Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 18
18 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll til að vinna þetta mál,“ bætti Jón við reiður. En sá síðan að sér og baðst velvirðingar á að hafa misst úr úr sér „þetta orð“. Sigríður hefði betur hlustað á Jón Þór, þar sem Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í desember að ráðherrann hefði brotið lög við dómaraskip- an sína. 1. júní Dæmdur nauðgari á fjölum Þjóðleikhússins Jozef Pali, albanskur ríkisborgari og hælisleitandi sem lék í leik- verkinu Húsið í Þjóðleikhúsinu, var dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir nauðgun í febrúar. Hús- ið var frumsýnt 10. mars og var Josef enn í leikhópnum þann 1. júní. Ari Matthíasson þjóðleik- hússtjóri kom af fjöllum þegar DV hafði samband og var auðheyri- lega brugðið við tíðindin. Ari brást strax við og kom Josef ekki fram eftir þetta. 2. júní Grunur um vændi og mansal í Bólstaðar- hlíðarblokk Lögreglan var með umfangsmikla aðgerð í fjölbýlishúsi í Bólstaðar- hlíð þar sem þrennt var hand- tekið. Var málið rannsakað sem mansals- og vændismál, en einnig fannst eitthvað af fíkniefnum í íbúðinni. „Ég held að íslenskt fjöl- býlishús, þar sem allir þekkja alla, sé ekki gáfulegasti vettvangurinn fyrir undirheimastarfsemi sem þessa,“ sagði einn íbúi hússins. 3. júní Costco-gíraffinn seldur Sumar vörur í Costco fengu meiri athygli en aðrar. Frægar að endemum eru stórar styttur af fíl og gíraffa, búnar til úr málmi, sem kostuðu um hálfa milljón króna. Það vakti því nokkra athygli þegar Costco-gíraffinn seldist, en hann keypti Gunnar Páll Tryggvason. Gíraffinn stóð í garði Gunnars og vakti svo mikla athygli að heilu rútufarmarnir af fólki flykktust að til að berja gíraffann augum. Þá má geta þess að gíraffinn var skreyttur fallegum jólaljósum í desember og prýddi jólakort fjöl- skyldunnar á Facebook. 5. júní Brotist inn hjá Bubba Bubbi Morthens greindi frá því á Twitter að brotist hefði verið inn til sín í Kjósinni. Bubbi var ekki heima, en hurðir voru eyðilagðar og skartgripum stolið. Sagði hann lögreglu hafa gómað þjófinn, en saknaði enn dýrmætra muna. „Kauði náðist, flest allt kom til baka, ógæfa, vona hann finni líf- ið,“ sagði Bubbi einnig á Twitter. 6. júní Stjórnandi Costco-hóps á Facebook sakaður um einræðistilburði Í kjölfar komu Costco var stofnað- ur Keypt í Costco-hópur á Face- book, sem telur nú tæplega hund- rað þúsund manns. Stjórnandi hópsins, Sólveig Fjólmundsdótt- ir, var þó fljótlega sökuð um vald- níðslu og einræðistilburði, en hún þótti henda út færslum meðlima af miklum móð, í anda ritskoðun- ar. Flestar færslurnar voru á léttu nótunum, meðal annars ljóð, en slíkt virtist ekki hljóta náð fyrir augum Sólveigar. 6. júní Auglýsing Reykjavíkur- borgar innihélt þrettán innsláttarvillur Reykjavíkurborg óskaði eftir ráð- gjafa á sviði máls og læsis með aug- lýsingu á job.is og atvinnuvef vísis. Hið fréttnæma er að auglýsingin innihélt 13 innsláttarvillur, meðal annars var auglýst eftir: „„ráðgjafn til að efla læsibarna“. Ekki var um snilldarlega kaldhæðna auglýsinga- herferð að ræða, því auglýsingin var leiðrétt stuttu síðar. 7. júní Manndráp í Mosfellsdal Sex voru handteknir eftir að hafa veist að manni í Mosfellsdal. Var málið sagt tengjast handrukk- un en í tilkynningu lögreglu kom fram að rannsókn málsins væri umfangsmikil. Hinn látni hét Arn- ar Jónsson Aspar. 11. júní Katrín Jakobsdóttir ósátt við vopnaburð lögreglu á Colour Run Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi vopna- burð lögreglu á Colour Run- hlaupinu í miðborginni. Hún sagðist ósátt við að almenning- ur hefði ekki fengið að vita um það fyrirfram og ætlaði að taka málið upp á fundi Þjóðaröryggis- ráðs Íslands. Þessi aukni við- búnaður lögreglu kom í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London og Manchester skömmu áður. 13. júní Hetjudáð héraðslög- reglumanns í Ölfusá Kolbeinn Helgi Kristjánsson, hér- aðslögreglumaður á Suðurlandi, vann mikla hetjudáð þegar hann bjargaði manni er hugðist svipta sig lífi, í Ölfusá. Áin sú er ein sú straumharðasta og hættulegasta á landinu og hafa margar sálir ekki átt afturkvæmt þaðan. Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur og ljóðskáld, er systir Kolbeins. Hún skrifaði um bróður sinn á Facebook: „Bróðir minn hefur alltaf verið hetja, en nú er það op- inbert!“ 15. júní Barnaníðingurinn Robert Downey fær uppreist æru Robert Down- ey, áður Róbert Árni Hreiðars- son, fékk lög- mannsréttindi sín að nýju eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem svipting réttinda hans til að starfa sem lögmaður var felld niður. Róbert var dæmdur fyrir barnaníð árið 2008 fyrir brot gegn fjórum stúlkum. Í dómnum sagði að Róbert hefði ríka hagsmuni til að fá aftur réttindin, þar sem hann ætlaði að sinna sams konar störfum að nýju. Þar sagði einnig: „Þá skipti það hann miklu máli að geta skilið við þann kafla í lífi sínu sem leitt hafi til dómsins á árinu 2008.“ 16. júní Guðni forseti miður sín vegna uppreist æru-málsins Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, kvaðst miður sín vegna uppreist æru-málsins, þegar Robert Downey hlaut lög- mannsréttindi sín að nýju, þar sem hann hlaut uppreist æru hjá forsetanum. Guðni útskýrði þó að ákvörðunin væri ekki hans, heldur dómsmálaráðuneytisins. Undirritun forseta væri einfald- lega formlegs eðlis og arfur frá liðinni tíð. Mælti Guðni með að lögum yrði breytt, ef hann þyrfti að taka ákvarðanir um uppreist æru, annars væri þetta staða sem hann vildi ekki vera settur í. 21. júní Gagnrýndi Stígamót fyrir andlegt ofbeldi og einelti Fráfarandi fram- kvæmdastjóri Samtak- anna 78, Helga Baldvins- dóttir Bjargardóttir, sagðist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og einelti af hálfu yfirmanna Stíga- móta, meðan hún starf- aði þar. Hún gagnrýndi einnig ófaglega starfsemi samtakanna, til dæmis að henni hafi verið tjáð nöfn fjölda þjóðþekktra manna sem sakaðir voru um að brjóta kynferðislega á þeim sem leitað höfðu til Stígamóta. Helga sagðist ekki vera að reyna að koma höggi á samtökin, margt gott starf væri þar unnið, en engin stofnun væri hafin yfir gagnrýni. 23. júní Hjalti Úrsus segir son sinn sak- lausan af morð- tilraun Hjalti Úrsus Árnason, faðir Árna Gils, sem ákærður var fyrir morðtil- raun og sat í fjóra mánuði í gæsluvarðhaldi, segir alvarlegar brotalamir á rannsókn málsins. Hann viðurkennir að sonur sinn hafi ekki hagað sér eins og engill, en sé þó ekki sekur um morðtil- raun. Hann segir að ekki sé allt sem sýnist í málinu og ber því við að um nýtt Geirfinnsmál sé að ræða, slík séu vinnubrögð lög- reglu. 24. júní Fjallið ber til baka fregnir af barsmíðum í garð barnsmóður Aflraunamaðurinn Hafþór Júl- íus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, hafnar því að vera ofbeldismaður sem beitt hafi barnsmóður sína barsmíðum. Thelma Björk Steimann, sem er barnsmóðir Hafþórs, bar því við í Fréttablaðinu að Hafþór hefði ítrekað beitt sig ofbeldi meðan á sambandi þeirra stóð og kærði Hafþór til lögreglu. Hafþór neit- aði sök og sagði Thelmu hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Júlí 2. júlí Ferðamenn slátruðu lambi með hníf Tveir ferðamenn voru hand- teknir á Austurlandi og færð- ir á lögreglustöðina á Fáskrúðs- firði klukkan níu um kvöldið. Mennirnir, sem voru banda- rískir ríkisborgarar, ættaðir frá Afganistan, höfðu tekið lamb og skorið það á háls en lambið var í eigu Hreins Péturssonar, bónda á Ósi í Breiðdal. Dóttir bónda af næsta bæ kom að mönnunum þar sem þeir voru að skera lambið. Í samtali við DV sagði Hreinn það hafa verið gert á frekar áhuga- mannalegan hátt. Mennirnir voru kærðir fyrir eignaspjöll og brot á dýraverndunarlögum og var mál- ið afgreitt með sektargreiðslu á staðnum. 5. júlí Bónusgreiðslur LBI valda reiði Fjórir stjórnendur LBI, sem held- ur utan um eignir gamla Lands- bankans, skiptu með sér 370 milljóna króna bónusgreiðslum vegna skuldauppgjörs bankans níu árum á undan áætlun. Hver þeirra fékk um 90 milljóna króna greiðslu. Var þetta réttlætt á þann hátt að það þjónaði hagsmun- um bankans að flýta greiðslunum til að losna við fjármagnskostn- að. Mörgum blöskraði þetta, þar á meðal Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Hann sagði: „Manni verður hreinlega óglatt við að lesa svona fréttir.“ 7. júlí Tveir ferðamenn hröp- uðu til dauða Erlendur ferðamaður féll fram af hamrabrún í Hljóðaklettum í Jök- ulsárgljúfri um klukkan þrjú síð- degis. Fallið var um fimmtán til tuttugu metra hátt og var mað- urinn úrskurðaður látinn á vett- vangi. Þyrla var köll- uð til en snúið við þegar ljóst var að maðurinn var látinn. Þá lést erlend kona á fjallinu Kirkju- felli á norðan- verðu Snæfells- nesi. Hún var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.