Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 26

Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 26
Stelpur og strákar verða að söluvarningi og það er býttað með nektarmyndir eins og safnspil,“ segir Erna Mist Pétursdóttir um þann veruleika sem ungmenni sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi búa við. Erna Mist fer með aðalhlutverk í nýrri leikinni stuttmynd um staf­ rænt kynferðisofbeldi: Myndin af mér. Mynd sem segir sögur nokk­ urra unglinga í framhaldsskóla sem hafa kynni af stafrænu kynferðis­ ofbeldi. Erna Mist er sjálf þolandi slíks ofbeldis. „Flott myndin af þér!“ „Ég leik Ylfu sem er nýnemi í menntaskóla og tengi sterkt við efni myndarinnar. Ég var í sjöunda bekk, um tólf ára gömul og skotin í strák. Ég mátti ekki vera úti seint um kvöld og þegar það var ekki hægt að hittast þá var talað saman á Skype. Strákurinn hvatti mig til að sýna á mér brjóstin. þetta var einhver tískubylgja á þessum tíma, að flassa á Skype. Af einhverjum ástæðum hvarflaði ekki að mér að biðja hann um að fara úr fötunum. Ég held að ég hafi ekki einu sinni áttað mig á því af hverju hann vildi mig úr að ofan. Æi, bara svona eitt af mörgu rugli sem ungu fólki dettur í hug!“ segir Erna Mist. „Ég vildi hins vegar ekki sýna brjóstin í fyrstu. Var tortryggin og sagði við hann: Nei, ég vil það ekki, þú tekur örugglega mynd. Hann neitaði því, sagðist alls ekki myndu gera það og hélt höndunum uppi frá lyklaborðinu til að sanna það fyrir mér. Ég fór úr bolnum. Svo var það mánuði síðar að vinur hans kemur upp að mér í Kringlunni og segir við mig: Flott myndin af þér!“ Myndinni dreift á deilisíðu Erna Mist segist á því andartaki hafa vitað um hvað málið snerist. „Hug­ urinn fór beint í þetta atvik og ég fékk mitt fyrsta kvíðakast. Allt varð skrýtið eftir þetta, ég fékk stöðug kvíðaköst og var mest hrædd um að mamma og pabbi myndu frétta af þessu eða sjá myndina. Svo kom í ljós að þegar ég var að tala við þennan strák voru vinir hans með. Þeir voru þarna á bak við tölvuna. Þegar strákurinn lyfti upp höndum, þá voru þeir á lyklaborð­ inu og ýttu á „print screen“,“ segir Erna Mist og segir upplýsingarnar hafa vakið með sér óhug aðallega vegna ótta um að mamma og pabbi myndu frétta af þessu eða sjá mynd­ ina. „Þessari mynd var deilt á meðal vinanna og fór svo á netið á síðu þar sem var fullt af myndum af íslensk­ um stelpum, Chansluts held ég að hún hafi heitið. Ég talaði aldrei um þetta við neinn, skömmin var hrein­ lega of mikil. Í nokkur ár kvaldist ég yfir þessu. Ég byrgði þetta inni og var uppfull af skömm og kvíða,“ segir hún. #freethenipple byltingin Erna Mist opnaði ekki á þessa reynslu fyrr en fimm árum síðar í #freethenipple byltingunni. „Þá gerðist það að þungu fargi var af mér létt. Ég vissi ekki í fyrstu af hverju það var en svo áttaði ég mig. Ég hafði borið innra með mér þungt og skammarlegt leyndarmál sem var það ekki lengur. Og ég var ekki ein. Mér fannst gott að heyra allar þessar fjölmörgu reynslusögur stelpna og kvenna um hlutgervingu og tilfinningu þeirra um að hafa alla sína ævi þurft að burðast með ein­ hverja fáránlega skömm yfir því að vera með brjóst. Það greiddist bara úr þessari flækju hjá mér í miðri þessari byltingu, eins og hjá svo mörgum,“ segir hún. Býttuðu myndum Erna Mist segir að það trufli hana hversu algengt stafrænt kynferðis­ ofbeldi er á meðal jafnaldra hennar. „Margar vinkvenna minna hafa lent í þessu og nokkrir strákar líka. Ég man eftir því að þegar við vorum í grunnskóla var algengt að krakkar væru með möppur í sím­ anum sínum með nektarmyndum af stelpum og strákum. Þessum mynd­ um flettu þeir saman í frímínútum. Myndirnar voru grandskoðaðar og þeim býttað eins og safnkortum. Bara eins og Pokemon­spjöldum eða einhverju slíku. Sumar nektar­ myndirnar þóttu verðmætari en aðrar. Einhverjar sjaldgæfar og eftir­ sóttar. Hinar drasl. Þessi hlutgerving er svakaleg og á því miður þátt í að móta sjálfsmynd ungmenna, og hefur áhrif á bæði stráka og stelpur. Í dag held ég að mest fari fram á Snapchat þar sem fólk sendir nektarmyndir sín á milli. Allt í góðu með það en svo gerist eitthvað og traustið er brotið með því að setja myndefnið á netið,“ segir hún. Sex ungir leikarar fara með aðal­ hlutverkin. Erna Mist segir fleiri leikara myndarinnar hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi á eigin raun. „Mér finnst ég hafa verið heppin. Enginn sem ég þekkti komst yfir myndina, að mér vitandi. Strákurinn var í öðrum skóla í öðru hverfi og myndinni var dreift mest í kringum hann og vini hans. Ég veit þó að á þessari vefsíðu þóttist einhver eiga fleiri myndir af mér. Fyrir þá sem lenda í því að það er meiðandi myndefni af þeim á þessum síðum er þetta kúgun og niðurlæging. Þeir sem dreifa mynd­ efninu hafa vald yfir fólki. Um það snýst þetta og þess vegna er þetta kynferðisofbeldi,“ segir Erna Mist og minnist nokkurra þolenda frá skólagöngu sinni. Beittur fjárkúgunum „Það kom inn ný stelpa á unglinga­ stig innan skólans. Strákarnir voru með nektarmynd af henni. Hún lenti strax í einelti út af því, var kúguð með myndinni og varð fyrir stöðugum hótunum. Áhrifin sem ofbeldið hafði á þessa stúlku voru svakaleg. Strákarnir og nokkrar stelpur líka sem tóku þátt í eineltinu höfðu algjört vald yfir henni. Hún varð undirgefin og tók á einhvern skrýtinn hátt þátt í leiknum, hló alltaf með. Þá kom upp alvarlegt tilfelli í menntaskólanum. Þá var það strák­ ur sem varð fyrir ofbeldinu. Það láku nektarmyndir af honum á netið. Í kjölfarið var hann beittur fjárkúg­ unum vegna fleiri nektarmynda sem annar strákur var með í sínum fórum. Sá hinn sami hótaði honum að hann myndi birta þær ef hann borgaði honum ekki. Sem betur fer fékk þessi strákur einhverja aðstoð,“ segir Erna Mist og segir í raun alveg sama hversu ofbeldið er alvarlegt. „Það er alltaf flókið og erfitt. Það er alltaf þessi niðurlæging og kúgun sem er til staðar.“ Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án sam- þykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrelliklámi. Erna Mist leikur í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis og segir ungt fólk og þolendur slíks ofbeldis kúgað, hlutgert og niðurlægt. Erna Mist er af japönskum uppruna, afi hennar Nobuyasu Yamagata er þekktur myndlistarmaður. FréttaBlaðið/EYþór Ég vildi hins vEgar Ekki sýna brjóstin í fyrstu. var tortryggin og sagði við hann: nEi, Ég vil það Ekki, þú tEkur örugglEga Mynd. hann nEitaði því, sagðist alls Ekki Myndu gEra það og hÉlt höndunuM uPPi frá lyklaborðinu til að sanna það fyrir MÉr. Ég fór úr bolnuM. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -2 8 3 0 1 E B C -2 6 F 4 1 E B C -2 5 B 8 1 E B C -2 4 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.