Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2003, Page 35

Víkurfréttir - 04.12.2003, Page 35
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2003 I 35 ÍRB sigraði í hinni árleguBæjarkeppni í sundi milliþeirra og Sundfélags Hafnafjarðar sem fór fram síð- astliðinn laugardag. Fyrirfram var búist við harðri keppni milli liðanna, sérstaklega vegna þess að SH sigraði Aldurs- flokkameistaramót Íslands síð- asta sumar og var megin uppi- staðan úr báðum liðum meðal þátttakenda á því móti. Strax í byrjun náðu liðsmenn ÍRB, sem unnu frækinn sigur á bikarmóti Íslands á dögunum, góðri forystu og stóðu sig feiki- lega vel. Flestir voru að bæta ár- angur sinn og margir voru að sigra keppendur SH sem voru fyrirfram skráðir með betri tíma. Þjálfarar ÍRB sögðu Víkurfrétt- um að næsta verkefni yngri sundmanna félagsins væri að reyna við íslensk unglingamet áður en árið er allt, og telja ekki ólíklegt að krakkarnir hefðu möguleika á að slá ein 6-8 met. 1. deild karla Keflvíkingar hófu keppni í A riðli ásamt ÍA, Fylki og Tinda- stóli. Skemmst frá að segja áttu Keflvíkingar góða innkomu og unnu Fylki 3-1 og Tindastól 10- 2. Þeir töpuðu þó fyrir Skaga- mönnum, sem unnu riðilinn en Keflavík lenti í öðru sæti og komust upp í 8-liða úrslit. Mótherjar þeirra þar voru Valur, og endaði sá leikur með sigri Valsara 4-1. Valur hélt áfram upp í úrslitin þar sem þeir töpuðu fyr- ir Völsungi sem hömpuðu Ís- landsmeistaratitlinum. 2.deild kvenna Keflavíkurstúlkur sem voru í 2. deildinni innanhúss settu markið á að fara upp í fyrstu deild. Til að það gengi eftir hefðu þær þurft að vinna sinn riðil eða vera með bestan árangur þeirra liða sem höfnuðu í öðru sæti sinna riðla. Það gekk hins vegar ekki eftir þar sem Keflavík tapaði einum leik, gerði tvö jafntefli og vann aðeins einn leik. Þess vegna lenti liðið aðeins í þriðja sæti riðilsins á eftir HK/Víkingi og Ung- mennafélagi Bessastaða, sem kom mjög á óvart. Því þurfa þær að bíða til næsta árs með að komast upp í efstu deild. Íslandsmótið í knattspyrnu innanhúss: Síðustu helgi fór Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu fram. Keflavík tefldi fram liðum í 1. deild karla og 2. deild kvenna. Góð innkoma Keflavíkur Góð frammi- staða í Bæj- arkeppni ÍRB og SH Um síðustu helgi varhaldið svokallað Kyujúdó-mót í Reykjavík. Þar mættu til leiks vaskir Suð- urnesjamenn sem æfa í Vogum og unnu gull, silfur og brons í drengjaflokkum. Katrín Ösp Magnúsdóttir, 17 ára Vogamær, stal þó senunni, en hún keppti í bæði -19 ára og -66kg flokkum KARLA. Hún glímdi fimm viðureignir og hafnaði í 2. sæti í -19 ára flokknum og í því þriðja í karlaflokknum -66kg. Hún átti ein flottustu tilþrif mótsins þegar hún kastaði and- stæðing á „drop” Seionagi og fékk Wazari fyrir. Hún kláraði svo viðureignina með glæsi- legri hengingu „Ippon”! Suðurnesjafólk gerir það gott í Júdó HAFNARGÖTU 30 KEFLAVÍK S Í M I 4 2 1 4 0 67 VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 12:40 Page 35

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.