveitinni
reyndi einnig að skera úr skrúfu
bátsins, án árangurs og var bátur-
inn því dreginn til hafnar í Sand-
gerði. Björgunarbátur frá Sigur-
von var í rúma fjórar klukku-
stundir að draga bátinn til hafnar,
en Muggur var staddur um 20
sjómílur norðvestur af Sandgerði
þegar veiðarfærin fóru í skrúf-
una.
Í slenskir Aðalverktakarhafa reifað hugmyndir viðíslensk stjórnvöld um að
hluti bygginga fyrirtækisins
innan varnarsvæðisins á Kefla-
víkurflugvelli verði notaðar
undir gæsluvarðhaldsfangelsi
og yfirstjórn sýslumanns-
embættanna á Suðurnesjum.
Stefán Friðfinnsson forstjóri
Íslenskra Aðalverktaka stað-
festi í samtali við Víkurfréttir
að þessar hugmyndir væru upp
á borðinu og hefðu verið nokk-
uð lengi. „Við höfum kynnt
þessar hugmyndir fyrir þremur
dómsmálaráðherrum, en hug-
myndir okkar hafa ekki hlotið
hljómgrunn,“ segir Stefán, en
fyrirtækið á töluvert af bygg-
ingum á varnarsvæðinu. „Með-
al þeirra bygginga sem fyrir-
tækið á þarna er 96 herbergja
hótel sem gæti nýst sem gæslu-
varðhaldsfangelsi og byggingar
sem gætu með breytingum hýst
sýslumannsembættin og þjón-
að hlutverki stjórnsýsluhúss.“
Víkurfréttir hafa heimildir fyrir
því að teikningar hafi verið gerð-
ar af stjórnsýsluhúsi og gæslu-
varðhaldsfangelsi innan varnar-
svæðisins og séu til skoðunar hjá
ýmsum aðilum á Suðurnesjum.
Aðilar sem Víkurfréttir ræddu
við vegna málsins segja að 40 ný
störf gætu skapast ef þessar hug-
myndir yrðu að veruleika.
Sjö starfsmönn-
um ÍAV sagt
upp í Helguvík
S jö starfsmönnum Ís-lenskra Aðalverktakahjá olíubirgðastöðinni
í Helguvík hefur verið sagt
upp störfum, en fyrirtækið
hættir starfsemi í olíu-
birgðastöðinni frá og með 1.
janúar í kjölfar útboðs sem
nýlega fór fram.
Olíufélagið Esso bauð lægra í
útboði um vöktun á Helgu-
víkursvæðinu og eldsneytisaf-
greiðslu á Keflavíkurflugvelli,
en Íslenskir Aðalverktakar
buðu einnig í verkið. Árni
Stefánsson starfsmannastjóri
Íslenskra Aðalverktaka sagði í
samtali við Víkurfréttir að
það yrði skoðað hvort starfs-
mennirnir fengju önnur störf
hjá fyrirtækinu.
Viðurkenndi
innbrot í
íbúðarhús
K arlmaður innan viðtvítugt var handtek-inn í Reykjanesbæ í
gær vegna gruns um inn-
brot í Keflavík í fyrrinótt.
Hann viðurkenndi að hafa
brotist inn í húsið, en hús-
ráðandi veitti honum eftir-
för um nóttina. Þjófurinn
komst þá undan en húsráð-
andi gat lýst honum fyrir
lögreglu.
Þjófinum var sleppt eftir að
hann viðurkenndi innbrotið
fyrir lögreglu. Hann hafði
tekið muni úr húsinu um nótt-
ina en kastaði þeim frá sér
þegar hann varð húsráðanda
var.
Þá kom í ljós innbrot í íbúðar-
hús í Keflavík í gærdag, en
eigendur hússins hafa verið
að heiman síðustu daga. Um-
sjónarmaður hússins greindi
lögreglu frá innbrotinu í gær,
en hann hafði ekki komið inn
í húsið í sex daga. Innbrotið
virðist hafa átt sér stað á
þessu tímabili. Fjölmörgum
hlutum var stolið úr húsinu.
Þá var Chrysler-bifreið, sem
var geymd í bílskúr, horfin.
Númer hennar er EP-711 og
eru þeir sem vita um bifreið-
ina beðnir að hafa samband
við lögreglu í Reykjanesbæ í
síma 420-2450.
Hugmyndir um gæsluvarðhaldsfangelsi
og stjórnsýsluhús innan varnarsvæðisins
-gæti skapað 40 ný störf á Suðurnesjum
Með veiðarfæri í skrúfunni
Muggur við komuna til hafnar í Sandgerði.
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 9:54 Page 2