Víkurfréttir - 16.12.2004, Page 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
�������������������������������
������������ �������������������������� ���������������������
������������������������������������� ��������������������
���������������������������
�������������������������������������
Miklar umbætur eru fyrirhugaðar á sam-göng um í Reykja-
nesbæ með lagningu nýs vegar
niður af Reykjanesbraut ofan
Nikkelsvæðisins og niður að
Njarðarbraut.
Lega nýja vegarins, Borgar-
brautar, verður nokkurn vegin
þar sem Flugvallarvegurinn er
í dag og verða á honum fimm
hringtorg sem verða kenndar
við ýmsar heimsborgir. Um
verð ur að ræða ann an af
tveimur aðalinnkomustöðum í
bæinn, en hinn verður við verk-
smiðju Kaffitárs á Fitjum.
Að sögn Steinþórs Jónssonar,
formanns Umhverfis- og skipu-
lagsnefndar Reykjanesbæjar
varð hugmyndin til í samstarfi
starfsmanna bæjarins og Vega-
gerðarinnar.
Er gert ráð fyrir að framkvæmd-
irnar kosti 280 milljónir króns
sem Reykjanesbær mun leggja
út í fyrstu en fá svo endurgreitt
frá Vegagerðinni þegar hún fær
fjárveitingu.
„Við grípum til þess að fjár-
magna framkvæmdina sjálfir til
að framkvæmdir geti hafist sem
fyrst,” segir Steinþór. „Á svæðinu
milli Keflavíkur og Njarðvíkur
hafa verið miklar framkvæmdir
í gangi við þetta svæði þar sem
Íþróttaakademían og Kentucky
Fried Chicken veitingastaðurinn
eru að rísa og svo er Reykjanes-
höllin þar auðvitað fyrir.”
Þar að auki er væntanlegt Hlíða-
hverfi við veginn sem og fyrir-
hugaður aðalíþróttaleikvangur
Reykjanesbæjar.
„Þannig þurfum við að hafa
hraðar hendur, en hins vegar
er ljóst að við förum ekki út í
fjárfestingar fyrr en verkið er
komið á vegaáætlun.”
Borgabraut er unninn með fyr-
irhugað flugþjónustusvæði ofan
við Iðavelli á milli Borgabrautar
og Aðalgötu í huga. Á svæði
Samgöngumiðstöðvar Íslands,
eins og er ráðgert að hún heiti,
mun verða ýmis þjónusta í sam-
bandi við alþjóðaflugvöllinn,
ss. bílaleigur, bílastæði, veitinga-
staðir og bókunarþjónusta.
Steinþór segir að þótt kostnað-
urinn sé mikill séu framkvæmd-
irnar nauðsynlegar. „Sterk eigna-
staða bæjarins gerir okkur kleift
að skapa tækifæri til að fá fleira
fólk til bæjarins og styrkja upp-
byggingu í atvinnurekstri.”
Vonir standa til þess að hægt
verði að ráðast í framkvæmdir
snemma á næsta ári og ljúka
þeim árið 2006.
Nýr vegur frá Reykjanes-
braut niður á Njarðar-
braut í undirbúningi
Yfirlitsmynd yfir legu vegarins, neðst á myndinni er merkt svæði fyrir Samgöngumiðstöðvar Íslands. Á
myndinni má einnig sjá ýmsar framtíðarhugmyndir fyrir svæðið en vert er að geta þess að þær verða ekki
að framkvæmd fyrr en eftir nokkur ár.
Eldsnöggir og drífandi
Fastar ferðir frá Reykjavík til Suðurnesja
alla daga kl. 7, 10, 12 og 16
Stórir og litlir bílar • Tilboð í allan akstur
Búslóðaflutningar • Vöruflutningar • Hjálpfúsir og vanir bílstjórar
Sækjum vöruna og komum henni á áfangastað
Munið Jólalukku
Víkurfrétta