Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 41
umræða 41Áramótablað 29. desember 2017 Eftirminnileg ummæli sem féllu á árinu n Ljóðskáldið Bjarni Bern- harður var lokaður inni á geðdeild eftir ummæli á Face- book.„Ég bara hnoðaði, hnoðaði og hnoðaði. n Brynjólfur Jónsson lækn- ir bjargaði lífi drukknandi drengs í Taílandi.„Ég hef verið pedó­ fíll alveg frá upphafi. n Gunnar Jakobsson, dæmd- ur barnaníð- ingur, talaði tæpitungulaust um barnagirnd sína í umfjöllun DV fyrr á árinu.„Ég er ekkert merkilegri en aðrir í fyrirtækinu. n Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA, í viðtali við DV um starfsmannastefnu fyrir- tækisins. „Ég naut þess að vera með þessu fallega ljósi. n Sigurlaug Hreinsdóttir í við- tali við DV þar sem hún biðlaði til Íslendinga að muna eftir dóttur sinni, Birnu Brjánsdóttur, sem góðhjartaðri, fyndinni og sterkri ungri konu sem stóð með sínum. „Ég bað lögregluna um far í vinnuna. n Magnús Ólafur Garðars- son, oft kenndur við United Sil- icon, eftir að hafa verið staðinn að ofsaakstri á Teslunni sinni á Reykjanesbraut. Sjálfur þvertók hann fyrir að hafa verið hand- tekinn og sagðist hafa beðið lög- regluna um far í vinnuna. „Ég veit ekki hvenær það verð­ ur. En mannskepnan gerir mistök og græðgin mun leiða til slæmra ákvarð­ ana hjá fólki. Þetta mun gerast aftur. n Bjarni Benediktsson í viðtali við Sky News, þar sem hann spáði öðru bankahruni í framtíðinni.„Við höfum verið vinir. n Hjalti Sigurjón Hauksson í viðtali við DV í september, að- spurður um samband hans við Benedikt Sveinsson, föður þáver- andi forsætisráðherra, Bjarna.„Ég hef oft lent í því að eftir að ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum [...] Þetta er mest særandi rasisminn. n Pape Mamadou Faye, þeldökkur framherji knattspyrnu- liðs Víkings í Ólafsvík, í viðtali við DV.„Mamma ekkert hoppandi glöð. n Stefan Octavian Gheorge í samtali við DV um viðbrögð móð- ur hans um þau tíðindi að hann væri að leika í klámmyndum. „Við erum sorg­ mædd og reið. n Ágúst Ævar Guðbjörnsson, eigandi tíkarinnar Tinnu, sem fannst dauð af mannavöldum og var falin undir steini.„Ég var bara að leggja. n Zulmu Ruth Torres í viðtali við DV eftir að hafa velt bíl sín- um á stæðinu við verslun Bónus í Árbæ.„Lýsti hvernig hann ætlaði að borða mig með hníf og gaffli. n Diljá Tara Helgadóttir sem opnaði sig um ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi sambýlismanns, Björns Daníels Sigurðssonar.„Viltu vera vinkona mín? n Yfirmaður í þekktu fyrirtæki við 14 ára tálbeitu DV. Hann var síðar rekinn úr vinnunni vegna málsins.„Sjálfstæðisflokk­ urinn er meinsemd í samfélaginu. n Guðbjörn Guð- björnsson, sem var í Sjálfstæð- isflokknum í 30 ár en varð síðar afhuga honum og telur flokkinn hættu- legan samfélaginu.„Myndbandið er ein píka nánast allan tímann. n Tónlistarkonan og Reykja- víkurdóttirin Anna Tara Andr- ésdóttir birti sennilega klám- fengnasta tónlistarmyndband Íslandssögunnar. Uppistaða þess er nærmynd af píku.„Ofboðslega harkaleg aðgerð. n Leifur Runólfsson héraðs- dómslögmaður um aðgerð- ir Barnaverndar á Landspítalanum þegar barn var tekið á fæðingar- deildinni af þeim hjónum Arleta og Adam Kil- ichowska. „Hvað ætlum við að missa marga einstaklinga áður en við vöknum. n Haraldur L. Haraldsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði. Harald- ur hafði misst bróðurson sinn, Andra Ágústsson. Haraldur fór ófögrum orðum um geðheil- brigðiskerfið sem hann sagði hafa brugðist. Það er því mögulegt að ég sé með verð­ mætasta typpið á Alþingi. n Logi Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar, á Facebook í september, í tengslum við fyrirsætu- störf hans hjá Myndlista- skólanum á Akureyri, þar sem ýmsir nafntogaðir myndlistarmenn fengu að mála hann í Adamsklæð- um. Hvítur miðaldra karl verður voða veikur, batnar og fer að ausa yfir pöpulinn. n María Lilja Þrastardótt- ir gagnrýndi í septem- ber Stefán Karl Stefáns- son á Face- book-síðu sinni fyrir að nota forréttindastöðu sína til að að hnýta í mann- réttindabaráttu fatlaðra, feitra og kvenna. Ég vona að sím­ inn hjá mér sé ekki hleraður. Mér leið ekkert voðalega vel þarna í gær. n Þetta sagði tæplega sextug- ur leigusali sem gekk í gildru DV og bauð ungri konu í ör- væntingarfullri leit að hús- næði lægra leiguverð gegn því að hann fengi að stunda með henni kynlíf. Mamma hringdi hissa og spurði hvað væri að vera epla­ hommi. n Sindri Sindrason var kallað- ur Epalhommi eftir viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálms- dóttur fyrr á árinu. Hefur enda­ laus áhrif að verða vitni að dauða fólks. n Birna Hrönn Gunn- laugsdóttir var í Stokk- hólmi þegar bifreið var ekið á hóp fólks í borginni í apríl. Fjórir létust og tugir slös- uðust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.