Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2003, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 04.12.2003, Qupperneq 25
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2003 I 25 Nafn: Kristín Lea Henrýsdóttir Aldur: 15 ára Uppáhaldstala: 18 Stjörnumerki: Vatnsberi Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Ertu oft í Fjörheimum? MM..jaá=) Hvað ætlarðu að verða? Eitthvað starf sem ég get komið fram og skemmt mér við =) Hvaða snyrtivörur notar þú? Uhh...Kanebo, Christian Dior, Bodyshop og aðrar góðar vörur. Hjálparðu vinkonum þínum að mála sig? Já,ég hef oft verið beðin um hjálp við förðun fyrir t.d böll o.f.l. Hvað er á döfinni hjá þér? Bara gaman. Para- og vinaballið og svo styttist í Jólafríið=) Uppáhaldshljómsveit? Engin sérstök en hlusta aðallega á rokk. Hverjar eru uppáhalds vefsíð- urnar þínar? Ég er svo mikið nörd..ég kann ekkert á tölvur:/. Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Örugglega einhverstaðar sem ég ætti ekki að vera..hehe:) Hvaða geisladisk keyptirðu síð- ast? Ég kaupi voða lítið af þeim ..maður skrifar þá bara..=) Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Ahh ég man það ekki... Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu mest? Glaumrokk er geggjuð ...annars er það X-ið! Hver er uppáhalds leik- kona/leikarinn þinn? Johnny Depp...Mmmmmmm;) Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli? Skella mér á Bónusvideo og leig- ja spólu..annars bara beint í baukinn:) Hvaða fimm hluti gætirðu ekki verið án? Símans, nachos, Fjölskyldunnar & kærastans!* Eitt orð sem kemur upp í hug- ann þegar þú heyrir eftirfar- andi: -Þorbjörn: Gamall kennari -Varnarliðið: Krúnurakaðir Kan- ar -Michael Jackson: ..Á! -Pepsi: Ask for it -Víkurfréttir: Blaðið á eldhús- borðinu Í hvernig fötum heldurðu að fólk gangi árið 2500? Örugglega eftir eitthvað af krökkunum sem voru á Stíl ...því þetta voru engin smá dress hjá þeim... annars snýst tískan bara í hringi og sérstaklega í Keflavík=) Kristín Lea Henrýsdóttir 15 ára nemandi í Holtaskóla vann fatahönnunarkeppni fé-lagsmiðstöðvarinnar Fjörheima á dögunum. Kristín Lea sá um hárgreiðslu, förðun,auk þess sem hún hannaði fötin sjálf. Kristín segist hafa mikinn áhuga á allskyns sköpun, hvort sem er á leiklistar- eða hönnunarsviði. Kristín Lea tók einnig þátt Stílnum 2003 sem Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés stóð fyrir sl. laugardag í Kópavogi. Í keppninni var keppt í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun og stóð Kristín sig með mikilli prýði. VF-ljósm ynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Vann fatahönnunarkeppni Fjör- heima og tók þátt í Stílnum 2003 Unglingasíða VF VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 15:36 Page 25

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.