Víkurfréttir - 04.12.2003, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Þ ann 24.nóvember sl.varð Kvenfélag Grinda-víkur 80 ára. Það var
stofnað 24. nóvember 1923 af
nokkrum dugmiklum og fram-
sýnum konum. Stofnfélagarnir
17 voru úr hverfunum þremur
og má ljóst vera að þær létu
áhugann og hugsjónina ráða
ferðinni. Þótti ekki mikið að
sækja fundi þó hálftíma gang-
ur væri á fundarstað.
Á þessum tíma voru verkefnin
næg. Mikil fátækt var og atvinna
stopul. Vökul augu þessara
kvenna sáu hvar þörfin var mest
og létu þær til sín taka svo um
munaði. Árið 1930 var Kvenfé-
lagið stórveldi, það vígði sam-
komuhúsið Kvennó sem talið var
stærsta samkomuhús sunnan
Hafnarfjarðar. Á þessum sex
árum frá stofnun félagsins voru
þær búnar að safna fyrir heilu
samkomuhúsi. Það má ekki
gleyma hvaða ráðum þær beittu
til að afla fjár, fyrir utan basar,
hlutaveltu og árlegar Svartsengis-
hátíðir, beittu þær línu sem karl-
arnir fóru með á sjó og þær verk-
uðu aflann í salt og þurrkuðu.
Aldrei má gleyma hvað karlarnir
voru velviljaðir félaginu og að-
stoðuðu við hvaðeina. Þeirra
hlutur var líka mikill við bygg-
ingu Kvenfélagshússins svo og
gæslu á mannamótum þegar að
þörf var á og allt unnið í sjálf-
boðavinnu. Áður en Kvenfélags-
húsið var reist höfðu konurnar
aðstöðu í gamla „Templaranum”,
húsi stúkunnar. Þar byrjuðu þær
með leiksýningar og aðrar uppá-
komur. Þegar Kvenfélagshúsið
var risið varð allt mun auðveld-
ara en þó var ekki komið raf-
magn í húsið heldur kolaofn og
notast við gasluktir og olíulampa
til lýsingar. Margar sögur eru til
um harðfylgi stofnfélaganna sem
létu sér fátt óviðkomandi.
Já, þetta var fyrir 80 árum og nú
eru breyttir tímar, félagsþreyta
kemur í veg fyrir að konur mæti
á fundi. Eitthvað spennandi og
aðkeypt verður að hafa til að
trekkja með. Félagið er á hrak-
hólum með fundaraðstöðu, félag-
ið sem átti húsið sem hýsti allar
samkomur sem haldnar voru í
Grindavík og allir gátu fengið af-
not af um áratugaskeið. Allt er í
heiminum hverfult en þó tekur út
fyrir að fella niður allt sem minn-
ir á 80 ára afmælið. Það hefði
ekki verið til of mikils mælst að
halda hátíðarfund og heiðra
minningu forveranna og halda
nafni þessa elsta félags hér í
Grindavík á lofti. Það eru mörg
atvik frá liðnum árum sem leita á
hugann og ekki þurfti mikið til
að fjörlegir fundir og skemmtun
yrði án mikils kostnaðar. Þó fé-
lagið sé í harðri samkeppni við
bæði sjónvarp og klúbba er það
þó elsta félag hér og saga þess
má ekki falla í gleymsku.
Ég vona að Kvenfélagið lif i
áfram, endurnýjist og leiti ekki út
fyrir landsteinana til að koma
saman, hér verður alltaf verk að
vinna og ég óska því velfarnaðar
um ókomin ár.
Guðveig Sigurlaug
Sigurðardóttir.
Kvenfélag
Grindavíkur 80 ára
➤ F É L A G S L Í F
S ýningu Kristins Pálma-sonar í ListasafniReykjanesbæjar lýkur
sunnudaginn 7. des. nk. Sýn-
ingin samanstendur m.a. af
„Kraftaverkaverkamálverka-
seríunni“ frá 1998 en hún
kemur nú í fyrsta sinn fyrir
augu almennings hér á landi.
Kristinn hefur einnig unnið
höggmynda- og hljóðinnsetn-
ingarnar „Hellirinn” og
„Kraftaverkahljóðverkið”
sérstaklega fyrir þessa sýn-
ingu.
Kristinn útskrifaðist frá MHÍ
1994 og frá The Slade School
of Fine Art í London 1998.
Hann á að baki 9 einkasýning-
ar og fjölda samsýninga auk
þátttöku í ýmsum samvinnu-
verkefnum, nú síðast í Hafnar-
borg ásamt Baldri J. Baldurs-
syni og Gulleik Lövskar. Þetta
er önnur einkasýning Kristins á
þessu ári en í september s.l.
sýndi hann all sérstæða mál-
verkainnsetningu í Gallerí
Skugga. Listamaðurinn verður
sjálfur á staðnum n.k. sunnu-
dag milli kl. 15.00- og 16.00.
Sýningarsalur Listasafns
Reykjanesbæjar er staðsettur í
Duushúsum, Duusgötu 2 í
Reykjanesbæ og er opinn alla
daga frá 13.00 - 17.00.
Síðasta sýningarhelgi Kristins
Þessar hressu stelpur
söfnuðu 2.153 krónum
fyrir Rauða krossinn með
því að halda tombólu. F.v.
Magdalena Margrét Jó-
hannsdóttir, 10 ára, Eygló
Alexandersdóttir 8 ára,
Guðbjörg Ósk Einars-
dóttir 7 ára.
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:45 Page 14