Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 46
46 Áramótablað 29. desember 2017Völvuspáin 2017 Völvan sér skolhærðan fram- bjóðanda í sveitarfélagi á Aust- urlandi lenda í hagsmunaá- rekstrum sem mun gera málefni hreppsins altöluð. Einhverjir hneykslast á framferði fram- bjóðandans en viðkomandi mun vinna stórsigur í sveitar- félaginu. Málið verður gleymt í júnímánuði en rifjað upp í sjón- varpsþætti um haustið. Óvinir forsetans Völvan segir forseta Ís- lands, Guðna Th. Jó- hannesson, vera hreinskiptinn og heiðarlegan mann sem ætli engum illt. Hann eigi hins vegar öfluga and- stæðinga sem hafa ekki sætt sig við að hann hafi unnið for- setakosningarnar og leita að hverju tækifærinu á eftir öðru til að bregða fyrir hann fæti. Þeir fá litlu áorkað í þeim efnum, segir völvan. Hún segist þó sjá úlfúð hjá óvinahernum vegna fund- ar forsetans við fólk sem telur sig hafa verið blekkt í viðskipt- um við bankakerfið. Þar verður hamrað á því að forsetinn hafi farið út fyrir verksvið sitt. Þjóðin verður þó ekki sammála því og málið mun ekki skaða forset- ann. Völvan sér eiginkonu hans, Elizu, á miklum ferðalögum sem tengjast mannúðarmálum. Hneykslismál kringum auðmenn Nokkrir af auðmönnum Íslands munu rata í fréttir vegna lífsstíls sem er í æpandi mótsögn við líf hins venjulega Íslendings. Völv- an sér leiðindahneykslismál hjá tveimur þeirra og afleiðingarnar verða alvarlegar. Þegar blaða- maður vill forvitnast meira um þau mál hristir hún höfuðið og segir að allt muni þetta koma í ljós en þarna muni mikil svika- mylla opinberast. Málið verð- ur lögreglumál sem endar með fangelsisdómum. Nýr biskup Agnes Sigurðardóttir segir alls óvænt af sér embætti biskups. Fjölmargir prestar líta embættið hýru auga, þar á meðal nokkr- ar konur, en Geir Waage og Bjarni Karlsson tak- ast hart á um stólinn sem fulltrúar gam- alla og nýrra tíma. Bjarni sigrar. Eft- ir biskupskosn- ingu munu konur innan prestastétt- ar ræða stöðu sína og þá hörðu gagnrýni sem Agnes fékk oft og tíðum fyrir embættisverk sín. Niður- staðan kemur ekki á óvart, en hún er sú að erfitt sé fyrir konu sem er í embætti innan þjóð- kirkjunnar að njóta sannmælis. Bjarni Karlsson, hinn nýi biskup, mun taka hraustlega undir þessi gagnrýnisorð kvenpresta. Fleiri uppljóstranir um kynferðisbrot Völvan segir að ekkert lát muni verða á sögum um grófa kyn- ferðislega áreitni karlmanna. Þar verði nefnd nöfn nokkurra þekktra karl- manna. Einhverj- ir þeirra munu harðneita ásök- unum en aðrir viðurkenna brot sín. Í leikhús- heiminum verður síðan hulunni svipt af ógnarstjórnun leik- stjóra og yfirmanna. Þar er ekki um að ræða kynferðisbrot heldur öskur og niðrandi ummæli í garð kvenna. Á íþróttasviðinu munu koma fram hliðstæðar sögur um framferði karla. Það vekur síðan athygli þegar konur í Sinfóníu- hljómsveit Íslands stíga fram og segja sláandi reynslusögur. Æði meðal ungmenna Nýtt æði mun ríkja hjá ung- mennum landsins síðla vors tengdu hættulegu athæfi. Myndbönd fara í dreifingu á samfélagsmiðlum og foreldrar munu þrýsta á lögreglu að grípa inn í. Útbúin verður herferð á veg- um embættismanna sem mun ekki hitta í mark meðal ung- menna. Ungling- ur mun slasa sig lítils háttar á efri hluta lík- amans og verður það til að æðið deyr niður. Karlmaður á miðjum aldri verður handtekinn við komuna til landsins með ætluð fíkniefni til sölu. Í ljós kemur að viðkom- andi var blekktur og fíkniefn- in voru í raun bökunarvörur. Í kjölfarið fer af stað umræða hvort glæpsamlegur ásetningur sé grundvöllur til fangelsisvistar eða ekki. Þórarinn fær viðurkenningu Ikea á Íslandi mun komast í fréttir vegna gjafmildi til þeirra sem bágt eiga. Í kjölfarið munu önnur fyrirtæki leitast við að gera slíkt hið sama en fá ekki sömu fjölmiðlaathygli og Ikea. Framkvæmdatjóri fyrirtækisins, Þórarinn Ævarsson, fær einhvers konar viðurkenningu á árinu. Ikea-geitin mun lifa góðu lífi um næstu jól. Það verður reyndar gerð tilraun til að kveikja í henni af tveimur pörupiltum sem ör- yggisvörður mun góma áður en þeir hafa náð markmiði sínu. Völvan sér þá ekki fá neina sérs- taka refsingu, aðra en þá að for- eldrar þeirra lesa yfir þeim. Finnur gefur út ljóðabók Þjóðin heldur áfram að streyma í Costco og völvan skynjar ör- væntingu meðal heildsala. Costco hefur til dæm- is sett strik í reikn- inginn hjá Högum og þar verður róðurinn þungur. Það er þó ljós í myrkrinu hjá forstjóranum, Finni Árnasyni, að hann gefur út ljóðabók sem fær prýðisdóma í Kiljunni. Það mun verða forstjóranum áframhaldandi hvatning til af- reka á ritvellinum. Lilja og Sigmundur takast á um RÚV Þegar talið berst að fjölmiðl- um segir völvan að ekkert geti breytt yfirburðastöðu RÚV á þeim markaði. Það verða menn bara að sætta sig við, segir hún ákveðin. Hún segir að á nýju ári munu gagnrýnendur RÚV, að- allega á hægri væng, ekki draga af sér og fréttamenn og starfs- menn RÚV muni verða að þola vaxandi gagnrýni fyrir meintar vinstri áherslur. Nokkrir starfs- manna RÚV taka hraustlega til varnar á opinberum vettvangi en það mun einungis hleypa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.