Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 16
16 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll 18. apríl Eldur í kísilveri United Silicon Kísilver United Silicon í Helgu- vík var mikið í fréttum ársins 2017 og voru þær sjaldnast jákvæð- ar. Klukkan fjögur aðfaranótt 18. apríl kviknaði eldur í ofnhúsi kís- ilversins. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði eldur á þremur hæðum byggingarinnar og að- stæður erfiðar til slökkvistarfs vegna þess hversu nálægt ofnin- um sjálfum bálið var. Einungis var hægt að nota duft í fyrstu vegna hás rafstraums á svæðinu og illa gekk að ráða niðurlögum elds- ins. Síðar var straumurinn tekinn af og hægt var að nota vatn. Loks tókst að ráða niðurlögum eldsins á sjöunda tímanum um morgun- inn. Þetta var annar eldsvoðinn í kísilverinu í mánuðinum en 4. apríl hafði kviknaði í vörubrettum en starfsmönnum tókst þá sjálf- um að slökkva eldinn. 25. apríl Klósett á 20 milljónir Ákveðið var að byggja 22 fermetra klósettskála í Vatnajökulsþjóð- garði og kostnaðarmatið á hon- um var 20 milljónir. Í skálanum myndu vera tvö klósett, sturta, þurrsalernisbúnaður til notk- unar yfir vetrartímann og stór pallur. Mörgum Austfirðingum fannst þetta mikið bruðl og sagði einn í viðtali við DV: „Við erum ekki að tala um pýramídana í Eg- yptalandi.“ Þórir Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þjóðgarðsins, sagði að taka yrði með í reikninginn að mun dýrara sé að byggja langt uppi á hálendi en í byggð. 26. apríl Hagar kaupa Olís Hagar keyptu allt hlutafé í Olís en áður hafði verslunarrisinn keypt lyfjakeðjuna Lyfju, en þau kaup voru síðar dregin til baka af Samkeppn- iseftirlitinu. Heildar- virði Olís var metið á rúma fimmtán millj- arða en tæpir sex millj- arðar voru vaxtarber- andi skuldir. Kaupverðið voru því rúmir níu milljarð- ar. Ljóst er að kaupin voru við- bragð við komu Costco sem bæði selur bensín og lyf. Vegna þessa miklu fjárfestinga Haga á árinu var ákveðið að greiða hluthöfum engan arð á árinu. 29. apríl Kajakræðari lést í Þjórsá Neyðarkall barst frá tveimur kajakræðurum við ósa Þjórs- ár klukkan rúmlega níu kvöldið 29. apríl. Þeir voru í vandræð- um í briminu og voru tvær þyrl- ur Landhelgisgæslunnar sendar á svæðið auk björgunarsveitar- manna, lögreglu og sjúkraliðs. Þegar komið var á staðinn voru ræðararnir á hvolfi austan við ósinn. Ölduhæð var mikil og að- stæður erfiðar til björgunar. Um klukkan ellefu tókst að koma þeim úr vatninu og voru þeir færðir á sjúkrahús. Næsta dag var annar þeirra úrskurðaður látinn. Maí 4. maí Mannréttindadóm- stóllinn dæmir DV í vil Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi fyrrverandi ritstjóra og fréttastjóra DV í vil vegna um- fjöllunar þeirra á rannsókn lög- reglu á fyrirtækinu Sigurplasti árið 2012. Reynir Traustason ritstjóri, Jón Trausti Reynisson ritstjóri og Ingi Freyr Vilhjálms- son fréttastjóri höfðu áður verið dæmdir í Hæstarétti til að greiða Jóni Snorra Snorrasyni, stjórnar- formanni Sigurplasts og lektors í viðskiptafræði við HÍ miskabæt- ur, auk þess sem tvenn ummæli voru dæmd dauð og ómerk í frétt þeirra. Mannréttindadómstóllinn komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að íslenska ríkið hefði brot- ið 10. grein mannréttindasátt- mála Evrópu um tjáningarfrelsi. 4. maí Met í komu skemmtiferðaskipa Áætlað var að 155 skemmtiferðaskip legðust við bryggj- ur Sundahafn- ar næstu fimm mánuðina, en árið á undan voru þau 113. Samtals var búist við 129.000 farþeg- um úr þessum 155 skip- um, flestir þeirra Þjóðverjar. Þá var áætlað að 2,2 milljónir ferða- manna kæmu til landsins með flugi, flestir frá Bandaríkjunum. 4. maí Magnús sakar lög- reglu um upplýs- ingaleka Magnús Ólafur Garðarson, fyrr- verandi forstjóri og stærsti hlut- hafi United Silicon, ásakaði lög- reglu um upplýsingaleka vegna fréttar í DV um handtöku hans vegna vítaverðs aksturs á 20 millj- óna króna Teslu-bifreið, sem olli umferðarslysi á Reykjanesbraut í desember í fyrra. Bíllinn var gerð- ur upptækur. Í samtali við DV neitaði Magnús því að hann hefði verið handtekinn, heldur sagðist einungis hafa beðið lögregluna um „far í vinnuna“. 11. maí HB Grandi segir upp 86 starfsmönnum Botnfisksvinnsludeild HB Granda á Akranesi sagði upp 86 starfsmönnum en fyrirhugað var að flytja starfsemina til Reykja- víkur. Uppsagnirnar áttu að taka gildi 1.september, en samtals starfa um 270 manns hjá fyrirtæk- inu og blóðtakan því mikil. 15. maí Nauðgunarlímmiðar gagnrýndir Söngkonan Þórunn Anton- ía Magnúsdóttir, sem starfaði að tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar, stakk upp á því að setja límmiða yfir drykkjarglös gesta hátíðarinnar, til varnar því að óminnislyfjum væri blandað út í drykki grunlausra, líkt og þekk- ist allt of víða í skemmtanalífinu. Þórunn vildi með þessu vekja umtal, skapa samstöðu og auka öryggiskennd en fékk þó held- ur bágt fyrir á samfélagsmiðlum, meðal annars frá femínistanum Hildi Lilliendal Viggósdóttur, og alþingismanninum Hildi Sverr- isdóttur, sem vildu meina að með þessu væri verið að varpa ábyrgð- inni á kynferðisbrotum á brota- þolann, í stað gerandans. 16. maí Umdeildum fyrirlesara byrlað eitur á Íslandi? Robert Spencer, sem er ritstjóri Jihad Watch og hélt hér umdeild- an fyrirlestur um Íslam og fram- tíð evrópskrar menningar, sagði á Facebook-síðu sinni að sér hefði verið byrlað eitur á veitingastað í Reykjavík. Sagði hann eitur- byrlarann vera ungan íslensk- an karlmann sem sé pólitískur andstæðingur sinn. Eftir að þeir hafi heilsast á veitingastaðnum og drengurinn sagt honum að fara fjandans til, sagðist Robert hafa liðið mjög illa og leitað á Landspítalann. Honum hafi liðið illa í marga daga á eftir og kært málið til lögreglu. 17. maí Versló afbókar Gillz vegna femínísks þrýstings Nemendafélag Verslunarskóla Íslands ákvað að afbóka Egil „Gillzenegger“ Einarsson sem skemmtikraft á lokaballi skólans. Áttan var fengin í hans stað. Í til- kynningu formanns Málfundafé- lags skólans, Viktors Finnssonar, segir að forsvarsmenn félagsins hafi sýnt ákveðið dómgreindar- leysi við bókun Egils og í framtíð- inni muni félagið ráðfæra sig við FFVÍ, sem er femínistafélag skól- ans. Egill var ekki sáttur við þessi málalok, sagðist „bully-aður“ í málinu, en myndi senda nem- endafélaginu reikning engu að síður. 18. maí Mannréttindadóm- stóllinn dæmir Jóni Ásgeiri í vil Jón Ásgeir Jóhanns- son fjárfestir og Tryggvi Jóns- son, sem dæmdir voru í skil- orðsbundið fangelsi fyrir fjórum árum í Hæstarétti fyrir skattalaga- brot , fengu dómnum snúið fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu. Var íslenska ríkið sagt brjóta gegn banni við endurtek- inni málsmeðferð. Þarf íslenska ríkið að greiða þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva 5000 evrur hvorum auk málskostnaðar. 18. maí Sérsveitin í eftirför á Grensás Sérsveitin var kölluð til þegar slagsmál brutust út á umferð- arljósunum á Grensásvegi. Þrír menn stigu út úr bíl og réðust að manni sem var í bílnum við hliðina. Einn árásarmannanna var vopnaður kúbeini er hann sló til fórnarlamdsins, sem fékk högg á andlitið og stökk alblóð- ugur upp í bíl til að flýja menn- ina. Árásarmennirnir eltu hann á miklum hraða. Lögregla óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar sem veitti þeim eftirför í sex bílum, en þrettán sérsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum. Árásarmennirnir voru handteknir, en aðeins einn þeirra var kærður. 19. maí Neytendasamtökin lýstu vantrausti á for- manninn Á stjórnarfundi Neytendasam- takanna var samþykkt að lýsa yfir vantrausti á formann samtak- anna, Ólaf Arnarson, sem hafði aðeins verið í embætti frá því í október. Var Ólafur sagður hafa tekið ákvarðanir sem bera hefði átt undir stjórn, þar sem þær væru skuldbindandi fyrir samtök- in. Því ríkti ekki lengur trúnaður milli stjórnar og formanns. 23. maí Costco opnað í Garðabæ Bandaríski verlsunarrisinn Costco opnaði verslun í Kaup- túni í Garðabæ. Mikil eftirvænting hefur ríkt vegna opnunarinnar, þar sem verslunin býður lægra verð en áður hefur þekkst á Ís- landi. Blaðamaður DV bjóst því við langri röð árla morguns, líkt og þekkst hefur við opn- anir annarra búða hér- lendis, en slík varð þó ekki raunin. Mesta fjölmennið var í röðum fjölmiðlafólks og björgunarsveitarmanna fyrst um sinn og mátti heyra á tali starfsmanna að búist hafði verið við fleira fólki. 24. maí Sigmundur Davíð stofn- ar Framfarafélagið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, boðar stofnun hugmyndasmiðju sem koma á Framsóknarflokkn- um til aðstoðar. Hann sagði félag- ið ekki vísi að nýjum stjórnamála- flokki, heldur ætti það að styðja við grasrótina í Framsóknar- flokknum. 26. maí Kom undir í Atlavík og leitar nú föður síns Borghildur Dóra Björnsdóttir hef- ur lengi leitað föður síns. Hún kom undir í Atlavík árið 1983, á útihátíðinni margfrægu. Upplýs- ingar sem hún hefur frá móður sinni eru ekki fullkomlega áreið- anlegar og því greip Dóra til þess ráðs að setja inn færslu á Face- book hvar hún óskaði eftir ljós- myndum frá útihátíðinni í von um að það varpaði ljósi á málið. Júní 1. júní Jón Þór Pírati sagði „fokking“ í ræðupúlti Alþingis Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, missti stjórn á skapi sínu í pontu Alþingis með þeim af- leiðingum að hann bölsótaðist á engilsaxnesku. Rætt var um tillög- ur Sigríðar Á. Andersen dóms- málaráðherra vegna skipan dóm- ara í Landsrétt. Sagði hann ferlið allt ófaglegt og það þyrfti að rann- saka. „Við þurfum fokking tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.