Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 66
66 menning - Menningarannáll 2017 Áramótablað 29. desember 2017 eitt það merkilegasta sem átti sér stað í ís- lensku listalífi á árinu: „Einn merkasti tón- listarviðburður ársins var umfangsmikil kynning á íslenskri tónlist í Los Angeles þar sem fleiri tugir íslenskra tónlistarmanna fluttu íslenska tónlist með hið fjölhæfa tón- skáld og hljómsveitarstjóra Daníel Bjarna- son í fararbroddi.“ Rappbomban neitar að springa Rapp er ekki lengur bara blómleg jaðarsena heldur er það orðið að kóngi íslenskrar popptónlistar. Íslensku tónlistarverðlaunin, sem höfðu algjörlega litið framhjá hip-hop bylgjunni í fyrra, verðlaunuðu nú Emmsjé Gauta með fimm styttum og var hann óum- deildur sigurvegari verðlaunanna. Eitt allra vinsælasta lag ársins var svo sumarsmellur- inn B.O.B.A. með nýstirnunum JóaPé og Króla – lag sem leikskólabörn jafnt sem ömmur þeirra kunna utanbókar. Þeir síðarnefndu eru hluti af nýrri kynslóð rappara sem hafa alist upp við að hlusta á ís- lenskt rapp til jafns við erlent. Þökk sé æ öfl- ugri fartölvum, ódýrum hljóðvinnsluforritum og youtube-kennslumyndböndum geta krakk- ar lært að smíða takta og tekið upp rapp í her- bergjum sínum og látið hljóma eins og margt af því besta í alþjóðlegu hip-hopi. Sjónræna umgjörðin og upplifunarhönnunin utan um tónlistina skiptir svo æ meira máli á meðan færri hafa áhuga á að gefa út á efnislegu formi. Miðborg í mótun Miðborg Reykjavíkur er að taka gríðarlega miklum breytingum um þessar mundir og sitt sýnist hverjum. Eftir mikla lægð í ný- byggingum eftir hrun eru nú allir bygginga- kranar í notkun, aldrei hefur verið byggt jafn mikið og jafnt hratt – nýjar byggingar spretta upp eins og gorkúlur. Í takt við hugmynda- fræði og hugsjón borgaryfirvalda um þéttari byggð eru nýjar byggingar að rísa á öllum auðum reitum miðsvæðis frekar en í jöðrum borgarinnar. Samhliða þessu hefur mikill fjöldi ferðamanna þau áhrif að miðborgin vex og vex, frá Granda og upp að Hlemmi. Guðni Valberg arkitekt segir umræðu um þessar breytingar og ásýnd hinnar nýju mið- borgar hafa verið sérstaklega áberandi í ár: „Umræðan um það hvernig borg við viljum byggja og búa í hefur líklega aldrei verið eins mikil eins og nú og þar eru gjarnan tveir mjög ólíkir pólar sem takast á, sérstaklega þegar kemur að þéttingu byggðar og samgöngumál- um. Fólk var að taka umræðuna um Víkurgarð, Hafnartorg, gamla Iðnaðarbankann á Lækjar- götu, Landspítalann, Laugaveg 4–6, Sundhöll- ina, Gamla Garð og fleiri byggingaráform og sitt sýnist hverjum um útlit og skipulag.“ Fjölbreyttara skemmtanalíf Á undanförnum árum hefur skemmt- analíf Reykjavíkurborgar orðið æ fjöl- breyttara og má segja að hálfgerður jaðarskemmtanaiðnaður hafi orðið til á öldurhúsum og knæpum miðborgarinn- ar. Hinar ýmsu sviðs- listir sem ekki kom- ast fyrir í virðulegum menningarstofnunum hafa fundið sér stað og laða að gesti kvöld eftir kvöld: Spunaleikhópar, uppistand, sirkus, kabar- ett-kvöld, börlesk-skemmt- anir, ljóðagleðihús, þátttökubíó, drag-keppnir og svo framvegis. Brynja Pétursdóttir, danskennari, og einn álitsgjafi DV, nefnir þessa þróun sérstaklega sem einkennandi þróun í íslensku menn- ingarlífi: „Mér finnst gaman að sjá nýja við- burði poppa upp í Reykjavík, þegar eitthvað fer út fyrir kassann eins og sirkus, kabarett og dragsýningar. Sem betur fer er uppistand löngu farið að blómstra líka. Fyrir mér þá gerir þetta lífið mun bærilegra, það að geta hoppað á skemmtilega sýningu í borginni minni er alveg nauðsynlegt. Við hentum okk- ur í þetta og höldum nú árlega street-dans- sýningu sem vonandi bætir bara við nú þegar spennandi og ört stækkandi menningardaga- tal borgarinnar. En þetta tel ég vera mikilvægt fyrir samfélagið okkar, við þurfum að hittast, skemmta okkur saman, kynnast nýjum hlut- um og stækka sjóndeildarhringinn.“ Allir í bíó Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð er á góðri siglingu þó að engin risaverðlaun hafi skilað sér til íslensku myndanna í ár. Sjónvarpsþáttaröðin Fangar á RÚV hélt Ís- lendingum föngum og þeir flykktust svo í bíó í tugþúsundum að sjá hryllings- myndina Ég man þig, byggða á bók Yrsu Sigurðardóttur og kolsvarta dramað Undir trénu eftir Haf- stein Gunnar Sigurðsson. Þó að færri hafi séð frumraun Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hjartastein, er hún hins vegar sú mynd sem hefur hlotið hvað mesta hylli hjá dómnefndum verðlaunahátíða: 45 alþjóðleg verðlaun og níu verðlaun á Eddunni. Jóhann Helgi Heiðdal heim- spekingur nefnir myndina sem eftirminni- legasta listaverk ársins: „Hún brýtur svo sem ekki nein blöð í frumleika, og er einnig að- eins of löng miðað við efnið. En magnaður leikurinn er mjög eftirminnilegur, ásamt fal- legri myndatöku. Frábær notkun á íslenskri tónlist einnig. Þetta er auðvitað að verða mjög þreytt í íslenskri kvikmyndagerð: allar þessar myndir um vesælt líf í íslenskum sjáv- arþorpum. En Hjartasteinn gerir það mjög vel og er kannski sú besta af þeim myndum.“ Skáldið þagnar Sigurður Pálsson skáld féll frá í september úr krabbameini í brjósthimnu. Andlát Sig- urðar varð fjölmörgum ástæða til að rifja upp góð kynni sín af skáldinu sem hafði mikil áhrif á fjölmarga samferðamenn sína og nemendur. Þrátt fyrir að þetta mikla skáld þagni lifir ljóðið góðu lífi á Íslandi þessa dagana og sækir raunar í sig veðrið. „Í haust misstum við okkar helsta ljóð- skáld, Sigurð Pálsson, en allt það unga fólk sem er að gefa út bækur og tímarit, skipuleggja upplestra og rappkvöld er lif- andi staðfesting þeirrar trúar á mátt skáld- skaparins sem hann boðaði í skrifum sín- um, kennslu og lífi,“ segir rithöfundurinn Sjón og segir uppgang ljóðsins alltaf vera undanfara stórra tíðinda í bókmenntunum. Ásgeir Ingólfsson, skáld og menn- ingarrýnir, nefnir andlát Sigurðar einnig sem þann atburð sem hafði hvað mest áhrif á hann á árinu: „Árið sem leið verð- ur alltaf fyrst og fremst árið sem ég stopp- aði á bensínstöð einhvers staðar í Mývatns- sveit og komst að því að Sigurður Pálsson var látinn. Ég minnist ekki að hafa upplifað jafn sterk viðbrögð við dauða neins íslensks listamanns síðan Kiljan dó – sem var bæði til marks um magnaða orðkynngi hans og það hversu djúpstæð áhrif hann hafði á alla sem hann kynntist, jafnvel þegar kynn- in voru lítil og takmörkuð. En nú var þessi rödd þögnuð, þetta kankvísa bros myndi aðeins lifa á myndum og bene bene aðeins heyrast í vanmáttugri endursögn.“ Hverfandi listagagnrýni Erfitt rekstrarumhverfi hefðbundinna fjöl- miðla virðist enn vera að koma niður á gagnrýnni umræðu um listir og menningu. Þó að sérhæfðir netmiðlar reknir fyrir lítinn eða engan pening spretti reglulega upp ein- beita þeir sér fæstir að gagnrýni. „Ekki er skrifuð regluleg gagnrýni um myndlistarsýningar nema í eitt dagblað á landinu, og í sjónvarpi, upplagðasta vett- vangi fyrir myndlistargagnrýni, hefur varla verið sagt krítískt orð um myndlist síðan Djöflaeyjan á ríkissjónvarpinu var lögð nið- ur,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, bókmennta- fræðingur og einn álitsgjafa DV. Ásgeir Ingólfsson, skáld og menn- ingarrýnir, tekur í sama streng: „Þetta var enn eitt árið sem menningarrýni átti und- ir högg að sækja – ekkert verra en mörg undanfarin ár kannski, en samt tímanna tákn þegar einn afdráttarlausasti gagn- rýnandi landsins, Sindri Eldon, fann sig knúinn til að biðjast opinberlega afsökun- ar á eigin afdráttarleysi – og allir klöppuðu. Þangað er gagnrýnin á Íslandi komin – hún er í dauðateygjunum og það klappa allir þegar gagnrýnandi deyr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.