Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 14
14 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll var útgáfa bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, þar sem þau kryfja málið til mergjar en þar segir Þór- dís meðal annars að ekki sé nóg að brotaþolar tjái sig, heldur þurfi gerendur einnig að rjúfa þögnina og axla ábyrgð. 7. febrúar Óánægja lögreglu með fréttir RÚV af Birnumálinu Grímur Grímsson yfirlögreglu- þjónn, sem fór með rannsókn á láti Birnu Brjánsdóttur, sagði við DV að óánægju gætti með- al þeirra sem að rannsókninni kæmu, vegna fréttaflutnings RÚV af málinu kvöldið áður, þar sem fram kom að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Grímur hafði þennan sama morgun, í við- tali við RÚV, ekki viljað gefa upp banamein Birnu, þar sem það gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins. 12. febrúar Bjargaði börnunum úr brennandi húsi Eldur kviknaði í íbúð fjölbýlishúss í Hraunbænum um 11-leytið þann 12. febrúar. Unnar Þór Sæ- mundson á heima í íbúðinni fyrir ofan eldsupptökin og flúði með fjölskyldu sinni úr íbúðinni fram á reykfylltan stigaganginn. Ekki urðu meiri háttar slys á fólki, en einn 15 ára drengur brenndist þó á höndum. 12. febrúar Tilkynntu andlát lif- andi konu Guðný Ásgeirsdóttir, 94 ára íbúi á dvalarheimili fyrir aldraða, var fyrir mistök tilkynnt látin til ætt- ingja sinna. Þegar barnabarn hennar kom til að kveðja hana hinsta sinni, opnaði hún augun og var hin hressasta. Kom í ljós að nafnaruglingur hafði átt sér stað þar sem önnur kona með svipað nafn hefði látist og hringt hefði verið í ættingja rangrar konu. 21. febrúar Ásta Guðrún baðst afsökunar á íbúðar- kaupaummælum Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- flokksformaður Pírata, birti af- sökunarbeiðni á Facebook vegna orða sem hún lét falla í Silfrinu, um að hún sæi sér ekki fært að geta keypt íbúð fyrir þrítugt. Ásta verður þrítug eftir þrjú ár og laun hennar eru um 800.000 á mánuði, eftir skatt. Sagði Ásta að orð hennar hefðu verið sögð í „hugs- analeysi“. 26. febrúar Metsnjókoma Sökum mikillar snjókomu á suð- vesturhorninu þurfti lögregla að biðja fólk um að vera ekki á ferli að ástæðulausu og halda sig heima þar til búið væri að ryðja helstu götur. Mikið var um fasta bíla sem töfðu snjómokstur og mældist snjódýpt 51 cm, en metið í febrúarmánuði er 48 cm frá 1952. Mesta snjódýpt sem mælst hefur er 55 cm frá 1937. Mars 3. mars United Silicon-for- stjóri handtekinn DV upplýsir um að Magnús Garðars- son, fyrrver- andi forstjóri og stærsti hluthafi United Silicon, hafi verið hand- tekinn undir lok ársins 2016, grun- aður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi á Reykjanes- braut. Magnús þverneitaði fyrir handtökuna í samtali við blaðið. 3. mars Gjaldþrot Brúneggja Eigendur Brúneggja ehf. óska eftir að félagið sé tekið til gjaldþrota- skipta. Öllu starfsfólki fyrirtæk- isins var sagt upp. Ástæðan var afhjúpun Kastljóss á vítaverðum rekstri félagsins þann 28. nóv- ember 2016. Umfjöllunin varð til þess að öll eggjasala fyrirtækis- ins stöðvaðist og rekstri þess varð ekki bjargað. 4. mars Hríseyjarnauðgarinn finnst látinn Eiríkur Fannar Traustason finnst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri og er fluttur þungt haldinn á gjörgæsludeild. Hann er úrskurðaður látinn tveim dögum síðar. Eiríkur Fannar af- plánaði fimm ára fangelsisdóm sem hann hlaut í Hæstarétti um mitt ár 2016 fyrir að nauðga frans- rki stúlku í Hrísey. Þá var ann- að kynferðisbrot Eiríks Fannars í ákæruferli. 9. mars Annþór og Börkur loks sýknaðir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru sýknaðir í Hæstarétti en þeim var gefið að sök að hafa veitt Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka sem leiddu til dauða hans í maí 2012. Hæsti- réttur staðfesti þar með niður- stöðu Héraðsdóms Suðurlands frá því í fyrra. 11. mars Svala fulltrúi Íslands í Eurovision Svala Björgvinsdóttir vann ör- uggan sigur í undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lag hennar, Paper, hlaut flest atkvæði í einvígi gegn senuþjófinum Daða Frey Péturssyni sem flutti lagið Is This Love. 12. mars Gjaldeyrishöft afnumin Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra greinir frá á blaðamannafundi að fjár- magnshöft verði afnumin á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyr- issjóði. 13. mars Magnús handtekinn vegna heimilisofbeld- is í Texas Íslenskur karlmaður á fertugs- aldri, fyrrverandi forstjóri og þekktur maður í heimi viðskipta á Íslandi, var á fimmtudag handtek- inn af lögreglunni Austin í Texas, fyrir að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi. Lögregla handtók manninn um miðja nótt, klukkan 02.15 að staðartíma. Var hann færður á lögreglustöð og skoðaður þar af heilbrigðisstarfsmanni. Meint brot hans voru færð til bókar klukkan 03.32, samkvæmt upp- lýsingum sem DV bárust frá lög- reglunni í Austin. Hann var fluttur í Travis County Jail í Texas og var í haldi þar til síðdegis næsta dag. Manninum var sleppt klukkan 16.47 á föstudag. Honum var gert að greiða sex þúsund dollara í tryggingarfé, eða um 667 þúsund krónur, en sætir að líkindum far- banni. Hann getur þó óskað eftir leyfi til að ferðast. Maðurinn hefur ekki hlotið refsidóm, svo DV sé kunnugt um. 14. mars Ragnar Þór nýr formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson hefur óvænt betur í kosningum gegn sitjandi formanni VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur. Ragnar Þór hlaut tæp 63% greiddra atkvæði en Ólafía 37. 27. mars HB Grandi lokar á Akranesi HB Grandi ákveður að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi. 86 starfsmenn missa vinnuna, meirihlutinn konur. 28. mars Mútur bornar á Sigmund Davíð „Orðalagið var með ýmsum hætti en ekki hægt að skilja það öðru- vísi en svo að miðað við þá hags- muni sem þarna væru undir þá gætu menn vel hugsað sér að sjá af örlítilli prósentu til að liðka fyr- ir samningum og sú litla prósenta væri umtalsverð upphæð,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við DV og tekur þar með af öll tvímæli um að einstaklingar á vegum vogunar- sjóða hafi boðið honum mútur fyr- ir hagfellda niður- stöðu í viðræðum við íslensk stjórnvöld. Áður hafði Sigmundur Davíð gefið slíkt í skyn í útvarpsviðtali á Bylgjunni. 29. mars Sláandi niðurstaða rannsóknarnefndar Rannsókarnefnd Alþingis kynn- ir skýrslu sína þar sem nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að kaup þýska bankans Hauck & Aufhäuser á 45,8% hlut í Búnað- arbanka Íslands af íslenska ríkinu í janúar 2003 hafi verið til mála- mynda. Margir nafntogaðir Ís- lendingar komu að fléttunni en lykilmennirnir voru Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi stjórnarformaður Eglu, Guðmundur Hjaltason, fyrr- verandi framkvæmdastjóri sama félags, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma. Apríl 3. apríl Pírati á stúdenta- görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var harðlega gagnrýndur fyrir að búa á stúdentagörðunum FS þrátt fyrir að vera með 1.300 þúsund krónur í mánaðarlaun. Jón Þór sagði að það væri hins vegar konan hans sem hefði feng- ið íbúðina úthlutaða þar sem hún stundar nám við Háskóla Íslands. Að fá íbúð- ina væri hennar réttur og óeðli- legt ef þing- mennska hans myndi skerða þau réttindi. Í kjölfar frétta- flutnings lýsti Jón Þór því yfir að fjölskyldan myndi flytja af görðunum eins fljótt og mögulegt er til að rýma fyrir fólki sem ekki væri í jafn góðri stöðu og þau. 3. apríl Stunginn í bakið á Metro Starfsfólki hamborgaraveitinga- staðsins Metro var brugðið þegar maður var stunginn í bakið í dyra- gættinni klukkan hálf átta um kvöld. Maðurinn sem varð fyrir árásinni snæddi á staðnum með unnustu sinni og tveimur stjúp- börnum. Eftir máltíðina brá hann sér út fyrir til að reykja en þá kom til orðaskipta milli hans og tveggja drengja á tvítugsaldri sem hann þekkti ekkert. Annar drengjanna stakk manninn í bakið og hlupu þeir síðan á brott. Hringt var á neyðarlínuna og drengirnir voru handsamaðir um klukkutíma síð- ar. Áverkinn var lífshættulegur en fórnarlambið komst á bataveg. 7. apríl Dæmdar fyrir að reyna að kúga forsætisráðherra Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru dæmdar fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Einnig voru þær dæmdar fyrir að kúga fé af Helga Jean Claes- sen, ritstjóra vefrits- ins menn.is. Systurn- ar voru handteknar í júní árið 2015 eftir að hafa sent Sigmundi bréf og krafist þess að hann afhenti stóra pen- ingaupphæð á ákveðnum tíma í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Systurnar fengu tólf ára fangelsis- dóm, þar af níu mánuði skilorðs- bundna. Malín ákvað síðar að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 10. apríl „Ekki gefast upp“ veldur usla Skiptar skoðanir voru á auglýs- ingu Íslandsbanka sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins. Þar stóð: „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan.“ Húsnæðismál voru mikið í deiglunni á árinu og sérstaklega staða ungs fólks sem á erfitt með að koma þaki yfir höfuðið. Með auglýsingunni vildi bankinn vekja athygli á að þetta væri vel leysanlegt vanda- mál ef skipulagið væri í lagi hjá fólki. Mikael Torfason og Gunnar Smári Egilsson voru meðal þeirra sem gagnrýndu bankann fyrir að skella skömminni á almenning. Andrés Jónsson almannatengill var hins vegar meðal þeirra sem fagnaði skilaboðum bankans. 11. apríl Gunnar Smári stofnar Sósíalistaflokk Gunnar Smári Egilsson hætti sem útgefandi Fréttatímans í byrjun apríl og stofnaði nýtt stjórnmálaafl viku síðar, Sósíalistaflokk Íslands. Gunnar taldi hina hefðbundnu vinstri flokka á Íslandi, Samfylk- ingu og Vinstri græna, komna af sporinu í stéttabaráttunni og einungis beita sér fyrir mannréttindamálum og gæluverkefnum. Flokk- urinn var mjög umtalaður allt árið en fór ekki hátt í skoðanakönnunum. Þegar ljóst var að alþingiskosn- ingar yrðu haldnar í haust ákvað Gunnar að flokkurinn yrði ekki í framboði. Hann hefur nú sagt að Sósíalistaflokkurinn muni bjóða fram í fyrsta skipti í sveitar- stjórnarkosningunum 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.