Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Blaðsíða 29
Áramótablað 29. desember 2017 fréttir - erlendur fréttaannáll 29 2017: Árið þegar konurnar sögðu frÁ Þyrilsnælduæði Fidget Spinner-æði grípur heim- inn. Þyrilsnældan er upphaflega hönnuð fyrir þá sem eru hand- óðir eða ofvirkir til að fikta í og halda einbeitingu, en í apríl verð- ur sprenging í vinsældum hennar sem leikfangs. Öll börn og ömm- ur þeirra eignast snældu. Maí 7. maí Macron verður forseti Hinn 39 ára gamli Emanuel Macron varð yngsti forseti franska lýðveldisins, eftir að hann sigr- aði þjóðernissinnann Marine Le Pen í úrslitaeinvígi frönsku forsetakosninganna með 66,1% atkvæðanna. Macron, sem er Evrópusinnaður frjáls- hyggjumaður, fyrrum bankamaður og fjár- málaráðherra, þótti ekki líklegur sigur- vegari í upphafi bar- áttunnar, en vegna óvinsælda sósía- listaflokksins og spill- ingarmála hjá frambjóð- anda Íhaldsflokksins náði Macron, með hinn nýstofnaða flokk En Marche! á bakvið sig, að bera sigur úr býtum. 12. maí Stærsta gagnatöku- árás sögunnar Stærsta gagnatökuárás internet- sögunnar hófst með Wannacry- tölvuvírusnum svokallaða. Árásin var gríðarlega umfangsmikil, hundruð þúsunda tölva um allan heim voru sýktar á einum sólar- hring, meðal annars tölvukerfi stofnana á borð við breska heil- brigðis- og sjúkratryggingarkerfis- ins (NHS). Öll gögn í viðkomandi tölvu voru dulkóðuð og hótað að þeim yrði eytt ef eigandinn greiddi ekki ákveðna upphæð í Bitcoin-gjaldmiðlunum. Fljót- lega tókst að hemja útbreiðslu veirunnar og fáir greiddu lausnar- gjaldið. Ekki er enn ljóst hver stóð fyrir árásinni. 13. maí Einlægnin sigraði í Eurovision Hjartveiki hjartaknúsarinn Salvador Sobral frá Portú- gal söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í maí. Hann sigr- aði keppnina með hjartnæmum flutningi á lagi sínu, Amar pelos dois, sem hann samdi með systur sinni. 17. maí Rannsaka tengsl Trump og Rússa Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna réð Robert Mueller, fyrrver- andi yfirmann FBI, til að fara fyrir rannsókn á mögulegum tengslum rússneskra yfirvalda og einstak- linga sem komu að kosninga- baráttu Donalds Trump. Rann- sókninni var hrint af stað eftir að Trump hafði rekið yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, James Comey, vegna rannsókn- ar stofnunarinnar á tengslum og áhrifum rússneskra yfirvalda á kosningarnar. 22. maí Hryðjuverk í Manchester Sprengja sprakk skömmu eftir að tónleikum bandarísku tónlistar- konunnar Ariana Grande lauk í Manchester Arena í Manche- ster. Ódæðismaðurinn Salman Abedi og 22 aðrir létust og yfir 500 slösuðust. Þó að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki hafði hann tengsl við hryðjuverka- samtökin sem kalla sig Íslamska rík- ið. Þetta var önnur hryðjuverkaárásin á þessu ári í Bretlandi, en í heildina áttu þær eftir að verða fjórar. Júní 1. júní Parísarsáttmálinn í uppnámi Donald Trump tilkynnti að hann hygðist draga Bandaríkin úr Par- ísarsáttmálanum um aðgerðir til að sporna við loftslagsbreyting- um, sem var samþykktur árið 2015. Rökin voru að samningurinn kæmi sér illa fyrir bandarísk fyrirtæki og þar með vinnandi fólk í landinu: „Ég var kjörinn fulltrúi íbúa í Pitts- burgh, ekki París.“ Fjöldi þjóðar- leiðtoga fordæmdi ákvörðunina og hefur biðlað til Trump að endur- skoða afstöðuna sem þeir telja að muni gera þverþjóðlegar aðgerð- ir gegn loftslagsbreytingum allt að því ómögulegar. 5. júní Stjórnmálakrísa á Arabíuskaga Í byrjun júní skáru Sádi-Arab- ar og nokkrar vinaþjóðir þeirra, Sameinuðu arabísku furstadæm- in, Barein og Egyptaland, öll stjórnmálaleg tengsl við grannríkið Kat- ar. Meginástæðan var sögð vera stuðningur katarskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa, en einnig eru sam- skipti landsins við Íran og rekstur fréttastöðvar- innar Al-Jazeera þyrnir í augum Sáda. Sádar settu fram 13 kröfur sem Katarbúar telja sig ekki geta uppfyllt. 8. júní May bíður afhroð Kosið var til breska þingsins í júní. Kosningabaráttan gekk hörmu- lega hjá Íhaldsflokki Theresu May forsætisráðherra. Hún var gagn- rýnd fyrir að setja aukinn skatt á eldri borgara, fyrir viðbrögð við hryðjuverkuárásinni í Manchester og fyrir að mæta ekki meginand- stæðingi sínum, Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, í kappræðum. Vinsældir Cor- byns jukust hratt og örugglega, og þegar talið var upp úr kössun- um að kvöldi 8. júní hafði Íhalds- flokkurinn þvert á allar spár misst meirihluta sinni og neyddist til að bæta við hinum ofur-íhaldssama norður-írska sambandsflokki í ríkisstjórnina. 14. júní Grenfell-turninn brennur Mannskæðasti bruni Bretlands í áraraðir átti sér stað þegar 24 hæða fjölbýlishús í Kensington- hverfinu í London brann til kaldra kola. 70 manns og eitt ófætt barn lést í eldsvoðanum sem var talinn hafa breiðst svo hratt út vegna ytri klæðningar sem hafði verið sett á bygginguna skömmu áður. Hús- ið var í eigu borgarinnar og flestir íbúarnir úr verkamannastétt og dökkir á hörund. Borgaryfirvöld voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við viðvörunum íbúa og forsætisráðherrann gagnrýnd fyrir sein viðbrögð og sækja ekki fórnarlömbin heim til að votta þeim samúð sína. 24. júní Seld fyrir 5000 evrur og sendibíl Sú erlenda frétt sem var mest les- in á DV.is á árinu sagði frá því að búið væri að finna 14 ára rúm- enska stúlku, búsetta í Pedrera á Spáni, sem foreldrar höfðu tilkynnt horfna í apríl. Stúlkan fannst í austurhluta Slóveníu í fylgd með eldri manni, þar sem þau voru á leið til Rúmeníu. For- eldrarnir voru handteknir fyrir mansal eftir að ljóst varð að það voru þeir sem höfðu selt dóttur sína fyrir 5000 evrur og sendibíl. Júlí 30. júlí Kosið í skugga óeirða Kosningar til nýs stjórnlagaþings fóru fram í Venesúela en með stofnsetningu þess jukust völd for- setans Nicolas Maduro til muna á kostnað stjórnarandstöðunnar sem er með meirihluta á þinginu. Stjórnarandstaðan sniðgekk kosn- ingar til stjórnlagaþingsins og hélt því fram að tölur um kjör- sókn hefðu verið falsaðar. Mikil og mannskæð mótmæli hafa verið í landinu frá upphafi árs þar sem þess er krafist að Maduro fari frá völdum, en hann er sagður bera ábyrgð á því að efnahagur landsins er í rúst og mikill skortur er á nær öllum nauðsynjavörum. Gleymda stríðið í Jemen Blóðug átökin í Jemen virtust engan enda ætla að taka á árinu, þúsundir hafa látist og milljón- ir búa við stöðugt stríðsástand í einu fátækasta landi heims. Deiluaðilar eru studdir af stór- veldum múslimaheimsins, Upp- reisnarmenn Húta eru studdir af Írönum en Abed Rab bo Man sour Hadi forseti og liðsmenn hans eru studdir af Sádí-Aröbum. Ágúst 2. ágúst Byltingarkennd erfðatækni Í byrjun ágúst var greint frá því að vísindamönnum hafi í fyrsta skipti tekist að fjarlægja gallað erfðaefni úr fósturvísi með erfðabreytinga- tækninni Crispr. Erfðagallinn sem um ræðir veldur hjartasjúk- dómi sem getur leitt til skyndi- legs hjartastopps. Tilraunin hefur aukið vonir um að í náinni fram- tíð verði hægt að koma í veg fyrir ýmsa arfgenga sjúkdóma. Á sama tíma er bent á hinar ýmsu sið- ferðilegu spurningar sem kvikna þegar hægt verður að „hanna“ börn með breytingum á erfðaefni fósturvísa. 12. ágúst Handtekinn fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn og auðkýfingurinn Peter Mad- sen var handtekinn í tengslum við hvarf sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Degi áður hafði heima- smíðaður kafbátur hans, Nautili- us, sokkið við Eyrarsund, að því var talið með Wall innanborðs. Aflimaður búkur blaðakonunnar fannst hins vegar tíu dögum síðar. 12. ágúst Rasistar í kröfugöngu í Charlotteville Stærsta samkoma bandarískra þjóðernissinna og kynþáttahatara í áraraðir fór fram í Charlottesville í Virginíuríki undir slagorðinu: „Hægrið sameinast.“ Hópur- inn fór í kröfugöngu gegn því að minnismerki um Suðurríkja- sambandið væru tekin niður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.