Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 90

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 90
90 fólk Áramótablað 29. desember 2017 Mokaði frá öllum húsum bæjarins um jólin G rindvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir að moka snjóinn frá húsum sínum þessi jólin, því þegar hluti þeirra fór á fætur var einn þeirra, Arnar Már Ólafsson, löngu vakn- aður og búinn að ganga hringinn um bæinn og moka frá innkeyrsl- um bæjarbúa. Arnar Már, sem er 23 ára gam- all, er vel þekktur í bænum, bæði sem göngugarpur og fyrir góð- mennsku sína. Lýsir hún sér vel í þessu jólagóðverki hans, en Arn- ar Már tók enga greiðslu fyrir allan moksturinn. „Ég byrjaði að moka á jóladag klukkan fimm um morguninn,“ segir Arnar Már, sem er vaknað- ur snemma alla daga til að fara út í göngu. Hann kláraði að moka kl. 17 seinnipart mánudags og var síðan byrjaður aftur kl. 4 á þriðju- dagsmorgun og mokaði til kl. 13. „Það tók einn og hálfan dag að moka í hverri einustu götu í Grindavík,“ segir Arnar Már, en þetta er annað árið í röð sem hann tekur upp á þessum mokstri. Hann áætlar að húsin séu um 100 talsins, en er ekki með nákvæma tölu. „Ég moka fyrir alla í Grindavík, þetta er góð líkamsrækt og ég geri þetta til að aðstoða bæjarbúa í Grinda- vík, ég mokaði líka fyrir elliheimil- ið Víðihlíð og gistiheimilin.“ Enginn greinarmunur var gerð- ur á hvort Arnar Már þekkti íbúa viðkomandi húss, hann einfald- lega gekk á röðina með skófluna að vopni. En ættu starfsmenn bæjar- ins ekki frekar að sinna mokstrin- um en hann? „Þeir voru í jólafríi,“ svarar Arnar Már að bragði og brosir áður en hann heldur af stað í morgungönguna. Arnar Már gerði góðverk fyrir Grindvíkinga Félagar Arnar Már og vinur hans, Hilmir. Mokað frá hundrað húsum Bæj­ arbúar voru að vonum hæst­ ánægðir þegar þeir vöknuðu og búið að moka fyrir þá. Nokkrir þeirra deildu myndum á samfélagsmiðl­ um og hrósuðu Arnari Má fyrir góðverkið. Orðasnakk – Sérð þú lausnarorðið? Leikurinn sem allir og amma þeirra eru að spila J ólin eru komin og farin fljót- ar en hendi og dagatalið á festi, en eitt af því sem situr eftir að loknum jólum er leik- urinn Orðasnakk, sem bókstaflega allir sem eiga snjallsíma virðast hafa náð sér í yfir jólin og byrjað að spila. En hvað er Orðasnakk og út á hvað gengur leikurinn? Orða Snakk heitir Word Snack á ensku og má sækja hann sem app í snjallsímann. Leikinn má spila á nokkrum tungumálum, eða alls 31, þar á meðal á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og rússnesku (undirbúningur fyrir HM 2018?). Leikurinn er einfaldur, eða alla vega virkar hann það. Sex eða sjö stafir eru í boði, sem á að raða saman til að mynda nokkur þriggja til sjö stafa orð. En það sem virðist einfalt er það ekki alltaf og oft horfir maður framhjá augljós- asta orðinu og lausninni um leið. Stig fást fyrir rétt orð og auka- stig fyrir reiti með stjörnum á. Í boði er síðan að skipta stigunum út fyrir aðstoð, sem er samt dýru verði keypt: 120 stig fyrir einn staf. Einnig er í boði að spyrja vini með því að deila skjámyndinni inn á Facebook. Má segja að fréttaveit- an hjá manni hafi einkennst af litlu öðru en slíkum hjálparbeiðn- um síðustu daga, innan um mynd- ir af jólatrjám týndum innan um jólapakka og vel útilátnum veislu- borðum. En Íslendingar eru eldsnöggir að taka við sér og láta sér ekki nægja að deila skjámyndum á Facebook- veggi sína og í einkaskilaboðum um aðstoð. Þegar þetta er skrifað hafa verið stofnaðir sex hópar á Facebook þar sem meðlimir hjálp- ast að við að leysa borðin eitt af öðru, fjölmennasti hópurinn telur yfir 1.100 meðlimi. Ef þú ert einn af þeim örfáu sem átt eftir að ná þér í leikinn, hugs- aðu þig vel um áður en þú sækir hann því hann er jafn ávanabind- andi og grárra hára valdandi og hann er skemmtilegur. Ef þú ert þegar að spila hann þá vantar mig aðstoð með fimm stafa orð, í boði eru stafirnir R D Ý Á N og R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.