Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 30

Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 30
#enski365#PL KAUPTU STAKAN LEIK: Laugardagur 13. janúar Leicester 14:50 Chelsea Everton 17:20 Tottenham Sunnudagur 14. janúar Man. City 15:50 Liverpool #CHELEI #TOTEVE #LIVMCI Arsenal 13:20Man. City #BOUARS 18:00 Uppgjör helgarinnar með Gumma Ben og Rikka G. #MESSAN Bournemouth 365.is 1817 velt að segja að sumir vilji bara hlusta á Land og syni og bla, bla, bla og auðvitað vilja sumir bara hlusta á Land og syni en það þarf að leyfa því að vera líka menning. Um það þarf ekki að ríkja þessi togstreita og við eigum ekki að temja okkur að líta upp til eins og niður til annars.“ Bjarni Frímann staldrar við og minnir svo á að hann hafi kannski enga þekkingu á þessu. „Ég er kannski að tala af einhverjum hroka en ég vil frekar sjá tónleika sem eðlilegt fólk getur hugsað sér að sjá. Meira af svo- leiðis, takk. Svo má kannski spyrja sig hvort það sé þörf fyrir að flytja inn þrjár eða fjórar útlenskar spútnik- hljómsveitir sem bæta litlu við? Er það þess virði? Þeir sem eru með þetta innan síns áhugasviðs og búa yfir færni til þess að heyra muninn eru búnir sjá þetta í útlöndum. Þetta snýst of mikið um það hvaða nöfn eru að koma. Við erum komin með svo hæft fólk hérna til þess að spila verkin sem við þurftum áður að fá aðra til þess að flytja fyrir okkur. Fullt af hæfu fólki sem bara situr heima hjá sér. Þú þarft að sitja í gegnum margar áskriftar raðir og hlusta þig í gegnum margar plötubúðir til þess að ná færni til þess að heyra af hverju Gunna er betri en Jón. Þessi píanistinn betri en hinn. Munurinn er svo lítill.“ En sérðu þá fyrir þér að við séum að leggja meiri áherslu á það fólk sem við eigum? „Já, algjörlega, og leitast við að spila fyrir nýja áhorfendur. Ég er þó hræddur um að það þurfi eitthvað að breytast í sjálfsáliti þessarar þjóðar til þess að það verði breytingar á. Sjálfur hef ég svo sem engar konkret lausnir í málinu en við þurfum að sameinast um að leita að lausnum og leitast við að láta tónlistarlífið halda áfram að þroskast og dafna og það fyrir sem flesta.“ Bjagaður kvarði Þegar talið berst að Bjarna Frímanni sjálfum sem skapandi listamanni segir hann að þar séum við komnir inn á viðkvæmt svæði. „Í þeim hlut- verkum sem ég hef verið í undan- farið við að túlka tónverk upplifi ég mig sem þjón listarinnar. Ég hef ekki mikinn sviðsskrekk eða efast um túlkunina en í einu skiptin sem ég fæ sviðsskrekk er þegar ég er að spila tónverk sem mér finnst ekki nógu góð. Ekki það að maður skammist sín fyrir hönd tónskáldsins eða eitt- hvað slíkt heldur er bara asnalegt að standa fyrir framan hóp af fólki og finnast tónverkið ekki hafa neitt fram að færa. Ég legg mikla áherslu á þetta en svo eru auðvitað margir túlkendur sem eru sannir listamenn og ég vil ekki vera að troða á þeim. Mig langar til þess að sinna því að búa til tónlist en það er skref sem mér finnst erfitt að taka og er búinn að ýta því á undan mér í mörg ár. Við hvað ertu hræddur? Hvað öðrum finnst? „Já, eflaust. Málið er að það er svo mikið til af góðri tónlist sem er bæði vel samin og kemur frá einhverjum hreinum stað, þá hættir manni til að dæma soldið hart það sem er ekki alveg jafn gott, þó að það sé gott líka. Kvarðinn er orðinn svo bjagaður.“ Þörfin fyrir einlægni Bjarni Frímann segir að þetta skjóti ákaflega skökku við, ekki síst í óperu og leikhúsi þar sem er alltaf verið að leitast við að skapa ákveðinn raun- veruleika og að því sé þörfin fyrir einlægni jafnvel enn meiri. „Þetta er allt bara í þykjó – þú ert að látast og leika. Og fólk skrifar undir ákveðinn sáttmála þegar það fer í leikhús þar sem það samþykkir að láta næstu tímana eins og þetta sé allt raunveru- legt. Að þessi leikari sé Pétur Gautur eða söngvari Don Juan. Þetta er eins og með blekkinguna með jólasvein- inn, maður veit betur en kaupir samt blekkinguna, en það er líka forsenda þess að það sé hægt að segja og gera hluti sem gengur ekki að segja í veru- leikanum. Þetta er alveg eins með tónlistina. Þess vegna finnst mér stundum vera byrjað á röngum enda eins og til að mynda í óperunni þegar það er verið að reyna að gera allt raunverulegt á sviðinu en svo áttu ekki að skilja stakt orð af því sem er sagt þar sem allt er sungið á ítölsku eða þýsku. Það er mín skoðun að ef Íslendingur ætlar að syngja fyrir Íslendinga, þá sé best að gera það á íslensku. Vera einlæg og óttalaus við það sem einhverjum kann að finnast hallærislegt. Ég held að þetta sé einhver feimni. Það er svo miklu auðveldara að segja: I love you heldur en ég elska þig. Þar er einlægnin og þar af leiðandi særan- leikinn svo miklu meiri. Við eigum að leitast við að finna innsta kjarna þess sem við erum að takast á við hverju sinni en ekki yfirborð. Það er kjarni listarinnar.“ Það er mín skoðun að ef íslendingur ætlar að syngja fyrir íslend- inga, Þá sé best að gera Það á íslensku. Bjarni Frímann segir að við þurfum að leita lausna og láta tónlistarlífið halda áfram að þroskast. FréttaBlaðið/Vilhelm ↣ 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -0 0 B 0 1 E B B -F F 7 4 1 E B B -F E 3 8 1 E B B -F C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.