Víkurfréttir - 04.12.2003, Qupperneq 8
NÚ SKULU SUÐURNESJAMENN standa sam-
an í einu og öllu. Nú skulu
Suðurnesjamenn taka hönd-
um saman og krefja stjórn-
völd um aðgerðir vegna
þeirra atburða sem nú eru
að gerast á Suðurnesjum.
Uppsagnir hundruða ein-
staklinga á svæðinu er stað-
reynd og líkur til að hund-
ruð til viðbótar missi vinn-
una. Stjórnvöld þegja
þunnu hljóði og þeirra skilaboð eru: Það flokkast
ekki undir atvinnumál þó hundruðum starfsmanna
sé sagt upp hjá Varnarliðinu.
Í HVAÐA HEIMI BÚA þessir stjórnmálamenn?
Eru þeir á sama Íslandi og við? Eða stendur þeim á
sama, þar sem þeir sitja á hinu háa Alþingi? Kallinn
fylgdist með utandagskrárumræðum sem fram fóru
á Alþingi og hann varð forviða að sjá viðbrögð
stjórnarliða. Þeir töluðu um að eitthvað þyrfti að
gera - þeir bara vissu ekki hvað. Nú er liðinn rúmur
mánuður síðan 90 manns var sagt upp störfum hjá
Varnarliðinu og ekkert hefur verið gert frá þeim
tíma. Þeir tala allir um hve þetta er vont mál - en
ekkert er gert.
NÚ ERU ÞAÐ ÍBÚARNIR sem þurfa að taka í
taumana og stýra stjórnvöldum inn í raunveruleik-
ann. Kallinn hvetur til þess að haldinn verði borg-
arafundur um atvinnumál á Suðurnesjum og að á
þeim fundi verði samþykkt ályktun þar sem stjórn-
völd eru krafin um aðgerðir.
BORGARAFUNDINN þarf að halda fljótt og það
þurfa gríðarlega margir að mæta á slíkan fund. Nú
þurfa íbúar á Suðurnesjum að sýna samstöðu, fjöl-
menna og krefja stjórnvöld um aðgerðir.
KALLINN ÞEKKIR töluvert marga sem hafa
fengið uppsagnarbréf og lífið hjá þessu fólki er ekki
auðvelt. Atvinnuástandið er hrikalega slæmt á
svæðinu og þetta fólk sér ekki fram á að fá vinnu.
Jólin eru í nánd og eitt er víst að þau verða erfið fyr-
ir þá sem hafa fengið uppsagnarbréfin.
NÚ STANDA ÍBÚAR Suðurnesja frammi fyrir
einum stærsta vanda síðustu áratuga og Kallinn ít-
rekar það enn og aftur að fólkið verður að standa
saman.
ÞAÐ ER EKKI hægt að bíða þangað til fólk fer að
flytjast í burtu af svæðinu, af þeirri einföldu ástæðu
að það er ekkert gert. Hvorki sveitarstjórnarmenn
né stjórnvöld hafa gert neitt nema talað í sambandi
við þetta gríðarstóra mál sem atvinnumál eru.
NEI, NÚ ER KALLINN fokvondur og hann vill
sjá samstöðu hér. Í þessum pistli skrifar Kallinn
opið bréf til eftirfarandi aðila og birtist bréfið hér á
eftir:
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Kallinn á kassanum stuttar
f r é t t i rOpið bréf frá Kallinum á kassanum
Kæru aðilar,
NÚ ÞURFA Suðurnesjamenn
að taka höndum saman og
bregðast við því ástandi sem nú
er að skapast á Suðurnesjum.
Íbúar svæðisins þurfa að krefja
stjórnvöld um aðgerðir vegna
þeirra uppsagna upp á síðkastið
og þess atvinnuleysis sem
stöðugt fer vaxandi.
NÚ ER EKKI TÍMI pólitískra
flokkadrátta og argaþrass sem
oft hefur viljað einkenna störf
þeirra manna sem kjörnir eru í
lýðræðislegum kosningum fyrir
fólkið í landinu og á svæðum
landsins. Nú skulið þið snúa
bökum saman og vinna sem
einn maður fyrir fólkið á Suður-
nesjum - fólkið sem kaus ykkur.
EINN KOSTUR í stöðunni er
að halda fjölmennan borgara-
fund þar sem stjórnvöld yrðu
krafin um aðgerðir í þeirri
hrikalegu stöðu sem nú er upp
komin. Stjórnvöld þurfa að sjá
að hér stendur fólk saman - og
ekki má gleyma því að Suður-
nesin eru þriðji stærsti þéttbýl-
iskjarni landsins.
TILLAGA KALLSINS á
kassanum er sú að þið boðið til
borgarafundar í næstu viku þar
sem atvinnumál á Suðurnesjum
skulu rædd. Þið hafið bæði
tíma, fjármagn og vonandi vilja
til að halda slíkan fund þar sem
samstaða íbúanna kæmi fram -
og fundarmenn kæmu fram
sem einn maður. Borgarafund-
inn ætti að halda í Reykjanes-
höllinni!
ÞAÐ VERÐUR AÐ bregðast
við þessu ástandi og fjölmennur
borgarafundur er ein leiðin til
þess.
HUGSIÐ ÞIÐ um alla þá sem
hafa fengið uppsagnarbréf og
þá sem eiga eftir að fá uppsagn-
arbréf. Getið þið sem forsvars-
menn fólksins á svæðinu setið
hjá og horft aðgerðarlausir á
það sem er að gerast hér? Kall-
inn elur þá von í brjósti að þið
bregðist við kalli fjöldans og
boðið til fundarins, fylgið þeirri
ályktun sem þar verður sam-
þykkt eftir og vinnið fyrir fólkið
og svæðið í heild sinni.
KALLINN ÓSKAR SVARA
frá þeim aðilum sem bréfið er
stílað á. Kallinn mun birta svör
allra aðila.
BOÐIÐ TIL borgarafundar
fyrir fólkið! Það er ykkar
skylda!
Kveðja,
Kallinn á kassanum
kallinn@vf.is
Opið bréf frá Kallinum á kassanum til eftirfarandi aðila:
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar,
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar,
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar,
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps,
Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps,
- og aðrir sveitar- og bæjarstjórnarmenn á Suðurnesjum.
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja,
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur,
Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi,
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi,
Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi,
Böðvar Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi,
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSS.
Opið bréf til hr. for-manns sóknar-nefndar ytri-Njarð-
víkurkirkju varðandi
frumdrög og stækkun
safnaðarheimilis okkar.
Hr. formaður sóknar-
nefndar Ytri Njarðvíkur.
Langar mig nú að vita hvort
að aðalsafnaðarfundur Ytri-
Njarðvíkurkirkju verður aug-
lýstur núna á næsta ári. Á síð-
asta ári óskaði ég eftir því við
varaformann og prófast safn-
aðarins að fundurinn yrði
auglýstur en ekki varð mér að
þeirri óskinni. Það er ekki
lengur leyndarmál að það er
á döfinni að stækka safnaðar-
heimilið okkar og eru komnar
grunnteikningar og líkan af
heimilinu. Hvenær gefst okk-
ur safnaðarmeðlimum kostur
að skoða þessar fyrirætlanir.
Og er búið að kjósa þá full-
trúa sem sjá um þessi mál?
Ekki hafa fengist svör um
hver rekur fyrirtækið sem sér
um leiðislýsinguna í kirkju-
garðinum okkar. Er það ósk
mín að þessu bréfi verði svar-
að.
Með þökk,
Þórir Jónsson fyrrverandi
kirkjuvörður og
kirkjugarðsvörður.
Opið bréf
Landlæknir óskaði eft-ir því við Jón Krist-jánsson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra,
að fengnu lögfræðiáliti, að
sérstakur landlæknir yrði
skipaður til að fjalla um
kvartana- og kærumál sem
beinast að starfsfólki Heil-
brigðisstofnunar Suður-
nesja þar sem fram-
kvæmdastjóri stofnunar-
innar er maki landlæknis.
Heilbrigðismálaráðherra fellst
á óskir landlæknis og hefur
sett Jón Hilmar Alfreðsson,
sérfræðing í kvenlækningum
á Landspítala - háskólasjúkra-
húsi, til að gegna embætti
landlæknis í tilteknu máli,
sem tengist fæðingu barns.
Sérstakur
landlæknir
settur vegna
máls á HSS
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:43 Page 8