Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Side 45

Víkurfréttir - 17.12.2015, Side 45
hjá Notre Dame, Effell-turninum og fleiri sögufrægum stöðum. Reykjavíkurmaraþon er líka í miklu uppáhaldi. „Þar er maður á heimavelli, kannast við umhverfið og hitt ir marga sem maður þekkir. Í því hlaupi getur líka öll fjölskyldan komið og horft á. Þegar hlauparar koma yfir marklínuna í Reykjavíkurmaraþoni er lagt mikið upp úr því að kalla upp nafn hvers og eins. Það er alveg frábær tilfinning á lokasprettinum.“ Tekur hlaupin fram yfir golf Eig inmaður Unu, S igurður Haraldsson, er golfari en hljóp með henni, eins og áður sagði, í París. Þegar þau höfðu verið saman í 25 ár ákváðu þau að fagna tímamótunum með því að hlaupa saman maraþon í borg ástarinnar. „Samningurinn á milli okkar var þannig að hann færi í maraþon en hann hafði ekkert verið að hlaupa og ég myndi svo gefa golfíþróttinni tækifæri. Árangurinn hefur nú ekki verið mikill ennþá því ég tek hlaupin alltaf fram yfir á sumrin en ég er að reyna að vera líka í golfi.“ Una æfir með þríþrautarhóp 3N þrisvar sinnum í viku en fer líka ein á æfingar eða með börnum sínum og vinkonum. Þegar líða fer að maraþoni verða vegalengdirnar l e ng r i o g þ á h l e y pu r Un a y f i r l e i t t t v i s v a r s i n nu m á undirbúningstímabilinu uppáhalds langhlaupshringinn sinn, úr Njarðvík til Sandgerðis, þaðan út í Hafnir og svo heim í Njarðvík, um 30 til 34 kílómetra. Ekki er hægt að ljúka viðtalinu án þess að biðja Unu um ráðleggingar til fólks sem er í sömu sporum og hún var fyrir 14 árum en langar að gera hlaupin að lífsstíl. „Það er bara að leggja af stað. Reima á sig skóna og fara út. Þegar maður er kominn af stað er þetta ekki neitt mál. Nú eru í boði alls konar námskeið og hlaupahópar og öpp í símanum til að hvetja sig áfram á æfingum og halda utan um þær. Fólk þarf ekkert endilega að fara í maraþon, maður getur alltaf skellt sér út, þó ekki sé nema í hálftíma,“ segir Una og óskar sem flestum þeirra lífsgæða að geta hlaupið. „Það er ótrúlega magnað að vera úti í náttúrunni með andardrættinum og fótstiginu. Hlaupin eru það dýrmætasta sem ég á, fyrir utan fólkið mitt.” Síðustu tíu kíló- metrana spyr maður sig aftur og aftur hvað maður sé nú búinn að koma sér út í Una með heimilisvinunum fjórfættu. Hundurinn hefur oft hlaupið með henni en einnig sonurinn Hafþór. Una með Hafþóri syni sínum. Hann er duglegur að hlaupa með mömmu sinni.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.