Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 39
39VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. desember 2014
pósturu hilmar@vf.is
mundur Sigurðsson og Gunnar
Ólafur Schram. Á fimm dögum
hlupu þeir samtals 100 kílómetra
og 16 borgir og bæi í Belgíu.
Guðmundi var boðið á Evrópu-
ráðstefnu LETR í Belgíu árið 2013
en Guðmundur hefur sterk tengsl
við Special Olympics í gegnum for-
mennsku sína hjá NES og hefur
sonur hans keppt á Evrópu- og
alþjóðaleikum Special Olympics.
Þá er Guðmundur lögreglumaður
og er með tengingu í gegnum
LETR við leikana og er málefnið
hugleikið að eigin sögn. Fyrsta
kydilhlaupið var í Reykjanesbæ
í nóvember í fyrra og svo aftur í
Reykjavík í vor. Þriðja hlaupið var
svo í Reykjanesbæ um liðna helgi
í tengslum við mótið í Reykja-
neshöllinni. Nú eru Íslandsleikar
Special Olympics haldnir tvisvar
á ári og er stefnt að því að hlaupa
alltaf við setningu þeirra. Special
Olympics veitir þroskahömluðum
tækifæri til íþróttaiðkunar en það
fær ekki sömu umfjöllun og íþróttir
fatlaðra og ófatlaðra og með hlaup-
inu vilja lögreglumenn draga at-
hygli að Special Olympics. „Þetta
er gott fyrir leikana og þarna eru
lögreglumenn að gefa af sér til sam-
félagsins,“ segir Guðmundur.
Með kyndil lögreglu og
keppendur frá NES til LA
Næsta sumar fara alþjóðaleikar
Special Olympics fram í LA í
Bandaríkjunum. Þangað fer hóp-
ur níu þátttakenda frá NES sem
mun keppa í knattspyrnu, boccia,
frjálsum, sundi og golfi og þar
af eru fimm frá NES sem munu
skipa ellefu manna landsliði í fót-
bolta auk þess sem knattspyrnu-
þjálfari Nes fer út með landsliðinu.
Guðmundur segir að það færist í
aukana að NES taki þátt í alþjóð-
legum verkefnum hjá Íþróttasam-
bandi fatlaðra. Meðal annars er
leitað til NES með þjálfara fyrir
þessi verkefni og segir Guðmundur
það jákvætt.
Guðmundur mun einnig fara í
ferðina sem fulltrúi íslensku lög-
reglunnar og hlaupa með kyndilinn
um Kaliforníu í aðdraganda leik-
anna ásamt 100 lögreglumönnum
víðs vegar að úr heiminum. Guð-
mundur hefur engan bakgrunn í
hlaupi og segir það talsvert átak að
takast á við þessi hlaup erlendis. Nú
þurfi hann að vera í góðu formi til
að takast á við þetta hlaupaverkefni
ofan á allt annað.
Mót um hátíðirnar
Nú um jól og áramót verða haldin
mót í flestum greinum hjá NES og
koma önnur félög fatlaðra til þátt-
töku. Til að mynda mun Þjótur frá
Akranesi etja kappi við Nes í boccia
og þá verður nú haldið fótboltamót
í þriðja skiptið þar sem NES og Ösp
senda lið til þátttöku ásamt liðum
frá Lögreglunni á Suðurnesjum
og frá Brunavörnum Suðurnesja.
Milli hátíða verður haldið sund-
mót og þangað er boðið félögum
af höfuðborgarsvæðinu. Nýjasta
greinin innan NES er lyftingar en
lyftingamót verður skoðað fljótlega
á nýju ári.
Guðmundur segir að keppnir og
mót sé einungis einn þáttur starfs-
seminnar, mikilvægt sé að hafa það
í huga að þáttaka í keppnum er ekki
aðalmálið. Að vera hluti af heild
skiptir mun meira máli og taka þátt
í því samfélagi sem rammast innan
íþróttafélagsins og efla félagsfærni
einstaklingsins. Starfsemin byggist
upp á því að skapa fötluðum tæki-
færi til þátttöku í íþróttastarfi og
með þeim hætti að efla einstakl-
inginn líkamlega, andlega og fé-
lagslega.
Hér aðsbú arnir Ey jól fur og Andrés ákváðu að elta
æskudrauminn og flytja suður
til þess að leika körfubolta með
einu sigursælasta félagi Íslands-
sögunnar. Þeir gengu til liðs við
Keflavík nú í sumar en báðir eru
þeir uppaldir á Egilsstöðum, þar
sem þeir hafa spilað með Hetti
alla tíð. Strákarnir hafa komið sér
vel fyrir á Faxabrautinni í Reykja-
nesbæ, steinsnar frá íþróttahús-
inu og FS, þar sem þeir stunda
nám. Þeim leist strax vel á að að
flytja hingað í Reykjanesbæ þar
sem auðvelt er að tvinna saman
nám og íþróttir. Eftir gott gengi
með Hetti í fyrstu deild og með
yngri landsliðum Íslands, höfðu
þeir úr fjölda áhugasamra liða
að velja nú í sumar. Þeir ákvaðu
að taka stökkið og reyna fyrir sér
í deild þeirra bestu, hjá liði sem
þeir höfðu fylgst grannt með frá
unga aldri.
„Við hefðum ekki komið hingað
ef við hefðum ekki trú á því að við
gætum spjarað okkur. Þegar svona
klúbbur eins og Keflavík hefur
samband þá er þetta einfaldlega
tækifæri sem maður tekur,“ segir
Eysteinn. „Það var hálfgert sjokk
að heyra af áhuga Keflvíkinga en
maður er búinn að fylgjast með
liðinu síðan maður var krakki.
Maður var bara búinn að sjá þessa
kalla eins og Gunna og Damon í
sjónvarpinu, en nú eru þeir að æfa
með okkur. Það er virkilega gaman
að spila með þeim,“ bætir Andrés
við.“
Þeir hafa báðir æft körfubolta frá
því að þeir komust til vits og ára,
en Andrés dró Eystein fyrst á æf-
ingu. Þeir hafa verið eins og Malt
og Appelsín síðan, góð blanda sem
smellur saman, jafnt innan vallar
sem utan. Þegar sú hugmynd kom
upp að færa sig um set frá Egils-
stöðum, þá var ljóst að um pakka-
díl yrði að ræða. Tveir fyrir einn ef
svo mætti segja. „Það var eiginlega
ekki í myndinni að fara í sitthvort
liðið,“ segja þeir félagar. Þeir vilja
skiljanlega ná sem lengst í bolt-
anum en gera sér grein fyrir því að
erfitt getur verið að vinna sér inn
sæti í sterku úrvalsdeildarliði.
Gaman að vinna með hinum
íslenska Phil Jackson
„Maður hugsaði mér sér að vinna
mér inn sæti í liðinu hægt og bít-
andi en kannski ekki að fá að spila
alveg strax,“ segir Andrés. „Þetta
er undir okkur sjálfum komið,
þetta gerist ekki bara að sjálfu sér,“
skýtur Eysteinn inn í samtalið.
Báðir voru þeir í lykilhlutverki hjá
Hetti og því talsvert viðbrigði að
spila mun færri mínútur og bera
minni ábyrgð. Þeir segjast þó báðir
finna fyrir því að þeir séu að bæta
sig sem leikmenn með aukinni
samkeppni, hörku og hraða. Hér
æfa þeir meira en fyrir austan enda
aðstaðan betri en þeir eru vanir.
Svo ekki sé talað um þjálfarana og
þeirra þátt í bættum leik strákana.
„Það er ekki leiðinlegt að vera með
sigursælasta þjálfara Íslands yfir
sér,“ segir Eysteinn. „Maður leit
mikið upp til hans. Siggi (Ingi-
mundar) er eiginlega hinn íslenski
Phil Jackson, “ segir Andrés og
hlær.
Á Egilsstöðum er nokkuð sterk
hefð fyrir körfubolta en lið Hattar
hefur verið sterkt undanfarin ár.
Karfan er í stöðugri sókn fyrir
austan og þá sérstaklega á Egils-
stöðum að sögn strákana. Lið
Hattar er einmitt í efsta sæti 1.
deildar núna og þykir líklegt til
afreka á tímabilinu. Báðir voru
þeir Eysteinn og Andrés hluti af
sterkum árgangi fyrir austan sem
m.a. vann bikarmeistaratitill í 10.
flokki, en það var fyrsti titilinn í
sögu félagsins í körfuboltanum.
Höttur var yfirleitt í efsta riðli
í þeirra árgangi og léku þeir því
á móti sterkustu liðum landsins.
Þar á meðal Suðurnesjaliðinum.
Þeir þekkja því vel til þeirra ungu
og efnilegu leikmanna sem finna
má hér á svæðinu. Eins höfðu þeir
báðir leikið talsvert með yngri
landsliðum Íslands. Forvitnilegt
verður að fylgjast með því hvernig
þessir ungu og efnilegu leikmenn
koma til með að spjara sig en nú
þegar hafa þeir látið að sér kveða í
Domino’s deildinni.
Piltarnir búa saman á Faxabrautinni og gengur sambúðin vel að þeirra sögn.
Þeir kunna vel við sig Í Reykjanesbæ en viðkenna að fá stundum heimþrá.
Þá helst sakna þeir þess að fá mömmumatinn víðfræga. „Maður verður
stundum þreyttur á súrmjólk og hafragraut,“ segja þeir léttir.
Eltu drauminn suður
Andrés og Eysteinn fóru frá Egilsstöðum til þess að láta að sér kveða í Keflavík
Austfirðingarnir eru klárir í slaginn í úrvalsdeildinni.