Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 24
24 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll mældist fylgi Vinstri grænna tæp- lega 29 prósent og myndu þeir samkvæmt því fá 20 þingmenn. Fylgi flokksins dalaði smám saman í könnunum út mánuðinn eftir því sem áróðurinn og gagn- rýnin á flokkinn harðnaði. 6. október DV afhjúpar níðinga DV gerði tilraun með því að búa til platprófíl unglingsstúlku á Facebook til að athuga hvort barnaníðingar myndu hafa sam- skipti við hana að fyrra bragði og reyna að tæla hana. Reglan var sú að tala ekki við þá að fyrra bragði. Fjölmargir föl- uðust eftir kynnum við stúlkuna og hittu blaða- menn tvo þeirra á fyrirfram ákveðnum stað og var þeim þá gert kunnugt um hvað væri á seyði. DV birti hluta af netsam- skiptum við þá, myndir og samtöl á fundunum í stórri frétt í helgar- blaðinu. Þetta var gert til þess að fólk áttaði sig á því í hversu mik- illi hættu börn og unglingar eru þegar þeir samþykkja vinabeiðnir frá ókunnugum á netinu. 11. október Sagður fullur á framboðsfundi Pétur Einarsson, annar maður á lista Flokks fólksins í Norðaustur- kjördæmi, var sagður hafa angað af áfengi og hagað sér sérkenni- lega á sameiginlegum framboðs- fundi á vegum Hugins, skólafé- lags Menntaskólans á Akureyri. Upptaka af fundinum fór hátt á netinu og þar sást Pétur svara flestum spurningum á einkenni- legan hátt, hvort sem þeim væri beint að honum eða ekki. Inga Sæland, formaður flokksins, sagði hann ekki hafa verið drukkinn en með einhvern „svartan húmor“ sem hún kunni ekki við. Um- mæli Steingríms J. Sigfússonar hjá Vinstri grænum á fundinum um að sjálfstæðismenn væru „fatlað- ir“ og „gætu ekki aflað“ tekna ollu líka miklu fjaðrafoki. 13. október Matarsóun og slæm meðferð starfsfólks hjá Costco Costco hefur valdið straumhvörf- um á íslenskum smásölumark- aði eftir að búðinvar opnuð í maí og vilja margir meina til mikill- ar hagsældar fyrir íslensk heim- ili. DV gerði stóra úttekt á mat- arsóun og starfsmannamálum fyrirtækisins sem virðist í miklum ólestri. Rætt var við marga fyrrver- andi starfsmenn sem fæstir vildu koma fram undir nafni vegna eig- in atvinnumöguleika í framtíð- inni. Sumir sögðu frá því að þeim blöskraði hvernig mat væri sóað og aðrir lýstu því hvernig breskir yfir- menn kæmu hrottalega fram við starfsfólk undir gríðarlegu álagi og segðu upp fólki fyrir minnstu sakir. 13. október Lögbann á Stundina Sýslumaður bankaði upp á hjá Stundinni og krafðist þess að fréttaflutningur af málefnum Bjarna Benediktssonar, þáver- andi forsætisráðherra, úr gögnum Glitnis yrði hætt. Með sýslumanni í för var lögfræðingur Glitnis. Ekki var þó hægt að uppfylla allar kröf- ur lögbannsins af tæknilegum ástæðum. Málið olli mikilli úlfúð í samfélaginu og Bjarni sagðist ekki hafa beitt sér fyrir því, enda kæmi það hvorki honum sjálfum né Sjálfstæðisflokknum vel að banna fréttaflutning. 18. október Lögbann á Loga Logi Bergmann Eiðs- son, fréttamaður 365, sagði upp störfum sínum og var sama dag ráðinn hjá Árvakri, útgáfu- félagi Morgun- blaðsins. Átti hann að taka að sér dagskrárgerð á útvarps- stöðinni K100. Í samningi Loga við 365 var ákvæði um að hann mætti ekki vinna hjá samkeppn- isaðila í 24 mánuði eftir uppsögn samningsins og fór fyrirtækið því fram á lögbannið. Af tillitssemi var þó einungis óskað eftir því að lögbannið gilti til tólf mánaða. Þar sem Logi hætti fyrirvaralaust fékk hann ekki greiddan uppsagnar- frestinn og 365 vildu ekki taka við honum aftur. 28. október Kosningar Kosið var snemma til Alþing- is vegna stjórnarslita ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sjálfstæð- islokkurinn fékk mest fylgi en tapaði engu að síður fimm þing- mönnum. Vinstri grænir bættu við sig einu prósentustigi og ein- um manni. Þótti það nokkurt áfall fyrir flokkinn sem flaug með himinskautum fram að því. Sam- fylkingin bætti við sig fjórum þingmönnum og Framsóknar- flokkur hélt sínum átta. Miðflokk- urinn og Flokkur fólksins voru taldir sigurvegarar kosninganna og fengu sjö og fjóra þingmenn. Viðreisn hékk inni með fjóra menn eftir formannsskipti og Pí- aratar töpuðu fjórum. Þá þurrk- aðist Björt framtíð út af þingi með einungis rúmt eitt prósent. Nóvember 1. nóvember Beit tunguna úr manni sínum Karlmaður var fluttur tungulaus á slysadeild eftir að kona beit hana úr honum. Var tungan saum- uð í manninn á spítala en óvíst var með árangur að- gerðarinnar. 1. nóvember Beitti börn sín ofbeldi Þriggja bana móðir var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita börn sín grófu ofbeldi á árunum 2012 til 2016. Beitti hún andlegum og líkamlegum refsingum, ógnaði þeim og sýndi þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. 3. nóvember Þrír létust í umferðarslysi Karlmaður, kona og barn létust eftir að bifreið þeirra fór í sjóinn við höfnina á Árskógssandi. Fjöl- skyldan, sem var pólsk, var bú- sett í Hrísey og var hún á leiðinni í Hríseyjarferjuna þegar slysið varð. 6. nóvember Íslendingar í Bermúda-leka Íslendingar eru meðal þeirra sem nýttu sér skattaskjól samkvæmt hinum svokölluðu Paradísarskjöl- um frá Appleby-lögmannsstof- unni á Bermúda. Nöfn nokkurra tuga Íslendinga var að finna í skjölunum, en þó engin nöfn stjórnmálamanna. 6. nóvember Nýfætt barn hrifsað úr höndum móður Hjónin Arleta og Adam Kil- ichowska urðu fyrir því áfalli að stúlkubarn sem Arleta fæddi var tekið frá henni á fæðingardeild Landspítalans, að kröfu barna- verndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Áður hafði önnur dóttir hjónanna, tveggja og hálfs árs gömul stúlka, verið tekin af þeim og sett í fóstur. Í viðtali við DV viðurkenndu Arleta og Adam að þau væru ekki fullkomnir for- eldrar en bæði þau og lögmaður þeirra, Leifur Runólfsson, töldu aðgerðir barnaverndarnefndar alltof harkalegar. 9. nóvember Hetjudáð við Hringbraut Kanadíski uppistandarinn York Underwood, sem búsettur er á Ís- landi, vann sannkallaða hetju- dáð þegar hann blés lífi í tveggja mánaða ungbarn en móðir barns- ins kallaði á hjálp hans þar sem hann var gang- andi á Hringbraut. Að sögn Yorks hreyfði barnið sig ekki fyrr en hann hafði hnoðað það nokkrum sinnum. 14. nóvember Brynjar hætti á Facebook Brynjar Níelsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, tók þá ákvörðun af heilsufarsástæð- um að hætta á Facebook. Brynjar hafði farið mikinn á Facebook frá árinu 2012 og oft verið fjörugar umræður á Facebook-síðu hans. 16. nóvember Snorri fékk milljónir í bætur Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, fékk dæmdar 6,5 milljón- ir króna frá Akureyrarbæ. Snorra var sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í Akureyrarbæ sumarið 2012 eftir að hafa ver- ið vikið tímabundið frá störfum í byrjun árs 2012. Ástæður upp- sagnarinnar voru ummæli Snorra um samkynhneigð, en hann skrif- aði bloggpistla sem Akureyrar- bær taldi ekki samrýmast starfi kennarans. 18. nóvember Þórhalla send burt frá fjölskyldunni Frétt DV um Þórhöllu Karlsdóttur, 91 árs konu, vakti mikla athygli. Hún hafði dvalið á Landspítalan- um svo vikum skiptir en síðan var tekin ákvörðun um að senda hana á Akranes eða Borgarnes, fjarri ástvinum sínum. Eftir fréttaflutn- ing DV var tekin ákvörðun um að senda Þórhöllu á Hrafnistu. 21. nóvember Ragnar birti mynd af Áslaugu Örnu Ragnar Önundarson, fyrrver- andi bankastjóri, vakti reiði margra þegar hann birti mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, og gaf í skyn að hún byði upp á kyn- ferðislega áreitni. Ragn- ar fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni í kjölfarið. 23. nóvember Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði íslenska ríkinu í vil í Landsdómsmálinu svokallaða, máli Geirs H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra. Geir kvart- aði til Mannréttindadómstólsins þar sem hann taldi að ákæran á hendur honum hafi verið af póli- tískum toga, að gallar hafi verið á málatilbúnaði og að Landsdóm- ur hafi ekki verið sjálfstæður og hlutlaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.