Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 45
hjá Notre Dame, Effell-turninum og fleiri sögufrægum stöðum. Reykjavíkurmaraþon er líka í miklu uppáhaldi. „Þar er maður á heimavelli, kannast við umhverfið og hitt ir marga sem maður þekkir. Í því hlaupi getur líka öll fjölskyldan komið og horft á. Þegar hlauparar koma yfir marklínuna í Reykjavíkurmaraþoni er lagt mikið upp úr því að kalla upp nafn hvers og eins. Það er alveg frábær tilfinning á lokasprettinum.“ Tekur hlaupin fram yfir golf Eig inmaður Unu, S igurður Haraldsson, er golfari en hljóp með henni, eins og áður sagði, í París. Þegar þau höfðu verið saman í 25 ár ákváðu þau að fagna tímamótunum með því að hlaupa saman maraþon í borg ástarinnar. „Samningurinn á milli okkar var þannig að hann færi í maraþon en hann hafði ekkert verið að hlaupa og ég myndi svo gefa golfíþróttinni tækifæri. Árangurinn hefur nú ekki verið mikill ennþá því ég tek hlaupin alltaf fram yfir á sumrin en ég er að reyna að vera líka í golfi.“ Una æfir með þríþrautarhóp 3N þrisvar sinnum í viku en fer líka ein á æfingar eða með börnum sínum og vinkonum. Þegar líða fer að maraþoni verða vegalengdirnar l e ng r i o g þ á h l e y pu r Un a y f i r l e i t t t v i s v a r s i n nu m á undirbúningstímabilinu uppáhalds langhlaupshringinn sinn, úr Njarðvík til Sandgerðis, þaðan út í Hafnir og svo heim í Njarðvík, um 30 til 34 kílómetra. Ekki er hægt að ljúka viðtalinu án þess að biðja Unu um ráðleggingar til fólks sem er í sömu sporum og hún var fyrir 14 árum en langar að gera hlaupin að lífsstíl. „Það er bara að leggja af stað. Reima á sig skóna og fara út. Þegar maður er kominn af stað er þetta ekki neitt mál. Nú eru í boði alls konar námskeið og hlaupahópar og öpp í símanum til að hvetja sig áfram á æfingum og halda utan um þær. Fólk þarf ekkert endilega að fara í maraþon, maður getur alltaf skellt sér út, þó ekki sé nema í hálftíma,“ segir Una og óskar sem flestum þeirra lífsgæða að geta hlaupið. „Það er ótrúlega magnað að vera úti í náttúrunni með andardrættinum og fótstiginu. Hlaupin eru það dýrmætasta sem ég á, fyrir utan fólkið mitt.” Síðustu tíu kíló- metrana spyr maður sig aftur og aftur hvað maður sé nú búinn að koma sér út í Una með heimilisvinunum fjórfættu. Hundurinn hefur oft hlaupið með henni en einnig sonurinn Hafþór. Una með Hafþóri syni sínum. Hann er duglegur að hlaupa með mömmu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.