Víkurfréttir - 04.12.2003, Síða 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
NJARÐVÍK-KR
Njarðvík vann góðan sigur á KR
í Ljónagryfjunni, 99-83.
Heimamenn voru yfir allan leik-
inn og höfðu m.a. 11 stiga for-
ystu 53-42 í leikhléi og unnu að
lokum sanngjarnan sigur.
Friðrik Ragnarsson var í skýjun-
um eftir leikinn. „Ég var svolítið
smeykur fyrir leikinn, en þetta
var nú sennilega einhver besti
leikur sem við höfum spilað í
vetur. Allir voru að skila sínu, en
það var gott að sjá Brenton koma
svona sterkan inn eftir meiðslin,
hann er verða góður af meiðslun-
um og er að detta í sitt gamla
form.”
Brandon Woudstra var stigahæst-
ur Njarðvíkinga með 31 stig en
Brenton kom honum næstur með
24 stig og tók líka 8 fráköst.
Stigahæstir KR voru Skarphéð-
inn Ingason , sem skoraði 27 stig
og Chris Woods, sem átti góðan
leik með 23 stig, 18 fráköst og 7
stoðsendingar.
REYNIR-VALUR
Sandgerðingar komu skemmti-
lega á óvart þegar þeir sigruðu 1.
deildarlið Vals á heimavelli sín-
um með 95 stigum gegn 90. Fáir
bjuggust við slíku, en Reynis-
menn komu greinilega einbeittir
til leiks og stóðu þeirra menn sig
með ágætum. Daði Bergþórsson,
þjálfari Reynis, var mjög sáttur
við leikinn. „Þetta gekk bara
framar vonum. Við vorum yfir
allan leikinn og vorum bara
sterkari.” Daða grunaði að Vals-
arar hefðu komið of sigurvissir til
leiks en hans menn reyndust ekki
auðveld bráð. „Það er óskandi að
þessi leikur gefi fyrirheit um
betra gengi í 2. deildinni, en það
kemur bara í ljós.”
Rúnar Pálsson og Hlynur Jóns-
son voru stigahæstir Reynis-
manna með 22 stig hvor, en Leif-
ur Árnason skoraði 22 stig fyrir
Val.
GRINDAVÍK-BREIÐABLIK
Grindavík sigraði Blikana á
heimavelli sínum, 103-93, í mikl-
um baráttuleik. Leikurinn var
jafn mestallan tímann og fyrir
síðasta leikhluta stóðu liðin jöfn
68-68. þá sýndu Grindvíkingar
loks sitt rétta andlit og höfðu loks
sigur.
Friðrik Ingi var ekki alskostar
sáttur við leik sinna manna. „Við
spiluðum afar illa. Fyrri hálfleik-
ur var alveg skelfilegur og það
mátti ekki miklu muna að við
værum slegnir út.”
Darrel Lewis var stigahæstur
Grindvíkinga með 31 stig og
Trammel skoraði 20. Sérstakt
ánægjuefni var að sjá Helga
Jónas Guðfinnsson spila nær all-
an leikinn og skora 19 stig, en
hann hefur verið mikið frá vegna
meiðsla undanfarið.
Pálmi Sigurgeirsson var stiga-
hæstur Blika með 28 stig.
ÞRÓTTUR V.-KEFLAVÍK
Keflavík vann Þrótt frá Vogum
nokkuð auðveldlega eins og við
var að búast. Lokastaðan í
Íþróttahúsinu í Vogum var 136-
86 fyrir Keflavík.
Björn Einarsson, spilandi þjálfari
Þróttara, var sæmilega sáttur í
leikslok. „Okkur gekk bara vel.
Við skoruðum 86 stig á þá, en í
vörninni gekk okkur ekki alveg
eins vel. Keflavík er með það
gott lið að það er ekki hægt að
taka einhvern einn úr umferð því
þá er bara einhver annar frír. En
við skömmumst okkar ekkert
fyrir þennan leik.”
Falur hjá Keflavík sagði að leik-
urinn hafi verið skylduverkefni.
„Við komum í leikinn til að hafa
gaman af honum. Við vorum
ekkert að reyna að slá met í stiga-
skorun eða að passa að þeir skor-
uðu ekki ákveðið mikið. Þetta
var bara skemmtun.”
Stigahæstir Keflavíkur voru Nick
Bradford, sem skoraði 22 stig og
Magnús Þór sem skoraði 21 stig.
Magnús hitti úr 6 3ja stiga skot-
um. Guðjón Skúlason tók fram
skóna að nýju og skoraði 11 stig.
Örvar Sigurðsson skoraði 27 stig
og Björn skoraði 25 stig fyrir
Þrótt.
KEFLAVÍK B-HK
HK vann B-lið Keflavíkur 62-78.
HK leiddi allan leikinn. Stiga-
hæstir Kefl. B voru Sigurður
Gunnarsson sem skoraði 19 stig
og Sigurður Magnússon 12 stig.
Hjá HK var Skúli Thorarensen
stigahæstur með 23 stig.
ÍG-HAUKAR
ÍG átti ekki mikinn möguleika
gegn úrvalsdeildarliði Hauka og
töpuðu 50-109.
Stigahæstir ÍG voru Davíð Frið-
riksson sem skoraði 18 stig og
Árni Björnsson sem skoraði 11
stig, en Sigurður Einarsson leiddi
Hauka með 24 stig.
16-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ
og Lýsingar
Leikirnir í 16-liða úrslitum karla
eru þessir:
Grundarfjörður/Reynir - Tinda-
stóll
Fjölnir - HK
Reynir Sandgerði - Haukar
Þór Þorlákshöfn - Keflavík
KR-b - Snæfell
Höttur - Njarðvík
KFÍ - Haukar
ÍR - Grindavík
Í þremur leikjanna eigast við tvö
úrvalsdeildarlið. Keflavík sækir
Þór heim til Þorlákshafnar,
Grindavík mætir ÍR líkt og í
Hópbílabikarnum um daginn, og
KFÍ fær Hauka í heimsókn.
Leikirnir fara fram 14. desember.
Hjá konunum mætast:
ÍS - Hamar
Ármann/Þróttur - UMFG
KFÍ - UMFN
Haukar - Keflavík b
ÍR - Keflavík
Breiðablik - Þór Ak.
KR og Tindastóll sitja hjá.
Leikirnir fara fram 14. desember.
Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 • sport@vf.is
Stóru Suðurnesjaliðin unnu öll
32-liða úrslit Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar fór fram um helgina og voru Suðurnesjaliðin þar vitanlega áberandi.
Stóru liðin þrjú, Njarðvík, Grindavík og Keflavík unnu sína leiki, en minni spámenn komu líka á óvart.
ÍR-NJARÐVÍK
Njarðvík vann ÍR í 1. deild
kvenna í körfuknattleik á
fimmtudagskvöld. Lokatölur
voru 64-71 Njaðvík í vil, en
þær voru á útivelli.
Leikurinn var jafn allan tím-
ann og liðin skiptust á að
hafa forystu allt þar til í síð-
asta leikhluta þegar Njarðvík
seig fram úr.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði
Njarðvíkur, var ánægð með
að landa tveimur dýrmætum
stigum eftir mikinn baráttu-
leik. „Þetta var alveg hörku-
leikur allt frá byrjun til enda,
en vörnin hjá okkur var sterk
og tryggði okkur að lokum
sigurinn.”
Andrea Gaines átti enn einn
stórleikinn fyrir Njarðvík og
náði þrefaldri tvennu. Hún
skorað 24 stig, gaf 11
stoðsendingar og stal 10
boltum. Hún tók líka 8 frá-
köst og var því einungis
tveimur slíkum frá ferfaldri
tvennu. Næst kom Auður
Jónsdóttir með 14 stig og
Guðrún Karlsdóttir skoraði
10 stig og tók jafnmörg frá-
köst.
Eplunus Brooks átti á móti
frábæran leik fyrir ÍR. Hún
skoraði 21 stig, tók 22 frá-
köst og varði 3 skot. Næst
henni var Kristrún Sigur-
jónsdóttir með 17 stig.
Njarðvík hangir því enn aft-
an í Keflavík og ÍS í deild-
inni fjórum stigum á eftir
liðunum og í þriðja sæti.
■Kvennakarfa
sportið
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:49 Page 32