Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif SigmarsdóttirSala á þessum íslensku ríkiseignum, þó þannig að ríkið héldi eftir hlutum þar sem það væri talið þjóðhagslega mikilvægt, myndi gera ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir sínar að fullu. Árið 1702 fluttist George Cheney, skoskur læknir, til Lundúna. Nokkrum árum síðar skrifaði hann met-sölubók um heilsufar, The English Malady. Bókinni má lýsa sem lífsstílsbloggi átjándu aldar: „Þegar ég flutti til London breyttist lífsstíll minn … Heilsu minni stórhrakaði á örfáum árum … Ég fitnaði mikið, ég var alltaf móður, orkulítill og hálfdofinn.“ En síðan breytti hann mataræðinu og varð nýr maður. Ráð Cheney til lesenda sinna var að nærast á engu öðru en mjólk og grænmeti. Kúrinn sagði Cheney allra meina bót; hann læknaði gigt, krabbamein og andlega kvilla. Hreint mataræði „Veikindin höfðu gríðarleg áhrif á líf mitt,“ sagði Ella Mills Woodward, einn þekktasti matar-, lífsstíls- og heilsubótar- bloggari Bretlands, í viðtali árið 2016. „Vinkonur mínar töluðu um strákana sem þær höfðu kysst kvöldið áður … en það sem mér var efst í huga var hvort ég gæti staðið upprétt þá stundina.“ Í háskóla greindist Ella með það sem kallast á ensku postural tachycardia syndrome, heilkenni sem lýsir sér í auknum hjartslætti, svima, yfirliði, höfuðverk, ógleði og þreytu þegar sest er niður eða staðið er upp. Í kjölfarið snarbreytti hún mataræði sínu, tók að sneiða alfarið hjá unnum matvörum og borðaði fyrst og fremst ávexti og grænmeti. Hún kom á fót bloggi sem hún kallaði Ómót- stæðileg Ella þar sem hún deildi reynslu sinni, uppskrift- um og ráðum um hvernig öðlast mætti betri heilsu með því að borða eins og hún. Vinsældir bloggsins urðu miklar, matreiðslubækur hennar urðu metsölubækur og fyrr en varði var Ella orðin helsti forgöngumaður mataræðis sem kallað er „clean eating“ eða hreint mataræði. Valhnetur lækna heilann Dellur í mataræði eiga sér alda langa sögu. Erfitt er annað en að hlæja að breska grasafræðingnum William Coles sem á sautjándu öld taldi fólki trú um að fæða sem líktist ákveðnum líkamshlutum gæti læknað kvilla í þeim; þann- ig læknuðu valhnetur heilann og jurtin augnfró, sem þótti líkjast auga, var talin lækna augnsýkingar. Þau heilsu- bótarráð sem borin eru á borð fyrir okkur í dag eru þó mörg hver alveg jafnhlægileg. Sjaldan rignir yfir okkur jafnmörgum hugmyndum að betri heilsu, betri lífsstíl og betri línum en í janúarmánuði. Oft eru þær færðar okkur í glansbúningi af fögrum og jafn- vel frægum sendiboða. Samtök breskra næringarfræðinga hafa nú tekið sig til og varað við skaðsemi þessara góðu ráða. Á dögunum gáfu þau út lista yfir heilsufarsráð og megrunarkúra fræga fólksins sem skal sérstaklega varast árið 2018. Helstu skaðvaldarnir voru taldir hráfæðis-vegan kúr sem Gwyneth Paltrow og Sting mæla með, basískt mataræði Söruh Ferguson, hertogaynju af York, og lágkol- vetna ketógenískt mataræði sem Kim Kardashian aðhyllist. Ein dæmisaga En dellu-kúrar þessir eru ekki aðeins hlægilegir. Þeir eru skaðlegir. Á síðasta ári gerði Ella Mills Woodward tilraun til að segja skilið við „hreina mataræðið“ og afneitaði því í heimildarþætti í Breska ríkissjónvarpinu. Kúrinn hafði þá fengið á sig óorð og verið harðlega gagnrýndur fyrir fullyrðingar um heilsubót og lækningarmátt sem enginn vísindalegur fótur var fyrir. Margir sem fylgdu kúrnum hættu að neyta mjólkurafurða sem leiddi til kalkskorts og beinþynningar. Kúrinn var einnig talinn geta leitt til lystarstols hjá ungu fólki sem og orthorexiu, alvarlegrar áráttuhegðunar í tengslum við mat. Þótt lífsstílsbloggara með þúsund vini á Instagram líði betur í eigin skinni eftir að hafa hætt að borða kolvetni, kjöt og sykur þýðir það ekki að áhrif mataræðisins séu vís- indaleg staðreynd. Ein dæmisaga hefur ekkert tölfræðilegt sannleiksgildi þegar kemur að vísindalegri aðferðafræði. Bók Cheney um ágæti þess að nærast aðeins á mjólk og grænmeti kom út árið 1733. Í dag ættum við að vita betur. Ein öruggasta leiðin til að gæta að heilsunni árið 2018 er að sneiða hjá dellu-kúrunum sem andlegir uppvakningar átjándu aldar, hinir sjálfskipuðu heilsu-spámenn, prédika nú af jafnmiklum ákafa og þeir gera af vanþekkingu. Lífsstílsblogg og skaðsemi sjálfskipaðra heilsu-spámanna KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Ein af tíðindum liðinnar viku voru fregnir af lán-töku Almenna leigufélagsins hjá bandarískum fjárfestingasjóði. Hlutabréf í Kauphöllinni hækkuðu talsvert í kjölfarið og skýrist það að hluta af væntingum fjárfesta um að innlend fyrirtæki geti nú fjármagnað sig erlendis á bættum kjörum. Ekkert leyndarmál er að fjármögnun er óvíða dýrari en hérlendis. Meginástæða þess er okkar séríslenski gjald- miðill. Vaxtastig er ekkert annað en verðlagning á áhættu og viðskipti í íslenskum krónum eru í sögulegu samhengi einfaldlega áhættusamari en viðskipti í öðrum gjald- miðlum. Óraunhæft er að ætlast til að viðskiptakjör í inn- lendum bönkum breytist svo um muni meðan krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Ákvörðun bandaríska fjárfestingasjóðsins um að veita lán til íslensks félags í íslensku umhverfi eru viss tímamót og ákveðin traustsyfirlýsing á innlent efnahagslíf. Önnur skráð félög, og þá sérstaklega fasteignafélögin, hljóta að horfa í sömu átt. Kannski ætti ríkið einnig að hugsa sinn gang? Heildarskuldir ríkissjóðs nema ríflega 900 milljörðum króna, og vaxtagreiðslur þessa árs verða meira en 70 milljarðar. Skuldsetningin er engu að síður lág í alþjóð- legu samhengi, um þriðjungur landsframleiðslu. Þetta er sambærilegt hlutfall og í Noregi, nokkru lægra en í Dan- mörku, og mun lægra en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Samt er lánshæfi ríkisins nokkuð frá því að vera í hæsta flokki. Ljóst er að ef ríkissjóður fengi svokallaða AAA einkunn yrði það akkur fyrir innlent efnahagslíf. Ríkissjóður gæti fjármagnað sig á betri kjörum, en ekki síður myndu skapast möguleikar á erlendri fjárfestingu sem hingað til hafa verið lokaðir. Margir markaðsaðilar líta einfaldlega fram hjá ríkjum sem ekki bera hæstu einkunn. Það á við bæði um fjárfestingar í opinbera og einkageiranum. Einfaldasta leiðin til að hækka lánshæfiseinkunnina er að lækka skuldir ríkisins. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Þar má nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Ljóst er að til stendur að selja eignarhlut ríkisins í Íslands- banka og Arion, auk þess sem selja á hluta af Landsbank- anum. Æskilegt er að þessar áætlanir gangi eftir. Varðandi Isavia er það umhugsunarvert hvort ríkið eigi að reka félag um rekstur flugvallar. Víðast hvar hefur starfsemi sem þessi verið einkavædd, til dæmis í Bretlandi. Og í Danmörku var sú leið farin að vera með blandað eignarhald. Danska ríkið á nú fjörutíu prósenta hlut. Þessi blandaða leið er þekkt á Norðurlöndum, eins og í Noregi þar sem Statoil hefur verið skráð á markað um áratugaskeið, er 70% í eigu ríkisins en annars í höndum einkafjárfesta. Sala á þessum íslensku ríkiseignum, þó þannig að ríkið héldi eftir hlutum þar sem það væri talið þjóðhagslega mikilvægt, myndi gera ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir sínar að fullu. Þá 70 milljarða sem spöruðust árlega í vaxtakostnað mætti svo nota til að styrkja innviði á borð við vegi og heilbrigðiskerfi. Bætt lánshæfiseinkunn myndi svo ekki bara þýða aukna erlenda fjárfestingu, heldur einnig gera okkur kleift að fjármagna ríkissjóð til frambúðar á betri kjörum en áður hafa þekkst. Óþarfa kostnaður 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B B -F 1 E 0 1 E B B -F 0 A 4 1 E B B -E F 6 8 1 E B B -E E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.