Víkurfréttir - 04.12.2003, Page 27
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2003 I 27
➤ E L D R I B O R G A R A R G E R A S É R G L A Ð A N D A G
A ðventuhátíð eldri borg-ara á Suðurnesjum varhaldin í Stapanum á
sunnudag í boði Sparisjóðsins í
Keflavík. Óhætt er að segja að
eldri borgarar kunni vel að
meta þessa hátíð, enda var
Stapinn þétt setinn. Þegar út-
sendari Víkurfrétta var á
staðnum var Gunnar Eyjólfs-
son leikari í pontu að segja sög-
ur af sjálfum sér. Meðal annars
greindi hann frá því þegar
reynt var að fá hann til að
stunda njósnir á Mallorca fyrir
mörgum árum. Hann sagði að
setið hafi verið um sig. Hann
sagði að reynt hafi verið að
bera á sig fé í þeim tilgangi að
koma sér í steininn og þá fyrir
fíkniefnasölu eða eitthvað slíkt.
Gunnar rifjaði einnig upp
æskuárin í Keflavík. Bæjar-
stjórnarbandið, þverpólitísk
hljómsveit úr bæjarstjórn
Reykjanesbæjar, kom einnig
fram á aðventuhátíðinni. Ýmis-
legt annað var gert til fróðleiks
og skemmtunar. Boðið var upp
á glæsilegt kaffihlaðborð en
stemmningin í Stapa í gær var
svo sannarlega til að koma
fólki í jólaskap.
Fjölmennt á aðventuhátíð eldri borgara
Aðventutónleikar
Hvalsneskirkja
Sunnudagurinn 7. desember
Safnaðarheimilið í Sandgerði
2 s. í jólaföstu.
Aðventutónleikar kórs
Hvalsneskirkju kl 20:30.
Organisti og kórstjórnandi
Steinar Guðmundsson
Útskálakirkja
Sunnudagurinn 7. desember
2 s. í jólaföstu.
Aðventutónleikar kórs
Útskálakirkju kl 17:00.
Organisti og kórstjórnandi
Steinar Guðmundsson
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 15:34 Page 27