Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Síða 28

Víkurfréttir - 11.12.2014, Síða 28
28 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -eldhús „Augað skiptir jafn miklu máli og bragðlaukarnir,“ segir fagurkerinn úr Grindavík Humarveisla hjá Valgerði Grindvíkingurinn Valgerður Vilmundardóttir er höfðingi heim að sækja. Hún heldur reglulega matarboð þar sem hugað er að öllum smáatriðum við borðbúnaðinn. Borðið er ekki bara einstaklega vel skreytt heldur er maturinn algjört lostæti. Valgerður deilir hér tveimur frábærum réttum með humarívafi með lesendum Víkurfrétta. Valgerður, sem er umsjónarmaður verslunar Lyfju í Grindavík, er af- kastamikil og dugleg í eldhúsinu og eldar nánast alla daga. Hún hefur ægilega gaman af því að baka og þá verður brauð ansi oft fyrir valinu. „Ég hef mjög gaman af því að fá fólk heim í mat. Mest finnst mér gaman af alls kyns smáréttum,“ segir Valgerður. Þá notast hún mikið við litlar flöskur og krukkur, en hún segist safna slíkum munum. Hún segist alla tíð hafa verið mikill gestgjafi sem vill hafa matinn fallega fram settan. Smá- atriðin skipta öllu máli að mati Valgerðar. Hún hefur jafnan sérstakt þema þegar matargesti ber að garði. Hún á það til að föndra talsvert og gestirnir eru svo oftar en ekki leystir út með gjöfum. „Það er allt betra sem er fallegt líka. Augað skiptir jafn miklu máli og bragðlaukarnir.“ Hún viðurkennir að það þyki nokkuð eftirsóknarvert að komast í mat til hennar, en meðal gesta eru vinnufélagar, vinkonur, frænkur og aðrir fjölskyldumeðlimir. Humarpítsan er rosalega vinsæl Valgerður gerir oft gómsætar smá-humarpítsur sem eru afskaplega vin- sælar hjá gestum. „Það eru allir vitlausir í þessar pítsur nema ég,“ segir hún létt í bragði. „Ég elska humar en er komin með ógeð af pítsunni,“ segir hún og skellir upp úr. Pítsurnar hefur hún gert svo oft í gegnum tíðina, enda er óhætt að segja að þær séu hennar sérréttur. Valgerður gerir einnig oft humarpasta og segir það vinsælt meðal matargesta og fjölskyldunnar. Blaðamaður var svo lánsamur að fá að smakka bæði humarpítsu og súkkulaðiköku á dögunum og getur vottað fyrir að hvort tveggja bragðað- ist unaðslega. Pítsurnar eru það smáar að þær eru nánast bara einn munn- biti og hreinlega bráðna í munni. Valgerður segist glugga í matreiðslubækur og skoða matarblogg nokkuð reglulega en þaðan fær hún ferskar hugmyndir. Eldamennskan er þó ekki áhugamál númer eitt hjá okkar konu, henni þykir nefnilega afskaplega gaman að prjóna.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.